Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. janúar 2022 07:46 Hér má sjá tvö lögreglumannanna, Lane og Kueng, eftir að hafa fært Floyd í járn. Hann var handtekinn vegna gruns um að hafa greitt fyrir vörur í verslun með fölsuðum seðli. Court TV via AP Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. AP-fréttaveitan greinir frá því að 18 manna kviðdómur hefði verið valinn í síðustu viku. Hann mun svo hlýða á vitnaleiðslur og málflutning saksóknara og verjenda í máli lögreglumannanna þriggja, þeirra J. Kueng, Thomas Lane og Tou Thao. Öllum þremur er gefið að sök að hafa svipt Floyd borgaralegum réttindum sínum í krafti ríkisvalds síns. Í ákærum á hendur þeim segir að þeir hafi ekki útvegað Floyd viðeigandi læknishjálp. Kueng og Thao eru þá einnig ákærðir fyrir að hafa ekki stöðvað lögreglumanninn Derek Chauvin, sem drap Floyd með því að krjúpa á hálsi hans í níu og hálfa mínútu. Chauvin var dæmdur fyrir morðið á Floyd á síðasta ári og hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm. Chauvin, sem er hvítur, myrti Floyd, sem var svartur, þann 25. maí árið 2020 í borginni Minneapolis í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Vegfarendur tóku myndband af því þar sem Chauvin kraup á hálsi Floyd eftir að hafa handtekið hann. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um internetið, fékk hörð viðbrögð víða um heim og leiddi til fjöldamótmæla gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum sem sums staðar þróuðust út í óeirðir. Frá vinstri: J. Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao.Hennepin County Sheriff's Office via AP Verjendur muni velta sökinni á Chauvin Talið er að saksóknarar þurfi að sanna að lögreglumennirnir þrír hafi vísvitandi brotið á stjórnarskrárvörðum réttindum Floyds, á meðan líklegt sé að verjendur þremenninganna muni kenna Chauvin alfarið um morðið á Floyd. Lögmenn fjölskyldu Floyd hafa hins vegar sagt að myndbönd af morðinu sýni greinilega að lögreglumennirnir hafi „átt beinan þátt í andláti hans og ekki aðhafst til þess að koma í veg fyrir morðið.“ Líkt og áður sagði hafa 18 verið valdir í kviðdóm, en þar af eru sex varamenn. Kviðdóminum hefur verið tjáð að réttarhöldin gætu tekið fjórar vikur. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumennirnir muni sjálfir bera vitni í málinu. Þá segir AP-fréttaveitan einnig óljóst hvort Chauvin muni bera vitni, en það sé talið ólíklegt. Um er að ræða réttarhöld á alríkisstigi (e. federal trial), en í júní bíða lögreglumannanna önnur réttarhöld á ríkisstigi (e. state trial). Þar verður réttað yfir þeim fyrir hlutdeild í morðinu og fyrir manndráp. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að 18 manna kviðdómur hefði verið valinn í síðustu viku. Hann mun svo hlýða á vitnaleiðslur og málflutning saksóknara og verjenda í máli lögreglumannanna þriggja, þeirra J. Kueng, Thomas Lane og Tou Thao. Öllum þremur er gefið að sök að hafa svipt Floyd borgaralegum réttindum sínum í krafti ríkisvalds síns. Í ákærum á hendur þeim segir að þeir hafi ekki útvegað Floyd viðeigandi læknishjálp. Kueng og Thao eru þá einnig ákærðir fyrir að hafa ekki stöðvað lögreglumanninn Derek Chauvin, sem drap Floyd með því að krjúpa á hálsi hans í níu og hálfa mínútu. Chauvin var dæmdur fyrir morðið á Floyd á síðasta ári og hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm. Chauvin, sem er hvítur, myrti Floyd, sem var svartur, þann 25. maí árið 2020 í borginni Minneapolis í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Vegfarendur tóku myndband af því þar sem Chauvin kraup á hálsi Floyd eftir að hafa handtekið hann. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um internetið, fékk hörð viðbrögð víða um heim og leiddi til fjöldamótmæla gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum sem sums staðar þróuðust út í óeirðir. Frá vinstri: J. Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao.Hennepin County Sheriff's Office via AP Verjendur muni velta sökinni á Chauvin Talið er að saksóknarar þurfi að sanna að lögreglumennirnir þrír hafi vísvitandi brotið á stjórnarskrárvörðum réttindum Floyds, á meðan líklegt sé að verjendur þremenninganna muni kenna Chauvin alfarið um morðið á Floyd. Lögmenn fjölskyldu Floyd hafa hins vegar sagt að myndbönd af morðinu sýni greinilega að lögreglumennirnir hafi „átt beinan þátt í andláti hans og ekki aðhafst til þess að koma í veg fyrir morðið.“ Líkt og áður sagði hafa 18 verið valdir í kviðdóm, en þar af eru sex varamenn. Kviðdóminum hefur verið tjáð að réttarhöldin gætu tekið fjórar vikur. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumennirnir muni sjálfir bera vitni í málinu. Þá segir AP-fréttaveitan einnig óljóst hvort Chauvin muni bera vitni, en það sé talið ólíklegt. Um er að ræða réttarhöld á alríkisstigi (e. federal trial), en í júní bíða lögreglumannanna önnur réttarhöld á ríkisstigi (e. state trial). Þar verður réttað yfir þeim fyrir hlutdeild í morðinu og fyrir manndráp.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira