AP fréttaveitan segir marga hafa varið nóttinni í bílum sínum þar sem þeir sátu fastir á götum Istanbúl og aðrir hafi hreinlega skilið bíla sína eftir og gengið heim eða notast við almenningssamgöngur.
Borgarstjóri Istanbúl segir um fimm þúsund manns hafa verið bjargað úr föstum bílum í gær.
Almannavarnir Istanbúl (AKOM) segja að „íslensk“ lægð valdi þessari miklu ofankomu við Eyjahaf.
Motorways into Istanbul closed and flights cancelled owing to conditions described as Icelandic
— The National (@TheNationalNews) January 25, 2022
https://t.co/DjTk5TKExC
Samkvæmt frétt Hurriyet Daily News er talið að Istanbúl hafi síðast orðið fyrir sambærilegu veðri árið 1987. Þá hafi um fjórar milljónir búið þar en nú séu íbúar um tuttugu milljónir.
Fjölmargir yfirgefnir bíla komu niður á hreinsunarstarfi í nótt og í morgun og hafa eigendur verið hvattir til að sækja bílana ef þeir geta. Búist er við því að snjókoman haldi áfram fram á fimmtudag.
Einn þeirra sem sátu fastir í Istanbúl sagði í samtali við AP að hann hefði setið fastur í tólf klukkustundir. Enginn hefði getað hreyft sig og snjóplógar kæmust ekki einu sinni til þeirra. Hann sagðist þakklátur fyrir að vera með nægt eldsneyti og mat.
Flights to and from Istanbul Airport (IST) now and last Tuesday at 13:00 UTC. pic.twitter.com/PeoKgfIarx
— Flightradar24 (@flightradar24) January 25, 2022