Fjalla ítarlega um mál Nöru sem beit tungu eiginmannsins í sundur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 20:17 Nara Walker mætti mikilli samstöðu hér á landi eftir dómsuppkvaðningu. Stöð 2 Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega um mál Nöru Walker sem kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mál hennar er nú til meðferðar en hún var sakfelld hér á landi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu eiginmanns síns. Nara afplánaði dóm sinn í fangelsinu á Hólmsheiði en hún hlaut átján mánaða dóm fyrir árásina, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Hún sagðist fyrir dómi hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum, sem ítrekað hafi beitt hana ofbeldi. Nara hefur ávallt haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Dóminum var mótmælt harðlega hér á landi en um Nara safnaði meðal annars 43 þúsund undirskriftum sér til stuðnings. Þá mótmæltu ríflega þrjátíu manns á Hólmsheiði þegar Nara hélt til afplánunar. Nara hefur sagt frá upphafi máls að réttarkerfið hér á landi hafi brugðist. Mál hennar endurspegli brotalamir í íslensku réttarkerfi þegar kemur að málum sem snúa að heimilisofbeldi. Í ítarlegu viðtali Guardian lýsir Nara sinni upplifun hér á landi og bendir á að níu konur hafi nú kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna niðurfellingar mála hjá lögreglu. Málin sem látin voru niður falla vörðuðu kynferðisbrot og heimilsofbeldi. Nara segir í viðtalinu að dagarnir í fangelsinu hafi verið einmanalegir. Hún hafi málað sér til dundurs en annars ímyndað sér að hún væri einhvers staðar allt annars staðar. Nara sat inni í fangelsi í einn mánuð en fékk að afplána síðustu tvo utan fangelsis. Eftir afplánunina tók við barátta um landvistarleyfi en hún býr nú í heimalandi sínu, Ástralíu. Hún segist nú reyna að nýta áfallið í listsköpun sína sem einhvers konar innblástur; að eitthvað gott komi úr erfiðri reynslu. Ljósið við enda ganganna geti verið dómur henni í vil hjá Mannréttindadómstólnum. Málið verður líklega tekið fyrir á þessu ári en dómstólinn samþykkti að taka málið til meðferðar í júlí í fyrra. „Sumir dagar eru góðir og þá líður mér ótrúlega vel. En sumir dagar eru alveg hörmulegir og þá líður mér eins og það sé enginn tilgangur. Þegar mér líður þannig þá minni ég mig á það að ég mun klára þetta. Þetta mál mun taka enda,“ segir Nara við Guardian. Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35 Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 21. júlí 2021 08:26 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Nara afplánaði dóm sinn í fangelsinu á Hólmsheiði en hún hlaut átján mánaða dóm fyrir árásina, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Hún sagðist fyrir dómi hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum, sem ítrekað hafi beitt hana ofbeldi. Nara hefur ávallt haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Dóminum var mótmælt harðlega hér á landi en um Nara safnaði meðal annars 43 þúsund undirskriftum sér til stuðnings. Þá mótmæltu ríflega þrjátíu manns á Hólmsheiði þegar Nara hélt til afplánunar. Nara hefur sagt frá upphafi máls að réttarkerfið hér á landi hafi brugðist. Mál hennar endurspegli brotalamir í íslensku réttarkerfi þegar kemur að málum sem snúa að heimilisofbeldi. Í ítarlegu viðtali Guardian lýsir Nara sinni upplifun hér á landi og bendir á að níu konur hafi nú kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna niðurfellingar mála hjá lögreglu. Málin sem látin voru niður falla vörðuðu kynferðisbrot og heimilsofbeldi. Nara segir í viðtalinu að dagarnir í fangelsinu hafi verið einmanalegir. Hún hafi málað sér til dundurs en annars ímyndað sér að hún væri einhvers staðar allt annars staðar. Nara sat inni í fangelsi í einn mánuð en fékk að afplána síðustu tvo utan fangelsis. Eftir afplánunina tók við barátta um landvistarleyfi en hún býr nú í heimalandi sínu, Ástralíu. Hún segist nú reyna að nýta áfallið í listsköpun sína sem einhvers konar innblástur; að eitthvað gott komi úr erfiðri reynslu. Ljósið við enda ganganna geti verið dómur henni í vil hjá Mannréttindadómstólnum. Málið verður líklega tekið fyrir á þessu ári en dómstólinn samþykkti að taka málið til meðferðar í júlí í fyrra. „Sumir dagar eru góðir og þá líður mér ótrúlega vel. En sumir dagar eru alveg hörmulegir og þá líður mér eins og það sé enginn tilgangur. Þegar mér líður þannig þá minni ég mig á það að ég mun klára þetta. Þetta mál mun taka enda,“ segir Nara við Guardian.
Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35 Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 21. júlí 2021 08:26 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35
Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 21. júlí 2021 08:26
Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13