Neyðaraðstoð til Tonga aukin eftir að flugvöllurinn var hreinsaður af ösku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 08:43 Afhending byrgða hefur aukist nú eftir að alþjóðaflugvöllurinn á Tonga var hreinsaður af ösku. EPA-EFE/LACW EMMA SCHWENKE Alþjóðaflugvöllurinn í Tonga hefur verið hreinsaður af ösku og verður það því auðveldara fyrir flugvélar að lenda á vellinum til þess að færa íbúum Tonga nauðsynjavörur eftir að neðansjávareldgos hófst í nágrenni við eyjarnar. Utanaðkomandi neyðaraðstoð hefur verið af skornum skammti frá því að eldgosið hófst á Tonga fyrir rúmri viku síðan. Alþjóðasamtök Rauða krossins og Rauða hálfmánans munu auka starfsemi sína á eyjunum, enda munu sjálfboðaliðar þeirra geta gert talsvert meira nú þegar flugvélar geta flutt allar nauðsynlegustu vörur á eyjarnar. Bandaríkin hyggjast auka framlag sitt til Tongverja um 2,5 milljónir banaríkjadala, eða um 325 milljónir króna. Þá kom bandaríska herskipið USS Sampson til Tonga í vikunni og mun hafa þar viðveru á næstu vikum til aðstoðar. Ástralir ætla sömuleiðis að veita Tongverjum fjárhagsaðstoð og aðstoða þá við að koma aftur rafmagni, net- og símasambandi á eyjarnar. Ástralskt herskip kom sömuleiðis til Tonga í dag. Einhverjar áhyggjur hafa verið uppi á Tonga að allir aðkomumennirnir, sem vilji hjálpa Tongverjum vegna eldgossins og flóðbylgjunnar sem fylgdi því, gætu borið með sér kórónuveiruna en enginn hefur greinst smitaður á eyjunum að undanförnu. Hjálparlið hefur því þurft að gangast undir kórónuveirupróf áður en þau hafa fengið að koma nálægt landi, og reyndust til að mynda nokkrir um borð í ástralska herskipinu smitaðir. Enginn Tongverji hefur þó greinst. Tonga Tengdar fréttir Tongverjar staðráðnir í að klára enduruppbyggingu Hjálparstarf á Tonga er að taka á sig mynd en ríkisstjórn eyjaklasans segir drykkjarvatn í forgangi. Vika er liðin frá því að stærðarinnar sprengigos olli miklum skemmdum á eyjunum svo minnst þrír dóu og tvö þorp þurrkuðust út. 22. janúar 2022 11:44 Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. 21. janúar 2022 11:27 Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Utanaðkomandi neyðaraðstoð hefur verið af skornum skammti frá því að eldgosið hófst á Tonga fyrir rúmri viku síðan. Alþjóðasamtök Rauða krossins og Rauða hálfmánans munu auka starfsemi sína á eyjunum, enda munu sjálfboðaliðar þeirra geta gert talsvert meira nú þegar flugvélar geta flutt allar nauðsynlegustu vörur á eyjarnar. Bandaríkin hyggjast auka framlag sitt til Tongverja um 2,5 milljónir banaríkjadala, eða um 325 milljónir króna. Þá kom bandaríska herskipið USS Sampson til Tonga í vikunni og mun hafa þar viðveru á næstu vikum til aðstoðar. Ástralir ætla sömuleiðis að veita Tongverjum fjárhagsaðstoð og aðstoða þá við að koma aftur rafmagni, net- og símasambandi á eyjarnar. Ástralskt herskip kom sömuleiðis til Tonga í dag. Einhverjar áhyggjur hafa verið uppi á Tonga að allir aðkomumennirnir, sem vilji hjálpa Tongverjum vegna eldgossins og flóðbylgjunnar sem fylgdi því, gætu borið með sér kórónuveiruna en enginn hefur greinst smitaður á eyjunum að undanförnu. Hjálparlið hefur því þurft að gangast undir kórónuveirupróf áður en þau hafa fengið að koma nálægt landi, og reyndust til að mynda nokkrir um borð í ástralska herskipinu smitaðir. Enginn Tongverji hefur þó greinst.
Tonga Tengdar fréttir Tongverjar staðráðnir í að klára enduruppbyggingu Hjálparstarf á Tonga er að taka á sig mynd en ríkisstjórn eyjaklasans segir drykkjarvatn í forgangi. Vika er liðin frá því að stærðarinnar sprengigos olli miklum skemmdum á eyjunum svo minnst þrír dóu og tvö þorp þurrkuðust út. 22. janúar 2022 11:44 Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. 21. janúar 2022 11:27 Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Tongverjar staðráðnir í að klára enduruppbyggingu Hjálparstarf á Tonga er að taka á sig mynd en ríkisstjórn eyjaklasans segir drykkjarvatn í forgangi. Vika er liðin frá því að stærðarinnar sprengigos olli miklum skemmdum á eyjunum svo minnst þrír dóu og tvö þorp þurrkuðust út. 22. janúar 2022 11:44
Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. 21. janúar 2022 11:27
Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05