Börnin í borginni okkar Guðný Maja Riba skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Hvernig sköpum við samfélag þar sem öll börn sitja við sama borð? Fátækt hefur varanleg áhrif á börn. Fátækt hefur áhrif á þroska, skerðir lífsgæði, bjagar sjálfsmynd og skaðar framtíðarmöguleika barna. Fátækt birtist í ýmsum myndum. Matur, föt og aðrar grunnþarfir geta verið af skornum skammti, en einnig hrós, hvatning og aðhald. Við getum sem samfélag hlaupið í skarðið og bætt börnum upp þennan skort. Góður kennari, nágranni, vinur og frístundaleiðbeinandi getur haft meiriháttar áhrif á heilt líf. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað vinir, nágrannar og kennarar geta gert. Þess vegna höfum við opinber kerfi, og þess vegna tek ég þátt í stjórnmálum. Samfélagsinnviðir eins og skólar og leikskólar, frístundamiðstöðvar, heilsugæsla og barnavernd eiga að tryggja jafnræði. Að öllum börnum sé sinnt í samræmi við þarfir þeirra en ekki fjárráð, völd eða tengsl foreldranna. Við eigum að gera allt sem við getum til að öll börn fái sömu tækifæri. Við eigum að hækka frístundastyrki, lækka gjald fyrir skólamáltíðir og helst afnema það og hækka barnabætur verulega. Við eigum að vinna markvisst að því að jafna tækifæri allra barna í borginni okkar. Við jafnaðarfólk erum þessa dagana að undirbúa val á þeim okkar sem eiga að vinna fyrir reykvískan almenning í borgarstjórninni. Mér finnst brýnt að næsti framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík sýni endurnýjun, breidd og reynslu. Ég stend fyrir allt þetta þrennt. Ég veit að ég á eftir að vera öflug á vettvangi borgarstjórnmálanna. Ég hef víðtæka reynslu af stjórnarsetu og sit meðal annars í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Ég er úrræðagóð og ófeimin við að taka frumkvæði. Ég er sjálfstæð og sterkur leiðtogi. Ég þekki aðstæður barnafjölskyldna vel, bæði vegna minna starfa en einnig af eigin reynslu og tel mig geta lagt mitt af mörkum í velferðarmálum og mennta- og skólamálum í borginni okkar. Ég er fjölbreytnin í borgarstjórn – reynsla og hugsjón alla leið. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna að þeim málefnum sem varða börn og borgarbúa og til að halda áfram að byggja upp fyrirmyndarborg. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Samfylkingin Skóla- og menntamál Guðný Maja Riba Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Hvernig sköpum við samfélag þar sem öll börn sitja við sama borð? Fátækt hefur varanleg áhrif á börn. Fátækt hefur áhrif á þroska, skerðir lífsgæði, bjagar sjálfsmynd og skaðar framtíðarmöguleika barna. Fátækt birtist í ýmsum myndum. Matur, föt og aðrar grunnþarfir geta verið af skornum skammti, en einnig hrós, hvatning og aðhald. Við getum sem samfélag hlaupið í skarðið og bætt börnum upp þennan skort. Góður kennari, nágranni, vinur og frístundaleiðbeinandi getur haft meiriháttar áhrif á heilt líf. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað vinir, nágrannar og kennarar geta gert. Þess vegna höfum við opinber kerfi, og þess vegna tek ég þátt í stjórnmálum. Samfélagsinnviðir eins og skólar og leikskólar, frístundamiðstöðvar, heilsugæsla og barnavernd eiga að tryggja jafnræði. Að öllum börnum sé sinnt í samræmi við þarfir þeirra en ekki fjárráð, völd eða tengsl foreldranna. Við eigum að gera allt sem við getum til að öll börn fái sömu tækifæri. Við eigum að hækka frístundastyrki, lækka gjald fyrir skólamáltíðir og helst afnema það og hækka barnabætur verulega. Við eigum að vinna markvisst að því að jafna tækifæri allra barna í borginni okkar. Við jafnaðarfólk erum þessa dagana að undirbúa val á þeim okkar sem eiga að vinna fyrir reykvískan almenning í borgarstjórninni. Mér finnst brýnt að næsti framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík sýni endurnýjun, breidd og reynslu. Ég stend fyrir allt þetta þrennt. Ég veit að ég á eftir að vera öflug á vettvangi borgarstjórnmálanna. Ég hef víðtæka reynslu af stjórnarsetu og sit meðal annars í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Ég er úrræðagóð og ófeimin við að taka frumkvæði. Ég er sjálfstæð og sterkur leiðtogi. Ég þekki aðstæður barnafjölskyldna vel, bæði vegna minna starfa en einnig af eigin reynslu og tel mig geta lagt mitt af mörkum í velferðarmálum og mennta- og skólamálum í borginni okkar. Ég er fjölbreytnin í borgarstjórn – reynsla og hugsjón alla leið. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna að þeim málefnum sem varða börn og borgarbúa og til að halda áfram að byggja upp fyrirmyndarborg. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar