Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2022 11:32 Eins og sjá má á myndinni lyfti maðurinn hendinni í átt að lögregluþjónum þegar hann var skotinn. Lögreglan hefur sagt að hann hafi ekki verið með byssu en ekki hefuer verið greint frá því á hverju maðurinn hélt. Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. Maðurinn sem var skotinn hét Landon Eastep og var 37 ára gamall. Hann sat á vegriði á hraðbraut í Nashville í gær þegar lögregluþjónn nálgaðist hann og bauð honum far. Lögreglan segir að Eastep hafi hrint lögregluþjóninum og tekið upp dúkahníf. Lögregluþjónar frá minnst þremur embættum fjölmenntu á vettvangi á meðan rætt var við Eastep og reynt að fá hann til að leggja frá sér hnífinn. Lögregluþjónarnir stóðu í hálfhring andspænis honum eftir um það bil hálftíma viðræður þegar Eastep tók eitthvað úr vasa sínum og beindi að lögregluþjónum. Washington Post hefur eftir Don Aaron, talsmanni lögreglunnar í Nashville, að lögregluþjónarnir hafi þurft að verja sig þar sem þeir vissu ekki hvort Eastep væri að beina byssu að þeim. Síðan þá hefur lögreglan sagt að Eastep hafi ekki verið með byssu en ekki hefur verið sagt hvað hann var með í hendinni. Fjölmiðlar ytra hafa birt myndband af atvikinu og lögreglan í Nashville hefur gert slíkt hið sama. Vert er að vara lesendur við myndböndunum en þau gætu vakið óhug. Að neðan er skjáskot úr einu myndbandanna. Atvikið er til rannsóknar.Youtube/Skjáskot Atvikið er, samkvæmt frétt Tennessean, til rannsóknar hjá Tennessee Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins. Blaðamaður Washington Post ræddi við mágkonu Eastep sem sagði fjölskylduna í áfalli. Hún sagði einnig að mágur sinn hefði verið skotinn að ástæðulausu. Hann hefði ekki átt skilið að deyja. Hér má sjá frétt NewsChannel5 frá Nashville þar sem meðal annars er rætt við Don Aaron um atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrír lögregluþjónar ákærðir fyrir að skjóta átta ára stúlku til bana Þrír lögregluþjónar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru ákærðir fyrir manndráp í vikunni. Það er vegna skothríðar þeirra fyrir utan leikvang framhaldsskóla í bænum Sharon Hill í ágúst þar sem átta ára stúlka varð fyrir skoti og dó. 21. janúar 2022 17:01 Drógu flugmann úr brakinu andartökum áður en lest keyrði yfir það Lögreglumönnum í Los Angeles í Bandaríkjunum tókst að bjarga flugmanni úr braki lítillar Cessnu-flugvélar sem hrapað hafði á lestarteina, örfáum sekúndum áður en að afvífandi lest keyrði yfir brakið á miklum hraða. 10. janúar 2022 13:01 Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28. desember 2021 15:15 Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. 23. júlí 2021 10:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Maðurinn sem var skotinn hét Landon Eastep og var 37 ára gamall. Hann sat á vegriði á hraðbraut í Nashville í gær þegar lögregluþjónn nálgaðist hann og bauð honum far. Lögreglan segir að Eastep hafi hrint lögregluþjóninum og tekið upp dúkahníf. Lögregluþjónar frá minnst þremur embættum fjölmenntu á vettvangi á meðan rætt var við Eastep og reynt að fá hann til að leggja frá sér hnífinn. Lögregluþjónarnir stóðu í hálfhring andspænis honum eftir um það bil hálftíma viðræður þegar Eastep tók eitthvað úr vasa sínum og beindi að lögregluþjónum. Washington Post hefur eftir Don Aaron, talsmanni lögreglunnar í Nashville, að lögregluþjónarnir hafi þurft að verja sig þar sem þeir vissu ekki hvort Eastep væri að beina byssu að þeim. Síðan þá hefur lögreglan sagt að Eastep hafi ekki verið með byssu en ekki hefur verið sagt hvað hann var með í hendinni. Fjölmiðlar ytra hafa birt myndband af atvikinu og lögreglan í Nashville hefur gert slíkt hið sama. Vert er að vara lesendur við myndböndunum en þau gætu vakið óhug. Að neðan er skjáskot úr einu myndbandanna. Atvikið er til rannsóknar.Youtube/Skjáskot Atvikið er, samkvæmt frétt Tennessean, til rannsóknar hjá Tennessee Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins. Blaðamaður Washington Post ræddi við mágkonu Eastep sem sagði fjölskylduna í áfalli. Hún sagði einnig að mágur sinn hefði verið skotinn að ástæðulausu. Hann hefði ekki átt skilið að deyja. Hér má sjá frétt NewsChannel5 frá Nashville þar sem meðal annars er rætt við Don Aaron um atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrír lögregluþjónar ákærðir fyrir að skjóta átta ára stúlku til bana Þrír lögregluþjónar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru ákærðir fyrir manndráp í vikunni. Það er vegna skothríðar þeirra fyrir utan leikvang framhaldsskóla í bænum Sharon Hill í ágúst þar sem átta ára stúlka varð fyrir skoti og dó. 21. janúar 2022 17:01 Drógu flugmann úr brakinu andartökum áður en lest keyrði yfir það Lögreglumönnum í Los Angeles í Bandaríkjunum tókst að bjarga flugmanni úr braki lítillar Cessnu-flugvélar sem hrapað hafði á lestarteina, örfáum sekúndum áður en að afvífandi lest keyrði yfir brakið á miklum hraða. 10. janúar 2022 13:01 Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28. desember 2021 15:15 Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. 23. júlí 2021 10:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Þrír lögregluþjónar ákærðir fyrir að skjóta átta ára stúlku til bana Þrír lögregluþjónar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru ákærðir fyrir manndráp í vikunni. Það er vegna skothríðar þeirra fyrir utan leikvang framhaldsskóla í bænum Sharon Hill í ágúst þar sem átta ára stúlka varð fyrir skoti og dó. 21. janúar 2022 17:01
Drógu flugmann úr brakinu andartökum áður en lest keyrði yfir það Lögreglumönnum í Los Angeles í Bandaríkjunum tókst að bjarga flugmanni úr braki lítillar Cessnu-flugvélar sem hrapað hafði á lestarteina, örfáum sekúndum áður en að afvífandi lest keyrði yfir brakið á miklum hraða. 10. janúar 2022 13:01
Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28. desember 2021 15:15
Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. 23. júlí 2021 10:59