Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2022 16:54 Myndin er tekin úr Himawari-8, gervihnetti á vegum japanskra veðuryfirvalda. Vísir/AP Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. Eldgosið hófst snemma í gærmorgun og olli flóðbylgju á Tonga eyjunum. Bylgjan var rúmlega metri á hæð og voru gefnar út viðvaranir bæði í Tonga og í Nýja-Sjálandi. Forsætisráðherra Nýja Sjálands, Jacinda Ardern, segir flóðbylgjuna hafa valdið skemmdum víða, skolað bátum á haf út sem lágu við bryggju og eyðilagt verslanir við ströndina en þetta kemur fram í frétt BBC um málið. This family were in church. They d just finish having choir practice and the tsunami hit pic.twitter.com/DLLFRJ9BAc— KNOWKNEE (@JohnnyTeisi) January 15, 2022 Vegna öskufallsins hafa íbúar verið hvattir til þess að neyta vatns úr flöskum og bera grímur sér til verndar en fín askan mengaði vatnsból á svæðinu. Eins og áður segir eru litlar fréttir um áhrif eldgossins og öskufallsins á Tonga en net- og símasamband hefur verið takmarkað síðan nokkrum klukkustundum áður en eldgosið hófst. Jacinda Ardern segir enn fremur að unnið sé að því að koma á rafmagni á nýjan leik og segir farsímanetið smám saman vera að komast í gagnið aftur. Höggbylgja frá gosinu mældist á Íslandi Í kjölfar eldgossins mældist gríðarleg höggbylgja sem varð vart um allan heim og meðal annars hér á Íslandi. Daníel Freyr Jónsson jarðfræðingur birti færslu á Twitter þar sem kom fram að bylgjunnar hefði fyrst orðið vart í Bolungarvík auk þess sem bylgjan mældist á fleiri stöðum hér á landi. And here is Iceland this afternoon. It first hit Bolungarvík (far north-west). pic.twitter.com/ZENZy1EmcU— Daníel Freyr (@danielfj91) January 15, 2022 Þá hafa fjölmörg myndbönd birst á samfélagsmiðlum sem sýna mögnuð myndbönd úr gervihnöttum þar sem umfang sprenginga í eldfjallinu sjást. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Tonga Nýja-Sjáland Eldgos og jarðhræringar Bolungarvík Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Eldgosið hófst snemma í gærmorgun og olli flóðbylgju á Tonga eyjunum. Bylgjan var rúmlega metri á hæð og voru gefnar út viðvaranir bæði í Tonga og í Nýja-Sjálandi. Forsætisráðherra Nýja Sjálands, Jacinda Ardern, segir flóðbylgjuna hafa valdið skemmdum víða, skolað bátum á haf út sem lágu við bryggju og eyðilagt verslanir við ströndina en þetta kemur fram í frétt BBC um málið. This family were in church. They d just finish having choir practice and the tsunami hit pic.twitter.com/DLLFRJ9BAc— KNOWKNEE (@JohnnyTeisi) January 15, 2022 Vegna öskufallsins hafa íbúar verið hvattir til þess að neyta vatns úr flöskum og bera grímur sér til verndar en fín askan mengaði vatnsból á svæðinu. Eins og áður segir eru litlar fréttir um áhrif eldgossins og öskufallsins á Tonga en net- og símasamband hefur verið takmarkað síðan nokkrum klukkustundum áður en eldgosið hófst. Jacinda Ardern segir enn fremur að unnið sé að því að koma á rafmagni á nýjan leik og segir farsímanetið smám saman vera að komast í gagnið aftur. Höggbylgja frá gosinu mældist á Íslandi Í kjölfar eldgossins mældist gríðarleg höggbylgja sem varð vart um allan heim og meðal annars hér á Íslandi. Daníel Freyr Jónsson jarðfræðingur birti færslu á Twitter þar sem kom fram að bylgjunnar hefði fyrst orðið vart í Bolungarvík auk þess sem bylgjan mældist á fleiri stöðum hér á landi. And here is Iceland this afternoon. It first hit Bolungarvík (far north-west). pic.twitter.com/ZENZy1EmcU— Daníel Freyr (@danielfj91) January 15, 2022 Þá hafa fjölmörg myndbönd birst á samfélagsmiðlum sem sýna mögnuð myndbönd úr gervihnöttum þar sem umfang sprenginga í eldfjallinu sjást. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022
Tonga Nýja-Sjáland Eldgos og jarðhræringar Bolungarvík Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54
Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37