Sérhagsmunagæsla VG fyrir stórútgerðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar 25. janúar 2022 17:31 Fyrsta verk sjávarútvegsráðherra VG í nýrri ríkisstjórn var reglugerðarbreyting um að skerða þorskveiðiheimildir til strandveiða næsta sumar um 1.500 tonn. Á Alþingi 25.01 2022 lagði ég fram þessa spurningu: „Mun hæstvirtur sjávarútvegsráðherra leiðrétta þann niðurskurð á þorskveiðiheimildum til strandveiða sem ráðherrann ákvað með reglugerðarbreytingu 23. desember og nam 1.500 tonnum?“ Í svörum sínum sínu réttlætti ráðherra ákvörðun sína með því að minna væri til skiptanna skv. veiðiráðgjöf. „Ég mun sem ráðherra sjávarútvegsmála ekki hvika frá því að fara að vísindalegri ráðgjöf um nýtingu fiskstofna.“ Staðreyndin er hins vegar sú að strandveiðar við Íslandsstrendur ógna alls ekki fiskstofnum, aflatölurnar eru einfaldlega það lágar. Ef við skoðum málefnaleg sjónarmið á bak við skerðingu strandveiða, ætti meðalhófið að segja okkur að þær ættu að vera frjálsar. Það er hrein firra að halda því fram að þessar lágu aflaheimildir ógni fiskstofnum. Að vísa í almenna skerðingu eða halda því fram að þessi 1.500 tonn muni bjarga fiskstofnum Íslands er bara hlægilegt. Hins vegar munar hinar dreifðu sjávarbyggðir Íslands mikið um þessa skerðingu, auk þess sem ráðherra, sem væri í raun annt um sjálfbærni, sæi sóma sinn í að taka umhverfissjónarmið inn í dæmið. Forgangsverkefni VG að þjarma að hinum smærri Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheimilda í strandveiðum er í hróplegu ósamræmi við stefnuskrá flokksins og hástemmd loforðin í kosningabaráttu Vinstri grænna sl. haust. Boðskapur VG í Norðvesturkjördæmi var þessi: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Ákvörðun ráðherrans er því hrein og klár svik við þá 1.900 kjósendur sem kusu VG kjördæminu, að stórum hluta vegna þessara loforða, og afhjúpa blekkingarleik VG. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhagmunagæslu stórútgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. Einbeittur vilji þeirra kemur glögglega fram í athugasemdum fulltrúa þeirra við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti). Þar segir: „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Þar á bæ er ekki litið á strandveiðar sem atvinnuveiðar og virðingin fyrir þeim engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Hræðslan við strandveiðarnar er með ólíkindum, og það er ekki af umhyggju SFS fyrir vernd fiskistofna. Sjálfbærustu veiðarnar Strandveiðar hafa reynst hinum dreifðu sjávarbyggðum dýrmætar. Þær valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Þær hafa líka verið tækifæri fyrir ungt fólk að hefja veiðar. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Íbúar sjávarbyggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða en ekki ómarktækum fagurgala rétt fyrir kosningar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Sjávarútvegur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Fyrsta verk sjávarútvegsráðherra VG í nýrri ríkisstjórn var reglugerðarbreyting um að skerða þorskveiðiheimildir til strandveiða næsta sumar um 1.500 tonn. Á Alþingi 25.01 2022 lagði ég fram þessa spurningu: „Mun hæstvirtur sjávarútvegsráðherra leiðrétta þann niðurskurð á þorskveiðiheimildum til strandveiða sem ráðherrann ákvað með reglugerðarbreytingu 23. desember og nam 1.500 tonnum?“ Í svörum sínum sínu réttlætti ráðherra ákvörðun sína með því að minna væri til skiptanna skv. veiðiráðgjöf. „Ég mun sem ráðherra sjávarútvegsmála ekki hvika frá því að fara að vísindalegri ráðgjöf um nýtingu fiskstofna.“ Staðreyndin er hins vegar sú að strandveiðar við Íslandsstrendur ógna alls ekki fiskstofnum, aflatölurnar eru einfaldlega það lágar. Ef við skoðum málefnaleg sjónarmið á bak við skerðingu strandveiða, ætti meðalhófið að segja okkur að þær ættu að vera frjálsar. Það er hrein firra að halda því fram að þessar lágu aflaheimildir ógni fiskstofnum. Að vísa í almenna skerðingu eða halda því fram að þessi 1.500 tonn muni bjarga fiskstofnum Íslands er bara hlægilegt. Hins vegar munar hinar dreifðu sjávarbyggðir Íslands mikið um þessa skerðingu, auk þess sem ráðherra, sem væri í raun annt um sjálfbærni, sæi sóma sinn í að taka umhverfissjónarmið inn í dæmið. Forgangsverkefni VG að þjarma að hinum smærri Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheimilda í strandveiðum er í hróplegu ósamræmi við stefnuskrá flokksins og hástemmd loforðin í kosningabaráttu Vinstri grænna sl. haust. Boðskapur VG í Norðvesturkjördæmi var þessi: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Ákvörðun ráðherrans er því hrein og klár svik við þá 1.900 kjósendur sem kusu VG kjördæminu, að stórum hluta vegna þessara loforða, og afhjúpa blekkingarleik VG. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhagmunagæslu stórútgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. Einbeittur vilji þeirra kemur glögglega fram í athugasemdum fulltrúa þeirra við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti). Þar segir: „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Þar á bæ er ekki litið á strandveiðar sem atvinnuveiðar og virðingin fyrir þeim engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Hræðslan við strandveiðarnar er með ólíkindum, og það er ekki af umhyggju SFS fyrir vernd fiskistofna. Sjálfbærustu veiðarnar Strandveiðar hafa reynst hinum dreifðu sjávarbyggðum dýrmætar. Þær valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Þær hafa líka verið tækifæri fyrir ungt fólk að hefja veiðar. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Íbúar sjávarbyggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða en ekki ómarktækum fagurgala rétt fyrir kosningar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun