Við erum börnin okkar Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir skrifar 19. janúar 2022 14:30 Foreldrahlutverkið er eitt það mest krefjandi hlutverk sem einstaklingur tekur að sér á lífsleiðinni. Við fáum í hendurnar einstakling sem treystir á okkur í einu og öllu, allt það sem við gerum endurspeglast í barninu. Við foreldrarnir erum helstu fyrirmyndir barnanna, því skiptir máli að börnin sjái og fái að taka þátt þegar við hreyfum okkur. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að hreyfa okkur, fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing. Ef við kennum börnunum okkar að skreppa út í göngutúr eða fara út að hlaupa þá erum við að kenna þeim mikilvægt undirstöðuatriði til heilbrigðs lífs til framtíðar. Börnin spegla sig í foreldrunum Þegar ég var lítil var mamma í gönguklúbb, ég var svo heppinn að fá að skottast með í styttri ferðum og kynnast þannig að ganga út í náttúrunni bæða til þess að njóta en einnig til heilsubóta. Nú sem þriggja barna móðir reyni ég að taka hlutverk mitt alvarlega, hvort sem er að bjóða krökkunum með mér í stuttar fjallgöngur, út að ganga eða hlaupa. Það er ótrúlegt hvað stuttar fætur geta komist langt með smá hvatningu og gleði. Á þessum ferðum, hvort sem þær eru stuttar eða langar náum við góðri stund saman sem ég vonast til með að styrkja samband okkar þegar börnin komast á unglingsár. En ekki bara það, von mín er að krakkarnir læri að finna hjá sér hvöt til þess að fá sér göngutúr eða fara út að hlaupa án mín þegar þau verða eldri. Með þessu vonast ég til að skila af mér hamingjusömum og heilbrigðum einstaklingum út í lífið. Hreyfum okkur saman Nú á nýju ári eru komin af stað tvö átaksverkefni sem tilvalið er að nýta sér til að komast í gang. Slöbbum saman er skemmtilegt og spennandi samstarfsverkefni sem UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið og Sýn hafa sett af stað og stendur það til 15. febrúar. Þetta verkefni snýst ekki um það hver hreyfir sig mest heldur er það hvatning til fólks um að bæta við sig hreyfingu. Til þess að eiga möguleika á skemmtilegum glaðningi þá getur þú skráð þig á visir.is/slobbumsaman eða merktu mynd með þér og ef til vill fjölskyldu þinni úr göngunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #slobbumsaman. Hitt verkefnið er Lífshlaupið, það er heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Skráning hófst í dag og hægt er að taka þátt sem einstaklingur, en einnig er í boði vinnustaðakeppni, framhaldsskólakeppni og grunnskólakeppni. Endilega tökum umræðuna um þetta við börnin okkar og vekjum áhuga. Gleymum ekki ömmu og afa Ömmur og afar, já og frændur og frænkur skipta líka miklu máli í uppeldi barna. Við skulum hvetja hvort annað og vera dugleg að bjóða krökkunum út að leika og kenna þeim hversu dásamlegt það er að hreyfa sig úti. Höfundur er sambandstjóri Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Foreldrahlutverkið er eitt það mest krefjandi hlutverk sem einstaklingur tekur að sér á lífsleiðinni. Við fáum í hendurnar einstakling sem treystir á okkur í einu og öllu, allt það sem við gerum endurspeglast í barninu. Við foreldrarnir erum helstu fyrirmyndir barnanna, því skiptir máli að börnin sjái og fái að taka þátt þegar við hreyfum okkur. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að hreyfa okkur, fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing. Ef við kennum börnunum okkar að skreppa út í göngutúr eða fara út að hlaupa þá erum við að kenna þeim mikilvægt undirstöðuatriði til heilbrigðs lífs til framtíðar. Börnin spegla sig í foreldrunum Þegar ég var lítil var mamma í gönguklúbb, ég var svo heppinn að fá að skottast með í styttri ferðum og kynnast þannig að ganga út í náttúrunni bæða til þess að njóta en einnig til heilsubóta. Nú sem þriggja barna móðir reyni ég að taka hlutverk mitt alvarlega, hvort sem er að bjóða krökkunum með mér í stuttar fjallgöngur, út að ganga eða hlaupa. Það er ótrúlegt hvað stuttar fætur geta komist langt með smá hvatningu og gleði. Á þessum ferðum, hvort sem þær eru stuttar eða langar náum við góðri stund saman sem ég vonast til með að styrkja samband okkar þegar börnin komast á unglingsár. En ekki bara það, von mín er að krakkarnir læri að finna hjá sér hvöt til þess að fá sér göngutúr eða fara út að hlaupa án mín þegar þau verða eldri. Með þessu vonast ég til að skila af mér hamingjusömum og heilbrigðum einstaklingum út í lífið. Hreyfum okkur saman Nú á nýju ári eru komin af stað tvö átaksverkefni sem tilvalið er að nýta sér til að komast í gang. Slöbbum saman er skemmtilegt og spennandi samstarfsverkefni sem UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið og Sýn hafa sett af stað og stendur það til 15. febrúar. Þetta verkefni snýst ekki um það hver hreyfir sig mest heldur er það hvatning til fólks um að bæta við sig hreyfingu. Til þess að eiga möguleika á skemmtilegum glaðningi þá getur þú skráð þig á visir.is/slobbumsaman eða merktu mynd með þér og ef til vill fjölskyldu þinni úr göngunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #slobbumsaman. Hitt verkefnið er Lífshlaupið, það er heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Skráning hófst í dag og hægt er að taka þátt sem einstaklingur, en einnig er í boði vinnustaðakeppni, framhaldsskólakeppni og grunnskólakeppni. Endilega tökum umræðuna um þetta við börnin okkar og vekjum áhuga. Gleymum ekki ömmu og afa Ömmur og afar, já og frændur og frænkur skipta líka miklu máli í uppeldi barna. Við skulum hvetja hvort annað og vera dugleg að bjóða krökkunum út að leika og kenna þeim hversu dásamlegt það er að hreyfa sig úti. Höfundur er sambandstjóri Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun