Er ríkið að brjóta sín eigin lög á kostnað barna? Elvar Snær Kristjánsson skrifar 11. febrúar 2022 13:01 Samkvæmt Vísindavefnum var fyrsta eiginlega Internettengingin á Íslandi árið 1989. Sjö árum seinna, nánar tiltekið 4. mars 1996, gerðu ríki og sveitarfélög samkomulag sín á milli um að sveitarfélög tækju við rekstri á grunnskólum landsins. Í samkomulaginu voru gerðar ýmsar breytingar á tekjustofnun sveitarfélaganna s.s. hækkun hámarksútsvars til að koma til móts við aukin útgjöld. Ég ætla ekki að fara nánar út í þær útfærslur hér. Þá hélt ríkið öllum námsgagnahluta, þ.e.a.s. þróun, framleiðslu og dreifingu námsgagna, hjá sér og árið 2007 tóku gildi lög um námsgögn (nr. 71/2007). Í fyrstu grein þessara laga segir: „Markmið laga þessara er að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.“ Í lögunum er einnig kveðið á um hlutverk Námsgagnastofnunnar sem „er að leggja grunnskólum til námsgögn í samræmi við meginmarkmið náms og kennslu á grunnskólastigi samkvæmt grunnskólalögum og aðalnámskrá.“ Í þriðja kafla laganna er fjallað um hlutverk Námsgagnasjóðs en það er að „leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa í því augnamiði að tryggja val þeirra um námsgögn.“ Ég tel ekki líklegt að marga hafi órað fyrir áhrifum komu Internetsins árið 1989 né sjö árum seinna þegar samkomulagið árið 1996 var gert. Í dag dylst hins vegar ekki nokkrum manni mikilvægi Internetsins, tölvu- og tækjabúnaðar, smáforrita og spjaldtölva sem nýtast til kennslu í grunnskólum landsins. Eðli málsins samkvæmt eru um nokkurn kostnað að ræða í kringum þessa þróun. Fyrst ber að nefna búnaðinn sjálfan, þ.e. tölvur, snjalltöflur (smartboard), spjaldtölvur, netinnviði í skólum o.fl. Þá þarf ýmis fjölbreytt forrit í búnaðinn og síðan en ekki síst þarf að fræða og þjálfa starfsfólk til að geta nýtt sér þann búnað og forrit sem í boði er. Þessi kostnaður er tiltölulega stöðugur þar sem sífellt þarf að endurnýja búnað, kaupa áskriftir af forritum, kaupa ný forrit auk þess sem fræðsla starfsfólks þarf að vera stöðug. Samkvæmt úthlutunarreglum Námsgagnasjóðs (nr. 899/2016) er skólum óheimilt að verja fjármunum úr sjóðnum til kaupa á búnaði eða tækjum og þar með þurfa þeir að nota sitt eigið rekstrafé frá sínu sveitarfélagi til þess. Námsgagnastofnun hefur í auknum mæli sett námsefni á vefinn nams.is og þar með færist framleiðslukostnaður að hluta yfir á skólana þar sem þeir þurfa annað hvort að kaupa búnað til að hafa aðgengi því námsefni og/eða prenta það út. Þegar sveitarfélög gera sínar fjárhagsáætlanir reyna þau að haga sinni áætlun með þeim hætti að skólar geti fylgt þessari þróun sem best eftir. Þar með fer hlutur sveitarfélaga í námsgagnakostnaði sífellt stækkandi. Það er því nokkuð augljóst að hægt og sígandi hefur námsgagnakostnaður færst í auknum mæli frá ríki yfir á sveitarfélög og velti ég fyrir mér hvort ríki sé að draga lappirnar er kemur að þróun námsgagna og sé ekki að framfylgja eigin lögum um námsgögn (nr. 71/2007). Af þessu leiðir að skólar eru að einhverju leyti sveltir til að sinna þeirri þróun sem er á námsgögnum þar sem sveitarfélög eru misvel í stakk búin til að standa undir þessum aukna kostnaði sem ríkinu ber samkvæmt lögum að sjá um. Slíkt fjársvelti bitnar á skólastjórum í eilífri baráttu sinni fyrir auknu fjármagni fyrir sinn skóla auk þess sem það bitnar á kennurum sem fá ekki alltaf réttu verkfærin til að sinna vinnu sinni á sem bestan máta en þegar að öllu er á botninn hvolft bitnar þetta auðvitað á endanum mest á börnunum okkar. Það bitnar á þeim í færri tækifærum og fjölbreytni til náms og þó að pirraður kennari að slást við að tengjast prentarum með gömlu úreltu tölvunni sinni getur verið kómískt er lítið gagn í honum þá stundina. Höfundur er formaður fjölskylduráðs Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Skóla - og menntamál Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Vísindavefnum var fyrsta eiginlega Internettengingin á Íslandi árið 1989. Sjö árum seinna, nánar tiltekið 4. mars 1996, gerðu ríki og sveitarfélög samkomulag sín á milli um að sveitarfélög tækju við rekstri á grunnskólum landsins. Í samkomulaginu voru gerðar ýmsar breytingar á tekjustofnun sveitarfélaganna s.s. hækkun hámarksútsvars til að koma til móts við aukin útgjöld. Ég ætla ekki að fara nánar út í þær útfærslur hér. Þá hélt ríkið öllum námsgagnahluta, þ.e.a.s. þróun, framleiðslu og dreifingu námsgagna, hjá sér og árið 2007 tóku gildi lög um námsgögn (nr. 71/2007). Í fyrstu grein þessara laga segir: „Markmið laga þessara er að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.“ Í lögunum er einnig kveðið á um hlutverk Námsgagnastofnunnar sem „er að leggja grunnskólum til námsgögn í samræmi við meginmarkmið náms og kennslu á grunnskólastigi samkvæmt grunnskólalögum og aðalnámskrá.“ Í þriðja kafla laganna er fjallað um hlutverk Námsgagnasjóðs en það er að „leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa í því augnamiði að tryggja val þeirra um námsgögn.“ Ég tel ekki líklegt að marga hafi órað fyrir áhrifum komu Internetsins árið 1989 né sjö árum seinna þegar samkomulagið árið 1996 var gert. Í dag dylst hins vegar ekki nokkrum manni mikilvægi Internetsins, tölvu- og tækjabúnaðar, smáforrita og spjaldtölva sem nýtast til kennslu í grunnskólum landsins. Eðli málsins samkvæmt eru um nokkurn kostnað að ræða í kringum þessa þróun. Fyrst ber að nefna búnaðinn sjálfan, þ.e. tölvur, snjalltöflur (smartboard), spjaldtölvur, netinnviði í skólum o.fl. Þá þarf ýmis fjölbreytt forrit í búnaðinn og síðan en ekki síst þarf að fræða og þjálfa starfsfólk til að geta nýtt sér þann búnað og forrit sem í boði er. Þessi kostnaður er tiltölulega stöðugur þar sem sífellt þarf að endurnýja búnað, kaupa áskriftir af forritum, kaupa ný forrit auk þess sem fræðsla starfsfólks þarf að vera stöðug. Samkvæmt úthlutunarreglum Námsgagnasjóðs (nr. 899/2016) er skólum óheimilt að verja fjármunum úr sjóðnum til kaupa á búnaði eða tækjum og þar með þurfa þeir að nota sitt eigið rekstrafé frá sínu sveitarfélagi til þess. Námsgagnastofnun hefur í auknum mæli sett námsefni á vefinn nams.is og þar með færist framleiðslukostnaður að hluta yfir á skólana þar sem þeir þurfa annað hvort að kaupa búnað til að hafa aðgengi því námsefni og/eða prenta það út. Þegar sveitarfélög gera sínar fjárhagsáætlanir reyna þau að haga sinni áætlun með þeim hætti að skólar geti fylgt þessari þróun sem best eftir. Þar með fer hlutur sveitarfélaga í námsgagnakostnaði sífellt stækkandi. Það er því nokkuð augljóst að hægt og sígandi hefur námsgagnakostnaður færst í auknum mæli frá ríki yfir á sveitarfélög og velti ég fyrir mér hvort ríki sé að draga lappirnar er kemur að þróun námsgagna og sé ekki að framfylgja eigin lögum um námsgögn (nr. 71/2007). Af þessu leiðir að skólar eru að einhverju leyti sveltir til að sinna þeirri þróun sem er á námsgögnum þar sem sveitarfélög eru misvel í stakk búin til að standa undir þessum aukna kostnaði sem ríkinu ber samkvæmt lögum að sjá um. Slíkt fjársvelti bitnar á skólastjórum í eilífri baráttu sinni fyrir auknu fjármagni fyrir sinn skóla auk þess sem það bitnar á kennurum sem fá ekki alltaf réttu verkfærin til að sinna vinnu sinni á sem bestan máta en þegar að öllu er á botninn hvolft bitnar þetta auðvitað á endanum mest á börnunum okkar. Það bitnar á þeim í færri tækifærum og fjölbreytni til náms og þó að pirraður kennari að slást við að tengjast prentarum með gömlu úreltu tölvunni sinni getur verið kómískt er lítið gagn í honum þá stundina. Höfundur er formaður fjölskylduráðs Múlaþings.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun