Gary Trent yngri skilar stórstjörnutölum í hverjum leik í NBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 07:30 Gary Trent Jr. er að spila frábærlega með liði Toronto Raptors þessa daganna. AP/Lynne Sladky Skotbakvörðurinn Gary Trent Jr. er ekki frægasta nafnið í NBA-deildinni í körfubolta en það gæti breyst fljótt með sama áframhaldi. Strákurinn átti enn einn stórleikinn með Toronto Raptors í nótt. Gary Trent Jr. skoraði 33 stig og Pascal Siakam var með 16 stig og 14 fráköst þegar Toronto vann 110-106 sigur á Miami Heat. Þetta var fimmti þrjátíu stiga leikur Trent í röð en með því jafnaði hann félagsmet Toronto Raptors. 33 points, 6 threes for Gary Trent Jr. 2-point game on NBA League Pass with under 4:00 to play: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/hpDDjSsHcE— NBA (@NBA) February 2, 2022 Toronto liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð en þetta var líka annar sigur liðsins á Miami á stuttum tíma eftir sigur á Heat í þríframlengdum leik um helgina. Fred VanVleet skoraði 21 stig fyrir Toronto en Bam Adebayo var með 32 stig og 11 fráköst hjá Miami og Jimmy Butler bætti við 16 stigum og 12 stoðsendingum í þessu þriðja tapi Heat liðsins í röð. „Hann er fullur sjálfstrausts og það er mjög erfitt að verjast honum þessa dagana,“ sagði Nick Nurse, þjálfari Toronto um skotbakvörðinn. Trent hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Trent yngri er aðeins 23 ára gamall og kom til Toronto Raptors á sínum tíma í leikmannaskiptum við Portland Trail Blazers. Hann fann sig strax vel hjá Toronto en hefur tekið næsta skref í vetur. „Ég held að við séum fyrst að sjá hver hann er á þessu tímabili. Við sjáum meira af persónuleika hans. Hann talar meira, er að stíga fram sem leiðtogi og kemur með þetta keppnisskap sitt á báðum endum vallarins,“ sagði Fred VanVleet um Trent. DEVIN BOOKER IS IN THE ZONE.He's got 35.Get to TNT now! pic.twitter.com/4kLEremcXZ— NBA (@NBA) February 2, 2022 Devin Booker og Chris Paul voru báðir frábærir þegar Phoenix Suns vann 121-111 sigur á Brooklyn Nets en besta lið deildarinnar vann þarna sinn ellefta sigurleik í röð. Booker skoraði 35 stig og Paul bætti við 20 stigum og 14 stoðsendingum. Mikal Bridges var síðan með 27 stig. 12 dimes for Paul.25 points for Bridges.@Suns up 9 midway through the 4Q on TNT pic.twitter.com/cO48te4QBl— NBA (@NBA) February 2, 2022 Kyrie Irving og James Harden voru í aðalhlutverki hjá Brooklyn liðinu en komu ekki í veg fyrir fimmta tapleikinn í röð. Harden hafði missti af síðustu tveimur leikjum en var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Irving, sem gat spilað af því að Nets var á útivelli, skoraði 26 stig . Kevin Durant er enn frá vegna meiðsla og það gengur mjög illa hjá Nets að spila þeim öllum þremur saman. 27, 12 and 9 for Giannis.10-2 @Bucks run.6 minutes left TNT pic.twitter.com/waa6i2RIun— NBA (@NBA) February 2, 2022 Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu þegar Milwaukee Bucks vann 112-98 sigur á Washington Wizards en hann var með 33 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar en meistararnir rifu sig upp eftir stóran skell á móti Denver í leiknum á undan. What a hustle sequence to set up Jordan Poole's go-ahead three!@warriors 122@spurs 12017 seconds left, SAS ball: https://t.co/ksZ27WgfCO pic.twitter.com/TXu6ETxHBd— NBA (@NBA) February 2, 2022 Golden State Warriors þurfti ekki stjörnurnar þegar liðið vann 124-120 útisigur á San Antonio Spurs. Þetta var sjöundi sigurleikur liðsins í röð og það þrátt fyrir að stjörnuleikmennirnir Stephen Curry, Klay Thompson, Draymond Green og Andrew Wiggins hafi allir verið fjarverandi. Jordan Poole skoraði 31 stig þar á meðal þriggja stiga körfuna undir lokin sem Golden State yfir þegar 17,9 sekúndur voru eftir. Damion Lee skoraði 21 stig og Moses Moody var með 20 stig en Dejounte Murray var í aðalhlutverki hjá Spurs með 27 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: San Antonio Spurs - Golden State Warriors 120-124 Toronto Raptors - Miami Heat 110-106 Phoenix Suns - Brooklyn Nets 121-111 Chicago Bulls - Orlando Magic 126-115 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 130-115 Detroit Pistons - New Orleans Pelicans 101-111 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 112-98 NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Gary Trent Jr. skoraði 33 stig og Pascal Siakam var með 16 stig og 14 fráköst þegar Toronto vann 110-106 sigur á Miami Heat. Þetta var fimmti þrjátíu stiga leikur Trent í röð en með því jafnaði hann félagsmet Toronto Raptors. 33 points, 6 threes for Gary Trent Jr. 2-point game on NBA League Pass with under 4:00 to play: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/hpDDjSsHcE— NBA (@NBA) February 2, 2022 Toronto liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð en þetta var líka annar sigur liðsins á Miami á stuttum tíma eftir sigur á Heat í þríframlengdum leik um helgina. Fred VanVleet skoraði 21 stig fyrir Toronto en Bam Adebayo var með 32 stig og 11 fráköst hjá Miami og Jimmy Butler bætti við 16 stigum og 12 stoðsendingum í þessu þriðja tapi Heat liðsins í röð. „Hann er fullur sjálfstrausts og það er mjög erfitt að verjast honum þessa dagana,“ sagði Nick Nurse, þjálfari Toronto um skotbakvörðinn. Trent hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Trent yngri er aðeins 23 ára gamall og kom til Toronto Raptors á sínum tíma í leikmannaskiptum við Portland Trail Blazers. Hann fann sig strax vel hjá Toronto en hefur tekið næsta skref í vetur. „Ég held að við séum fyrst að sjá hver hann er á þessu tímabili. Við sjáum meira af persónuleika hans. Hann talar meira, er að stíga fram sem leiðtogi og kemur með þetta keppnisskap sitt á báðum endum vallarins,“ sagði Fred VanVleet um Trent. DEVIN BOOKER IS IN THE ZONE.He's got 35.Get to TNT now! pic.twitter.com/4kLEremcXZ— NBA (@NBA) February 2, 2022 Devin Booker og Chris Paul voru báðir frábærir þegar Phoenix Suns vann 121-111 sigur á Brooklyn Nets en besta lið deildarinnar vann þarna sinn ellefta sigurleik í röð. Booker skoraði 35 stig og Paul bætti við 20 stigum og 14 stoðsendingum. Mikal Bridges var síðan með 27 stig. 12 dimes for Paul.25 points for Bridges.@Suns up 9 midway through the 4Q on TNT pic.twitter.com/cO48te4QBl— NBA (@NBA) February 2, 2022 Kyrie Irving og James Harden voru í aðalhlutverki hjá Brooklyn liðinu en komu ekki í veg fyrir fimmta tapleikinn í röð. Harden hafði missti af síðustu tveimur leikjum en var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Irving, sem gat spilað af því að Nets var á útivelli, skoraði 26 stig . Kevin Durant er enn frá vegna meiðsla og það gengur mjög illa hjá Nets að spila þeim öllum þremur saman. 27, 12 and 9 for Giannis.10-2 @Bucks run.6 minutes left TNT pic.twitter.com/waa6i2RIun— NBA (@NBA) February 2, 2022 Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu þegar Milwaukee Bucks vann 112-98 sigur á Washington Wizards en hann var með 33 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar en meistararnir rifu sig upp eftir stóran skell á móti Denver í leiknum á undan. What a hustle sequence to set up Jordan Poole's go-ahead three!@warriors 122@spurs 12017 seconds left, SAS ball: https://t.co/ksZ27WgfCO pic.twitter.com/TXu6ETxHBd— NBA (@NBA) February 2, 2022 Golden State Warriors þurfti ekki stjörnurnar þegar liðið vann 124-120 útisigur á San Antonio Spurs. Þetta var sjöundi sigurleikur liðsins í röð og það þrátt fyrir að stjörnuleikmennirnir Stephen Curry, Klay Thompson, Draymond Green og Andrew Wiggins hafi allir verið fjarverandi. Jordan Poole skoraði 31 stig þar á meðal þriggja stiga körfuna undir lokin sem Golden State yfir þegar 17,9 sekúndur voru eftir. Damion Lee skoraði 21 stig og Moses Moody var með 20 stig en Dejounte Murray var í aðalhlutverki hjá Spurs með 27 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: San Antonio Spurs - Golden State Warriors 120-124 Toronto Raptors - Miami Heat 110-106 Phoenix Suns - Brooklyn Nets 121-111 Chicago Bulls - Orlando Magic 126-115 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 130-115 Detroit Pistons - New Orleans Pelicans 101-111 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 112-98
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: San Antonio Spurs - Golden State Warriors 120-124 Toronto Raptors - Miami Heat 110-106 Phoenix Suns - Brooklyn Nets 121-111 Chicago Bulls - Orlando Magic 126-115 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 130-115 Detroit Pistons - New Orleans Pelicans 101-111 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 112-98
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira