Þingmanna að tilkynna forföll til skrifstofu Alþingis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2022 18:21 Bjarni er nú staddur erlendis í fríi. Birgir segir það hvort nöfn þingmanna komi fram á fjarvistaskrá velta á því hvort þeir tilkynni forföll til skrifstofu Alþingis. Vísir/Vilhelm Nafn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var ekki á skrá yfir fjarvistir þingmanna þegar Alþingi var sett í dag, og sætti það gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna. Forseti Alþingis segir skýringuna einfalda: Skráin byggi alfarið á tilkynningum hvers og eins þingmanns um fjarvistir sínar. Líkt og greint var frá í dag gagnrýndi stjórnarandstaðan á þingi harðlega fjarveru Bjarna við upphaf Alþingis í dag. Meðal þeirra var Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem benti á að við upphaf þingfundar hefði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, minnt þingmenn á að fyrir lægi fjarvistaskrá þingmanna, en nafn Bjarna væri þar ekki að finna. „Hvernig stendur á því, herra forseti, að haldin sé skrá yfir fjarvistir þingmanna sem ekki endurspegla raunveruleikann sem endurspeglar ekki einu sinni vitneskju hæstvirts forseta sem leggur fjarvistarskrána fram,“ spurði Andrés í pontu Alþingis fyrr í dag. Þingmenn verði sjálfir að tilkynna forföll „Það er þannig að fjarvistaskráin verður nú seint tæmandi. Það er undir því komið hvort að menn hringja inn og tilkynna. Þannig að sá eini sem var á fjarvistaskrá í dag var þingmaður sem hafði tilkynnt sig veikan,“ segir Birgir Ármannson, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. Umræddur þingmaður var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar þingmenn tilkynni forföll hafi þeir samband við skrifstofu Alþingis, sem hafi að öðru leyti ekkert frumkvæði að því að kanna fjarvistir þingmanna. „Þannig að fjarvistaskráin eins og hún er lögð fram hún byggir alfarið á því hvort menn tilkynna sjálfir eða ekki.“ Það sé því algerlega undir hverjum og einum þingmanni komið hvort þeir tilkynni forföll sín eða ekki. Það sé ekki á ábyrgð forseta Alþingis að fjarvistaskráin sé tæmandi. „Forseti hringir ekki í menn og spyr þá um hvort þeir ætla að mæta.“ Í fríi utan landsteinanna Á þingfundi í dag sagði Birgir að Bjarni væri staddur erlendis, en að honum væri að öðru leyti ekki kunnugt um tilefni ferðar hans. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, tjáði fréttastofu í morgun að Bjarni gæti ekki gefið kost á viðtali í dag. Hann sagði ráðherra vera í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Bjarni verið erlendis í skíðaferð undanfarna daga. Von er á honum til landsins um miðja viku. Alþingi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag gagnrýndi stjórnarandstaðan á þingi harðlega fjarveru Bjarna við upphaf Alþingis í dag. Meðal þeirra var Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem benti á að við upphaf þingfundar hefði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, minnt þingmenn á að fyrir lægi fjarvistaskrá þingmanna, en nafn Bjarna væri þar ekki að finna. „Hvernig stendur á því, herra forseti, að haldin sé skrá yfir fjarvistir þingmanna sem ekki endurspegla raunveruleikann sem endurspeglar ekki einu sinni vitneskju hæstvirts forseta sem leggur fjarvistarskrána fram,“ spurði Andrés í pontu Alþingis fyrr í dag. Þingmenn verði sjálfir að tilkynna forföll „Það er þannig að fjarvistaskráin verður nú seint tæmandi. Það er undir því komið hvort að menn hringja inn og tilkynna. Þannig að sá eini sem var á fjarvistaskrá í dag var þingmaður sem hafði tilkynnt sig veikan,“ segir Birgir Ármannson, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. Umræddur þingmaður var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar þingmenn tilkynni forföll hafi þeir samband við skrifstofu Alþingis, sem hafi að öðru leyti ekkert frumkvæði að því að kanna fjarvistir þingmanna. „Þannig að fjarvistaskráin eins og hún er lögð fram hún byggir alfarið á því hvort menn tilkynna sjálfir eða ekki.“ Það sé því algerlega undir hverjum og einum þingmanni komið hvort þeir tilkynni forföll sín eða ekki. Það sé ekki á ábyrgð forseta Alþingis að fjarvistaskráin sé tæmandi. „Forseti hringir ekki í menn og spyr þá um hvort þeir ætla að mæta.“ Í fríi utan landsteinanna Á þingfundi í dag sagði Birgir að Bjarni væri staddur erlendis, en að honum væri að öðru leyti ekki kunnugt um tilefni ferðar hans. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, tjáði fréttastofu í morgun að Bjarni gæti ekki gefið kost á viðtali í dag. Hann sagði ráðherra vera í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Bjarni verið erlendis í skíðaferð undanfarna daga. Von er á honum til landsins um miðja viku.
Alþingi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira