Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2022 12:16 Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið gaus á við fimm hundruð kjarnorkusprengjur sem varpað var á Hiroshima við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Fjallið sem sést á myndinni er nánast horfið eftir sprengigosið. AP/Maxar Technologies Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) áætla að kraftur sprengigossins á Tonga hafi við til samræmis við að sprengja tíu megatonn af dínamíti. Það þýðir að sprengingin var álík því að sprengja fimm hundruð kjarnorkusprengjur eins og þeirri sem varpað var á Hiroshima við endalok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í grein NPR segir að mögulega hafi eldgosið verið háværasti atburður á jörðinni í rúma öld. Starfsmenn Rauða krossins og embættismenn segja þrjár af minnstu eyjum eyjaklasans hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna flóðbylgja í kjölfar eldgossins. Skipi var siglt til eyjanna Nomuka, Mango og Fonoifua í morgun og hefur áhöfn þess sent út skilaboð um að fáar byggingar standi þar enn eftir að allt að fimmtán metra háar flóðbylgjur skullu á eyjunum. Í viðtali við AP fréttaveituna sagði Katie Greenwood, frá Rauða krossinum, að skemmdirnar á eyjunum séu gífurlegar. Nánast allar byggingar eyjanna hafi skolast á brott. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Minnst þrír eru látnir eftir eldgosið en óttast er að þeir séu í raun fleiri. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Símasambandi náð aftur Mestallt samband við eyjarnar slitnaði við eldgosið. Símasamband er að komast á aftur en sæstrengur sem hefur veitt íbúum Tonga tengingu við umheiminn gegnum internetið skemmdist og er talið að það muni taka minnst mánuð að laga hann. Það gæti, samkvæmt viðtali Reuters við einn forsvarsmanna Tonga Cable Ltd., tekið meiri tíma þar sem langar siglingar eru fram undan hjá áhöfn viðgerðarskipsins og þar að auki sé mikil óvissa varðandi hvar strengurinn sé skemmdur og hvort óhætt verði fyrir áhöfnina að vera á svæðinu. Aska liggur yfir eyjunum öllum og hafa íbúar takmarkaðan aðgang að drykkjarvatni. Þar sem vatnsból eyjanna eru bæði menguð af ösku og sjó. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. Tvö skip frá Nýja Sjálandi eru á leið til Tonga-eyja með birgðir af vatni og eiga þau að ná til eyjanna á föstudaginn. Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. 18. janúar 2022 12:17 Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Eyjan nær alveg horfin Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. 17. janúar 2022 21:15 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Í grein NPR segir að mögulega hafi eldgosið verið háværasti atburður á jörðinni í rúma öld. Starfsmenn Rauða krossins og embættismenn segja þrjár af minnstu eyjum eyjaklasans hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna flóðbylgja í kjölfar eldgossins. Skipi var siglt til eyjanna Nomuka, Mango og Fonoifua í morgun og hefur áhöfn þess sent út skilaboð um að fáar byggingar standi þar enn eftir að allt að fimmtán metra háar flóðbylgjur skullu á eyjunum. Í viðtali við AP fréttaveituna sagði Katie Greenwood, frá Rauða krossinum, að skemmdirnar á eyjunum séu gífurlegar. Nánast allar byggingar eyjanna hafi skolast á brott. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Minnst þrír eru látnir eftir eldgosið en óttast er að þeir séu í raun fleiri. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Símasambandi náð aftur Mestallt samband við eyjarnar slitnaði við eldgosið. Símasamband er að komast á aftur en sæstrengur sem hefur veitt íbúum Tonga tengingu við umheiminn gegnum internetið skemmdist og er talið að það muni taka minnst mánuð að laga hann. Það gæti, samkvæmt viðtali Reuters við einn forsvarsmanna Tonga Cable Ltd., tekið meiri tíma þar sem langar siglingar eru fram undan hjá áhöfn viðgerðarskipsins og þar að auki sé mikil óvissa varðandi hvar strengurinn sé skemmdur og hvort óhætt verði fyrir áhöfnina að vera á svæðinu. Aska liggur yfir eyjunum öllum og hafa íbúar takmarkaðan aðgang að drykkjarvatni. Þar sem vatnsból eyjanna eru bæði menguð af ösku og sjó. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. Tvö skip frá Nýja Sjálandi eru á leið til Tonga-eyja með birgðir af vatni og eiga þau að ná til eyjanna á föstudaginn.
Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. 18. janúar 2022 12:17 Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Eyjan nær alveg horfin Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. 17. janúar 2022 21:15 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. 18. janúar 2022 12:17
Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36
Eyjan nær alveg horfin Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. 17. janúar 2022 21:15