Einn sviptur valdi sínu sem lögga eftir skothríðina í Nasvhille Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2022 10:58 Minnst níu lögregluþjónar skutu Landon Easton til bana þegar hann þóttist taka byssu úr vasa sínum. Í um hálftíma höfðu fjölmargir lögregluþjónar reynt að fá hann til að leggja frá sér dúkahníf. AP/Lögreglan í Nashville Forsvarsmenn lögreglunnar í Nashville í Bandaríkjunum hafa svipt einn lögregluþjón valdi eftir atvik þar sem fjölmargir lögregluþjónar skutu mann sem vopnaður var dúkahníf. Umræddur lögregluþjónn skaut síðustu skotunum, eftir að aðrir lögregluþjónar hættu að skjóta. Í síðustu viku skutu minnst níu lögregluþjónar hinn 37 ára gamla Landon Eastep til bana. Hann var vopnaður dúkahnífi. Um hálftíma áður hafði lögregluþjónn nálgast hann þar sem Eastep sat við hraðbraut í Nasvhille og boðið honum aðstoð. Þegar Eastep var skotinn þóttist hann vera að taka upp byssu úr vasa sínum en hann reyndist einungis vera með dúkahnífinn. Minnst níu lögregluþjónar skutu þó Eastep. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan voru margir lögregluþjónar á vettvangi. Einn þeirra, Bryan Murphy, stóð til hliðar vopnaður riffli. Eftir að aðrir lögregluþjónar hættu að skjóta, skaut Murphy tveimur skotum að Eston með rifflinum. Í frétt Tennessean segir að Murphy hafi verið sviptur valdi sínu sem lögregluþjónn. Það sé gert á meðan rannsókn fari fram á athæfi hans. Það er ákveðið ferli vestanhafs sem felur í sér að hann starfar enn innan lögreglunnar en hefur ekki það umboð sem lögregluþjónar hafa. Það felur í sér að hann er enn í vinnu hjá lögreglunni en má ekki stöðva fólk, handtaka það eða rannsaka glæpi. Lögreglan í Nashville birti myndband úr vestismyndavél eins lögregluþjóns. Hægt er að sjá myndbandið í gegnum tístið hér að neðan en vert er að vara við því að það gæti vakið óhug lesenda. Thursday's police shooting on I-65 north between the Old Hickory Blvd & Harding Pl exits involved officers from the MNPD, Tennessee Highway Patrol & Mt. Juliet Police. More detail here: https://t.co/G7jdt18NBr— Metro Nashville PD (@MNPDNashville) January 28, 2022 Joy Kim brough, lögmaður fjölskyldu Eastep, segir Eastep hafi lenti í aftöku. Hann hafi ekki verið að angra neinn. Þá sagði hún að Eastep hefði átt að fá aðstoð heilbrigðisstarfsmanna og ekki vera skotinn þrjátíu sinnum. Ég held að þeir hefðu átt að reyna að útvega honum aðstoð. Þeir hefðu ekki átt að standa þarna með byssur á lofti, tilbúnir að skjóta, fengju þeir tækifæri til,“ sagði hún á blaðamannafundi um helgina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir einnig frá því að John Drake, yfirmaður lögreglunnar í Nashville, ætli að láta skoða viðbrögð lögreglunnar í þessu tilfelli og kanna hvort breyta þurfi starfsreglum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Í síðustu viku skutu minnst níu lögregluþjónar hinn 37 ára gamla Landon Eastep til bana. Hann var vopnaður dúkahnífi. Um hálftíma áður hafði lögregluþjónn nálgast hann þar sem Eastep sat við hraðbraut í Nasvhille og boðið honum aðstoð. Þegar Eastep var skotinn þóttist hann vera að taka upp byssu úr vasa sínum en hann reyndist einungis vera með dúkahnífinn. Minnst níu lögregluþjónar skutu þó Eastep. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan voru margir lögregluþjónar á vettvangi. Einn þeirra, Bryan Murphy, stóð til hliðar vopnaður riffli. Eftir að aðrir lögregluþjónar hættu að skjóta, skaut Murphy tveimur skotum að Eston með rifflinum. Í frétt Tennessean segir að Murphy hafi verið sviptur valdi sínu sem lögregluþjónn. Það sé gert á meðan rannsókn fari fram á athæfi hans. Það er ákveðið ferli vestanhafs sem felur í sér að hann starfar enn innan lögreglunnar en hefur ekki það umboð sem lögregluþjónar hafa. Það felur í sér að hann er enn í vinnu hjá lögreglunni en má ekki stöðva fólk, handtaka það eða rannsaka glæpi. Lögreglan í Nashville birti myndband úr vestismyndavél eins lögregluþjóns. Hægt er að sjá myndbandið í gegnum tístið hér að neðan en vert er að vara við því að það gæti vakið óhug lesenda. Thursday's police shooting on I-65 north between the Old Hickory Blvd & Harding Pl exits involved officers from the MNPD, Tennessee Highway Patrol & Mt. Juliet Police. More detail here: https://t.co/G7jdt18NBr— Metro Nashville PD (@MNPDNashville) January 28, 2022 Joy Kim brough, lögmaður fjölskyldu Eastep, segir Eastep hafi lenti í aftöku. Hann hafi ekki verið að angra neinn. Þá sagði hún að Eastep hefði átt að fá aðstoð heilbrigðisstarfsmanna og ekki vera skotinn þrjátíu sinnum. Ég held að þeir hefðu átt að reyna að útvega honum aðstoð. Þeir hefðu ekki átt að standa þarna með byssur á lofti, tilbúnir að skjóta, fengju þeir tækifæri til,“ sagði hún á blaðamannafundi um helgina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir einnig frá því að John Drake, yfirmaður lögreglunnar í Nashville, ætli að láta skoða viðbrögð lögreglunnar í þessu tilfelli og kanna hvort breyta þurfi starfsreglum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira