Búin að klára læknisnámið með atvinnumennsku fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 13:31 Nadia Nadim á ferðinni í leik með danska landsliðinu. Þrjú af 38 mörkum hennar fyrir landsliðið komu á móti Íslandi. EPA/VINCENT JANNINK Nadia Nadim flúði Afganistan ellefu ára gömul eftir að faðir hennar var drepinn. Síðan hefur hún gert mikið með tækifærin sín bæði inn á knattspyrnuvellinum en líka utan hans. Nadim sagði frá því á miðlum sínum um helgina að hún sé nú orðin doktor Nadia Nadim eftir að hún kláraði læknisnámið. MAMA, I MADE IT!!!! #SchoolsOut Doctor Nadim in the house! pic.twitter.com/QIn2xkcVwV— Nadia Nadim (@nadia_nadim) January 14, 2022 „Þakkir til allra sem hafa stutt við bakið á mér frá fyrsta degi og til allra vinanna sem ég hef eignast á leiðinni. Ég hefði ekki getað þetta án ykkar og ég verða alltaf þakklát fyrir ykkar stuðning,“ skrifaði Nadia Nadim en bætti svo við: „Fyrir hina sem trúðu ekki á mig og gagnrýndu mig. Ég stóð mig vel og það er ekkert sem þið gert í því,“ skrifaði Nadia. Nadim hélt áfram í námi samhliða því að spila sem atvinnukona í knattspyrnu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Hún talar ellefu tungumál og kláraði læknisnámið á fimm árum. Tungumálin sem hún talar eru danska, enska, spænska, franska, þýska, persíska, dari, urdu, Hindi, arabíska og latneska. Nadia Nadim hefur undanfarin tvö ár spilað með franska liðinu Paris Saint-Germain en var þar áður hjá Manchester City. Hún er núna leikmaður bandaríska liðsins Racing Louisville FC. Nadia hefur skorað yfir tvö hundruð mörk fyrir félög sín og er jafnframt komin með 38 mörk í 99 landsleikjum fyrir Dani. Nadia flúði Afganistan þegar Talibanar drápu föður hennar árið 2000. Fjölskyldan endaði í Danmörku þar sem hún byrjaði fótboltaferil sinn. Fyrsta reynsla hennar af Meistaradeildinni kom með Fortuna Hjørring þar sem hún skoraði tvö mörk í fyrsta leik. Hún spilaði síðan með liðum Sky Blue FC og Portland Thorns í bandarísku deildinni en hún var liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá því síðara. Nadia hélt áfram í námi þrátt fyrir atvinnumannaferil sinn og stundaði læknisnám við skóla í Árósum. Thanks to everyone who has been supporting me from day 1, and all new friends I made along the road. I could not have done it without you, and I will forever be grateful for your support For the haters, I did it again. Kicked a** and there s nothing you can do about it! pic.twitter.com/zqdy3kay0b— Nadia Nadim (@nadia_nadim) January 14, 2022 Danski boltinn Danmörk Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Sjá meira
Nadim sagði frá því á miðlum sínum um helgina að hún sé nú orðin doktor Nadia Nadim eftir að hún kláraði læknisnámið. MAMA, I MADE IT!!!! #SchoolsOut Doctor Nadim in the house! pic.twitter.com/QIn2xkcVwV— Nadia Nadim (@nadia_nadim) January 14, 2022 „Þakkir til allra sem hafa stutt við bakið á mér frá fyrsta degi og til allra vinanna sem ég hef eignast á leiðinni. Ég hefði ekki getað þetta án ykkar og ég verða alltaf þakklát fyrir ykkar stuðning,“ skrifaði Nadia Nadim en bætti svo við: „Fyrir hina sem trúðu ekki á mig og gagnrýndu mig. Ég stóð mig vel og það er ekkert sem þið gert í því,“ skrifaði Nadia. Nadim hélt áfram í námi samhliða því að spila sem atvinnukona í knattspyrnu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Hún talar ellefu tungumál og kláraði læknisnámið á fimm árum. Tungumálin sem hún talar eru danska, enska, spænska, franska, þýska, persíska, dari, urdu, Hindi, arabíska og latneska. Nadia Nadim hefur undanfarin tvö ár spilað með franska liðinu Paris Saint-Germain en var þar áður hjá Manchester City. Hún er núna leikmaður bandaríska liðsins Racing Louisville FC. Nadia hefur skorað yfir tvö hundruð mörk fyrir félög sín og er jafnframt komin með 38 mörk í 99 landsleikjum fyrir Dani. Nadia flúði Afganistan þegar Talibanar drápu föður hennar árið 2000. Fjölskyldan endaði í Danmörku þar sem hún byrjaði fótboltaferil sinn. Fyrsta reynsla hennar af Meistaradeildinni kom með Fortuna Hjørring þar sem hún skoraði tvö mörk í fyrsta leik. Hún spilaði síðan með liðum Sky Blue FC og Portland Thorns í bandarísku deildinni en hún var liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá því síðara. Nadia hélt áfram í námi þrátt fyrir atvinnumannaferil sinn og stundaði læknisnám við skóla í Árósum. Thanks to everyone who has been supporting me from day 1, and all new friends I made along the road. I could not have done it without you, and I will forever be grateful for your support For the haters, I did it again. Kicked a** and there s nothing you can do about it! pic.twitter.com/zqdy3kay0b— Nadia Nadim (@nadia_nadim) January 14, 2022
Danski boltinn Danmörk Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Sjá meira