Úrskurðaður í farbann eftir nauðgunardóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2022 07:50 Landsréttur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Landsréttur hefur úrskurðað erlendan karlmann, sem nýverið var sakfelldur fyrir nauðgun, í áframhaldandi farbann þar sem talinn er veruleg hætta á því að hann fari úr landi á meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu á hemili hans í september á síðasta ári, án hennar samþykkis með því að sleikja kynfæri hennar og hafa við hana samræði, þar sem hún lá illa áttuð í sófa ákærða, og notfært sér að hún gat ekki spornað viðverknaðinum sökum ölvunar. Dómur var kveðinn upp í málinu í síðustu viku þar sem maðurinn var dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Krafist var þess að maðurinn yrði dæmdur í áframhaldandi farbann á meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans og eftir atvikum á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum á áfrýjunarstigi. Í farbannsúrskurði héraðsdóms kom fram að maðurinn væri erlendur ríkisborgari sem hafi verið við störf hér á landi þar til samningur hans við atvinnurekenda rann út í október á síðasta ári. Hann hafi engin sérstök tengsl við landið og hafi greint frá því að hann hafi í hyggju að fara af landi brott. Til að tryggja nærveru hans hér á landi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum eða þar til afplánun hefst þótti héraðssaksónara nauðsynlegt að manninum yrði gert að sæta farbanni á meðan mál hans væri til meðferðar hjá æðra dómstóli. „Er það mat héraðssaksóknara að ætla megi að dómfelldi muni reyna að komast úr landi ellegar reyna að koma sér með öðrum hætti undan yfirvöldum sé hann frjáls ferða sinna.“ Héraðsdómur tók undir röksemdir héraðssaksóknara og úrskurðaði manninn í farbann til 1. september næstkomandi. Landsréttur staðfesti úrskurðinn. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu á hemili hans í september á síðasta ári, án hennar samþykkis með því að sleikja kynfæri hennar og hafa við hana samræði, þar sem hún lá illa áttuð í sófa ákærða, og notfært sér að hún gat ekki spornað viðverknaðinum sökum ölvunar. Dómur var kveðinn upp í málinu í síðustu viku þar sem maðurinn var dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Krafist var þess að maðurinn yrði dæmdur í áframhaldandi farbann á meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans og eftir atvikum á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum á áfrýjunarstigi. Í farbannsúrskurði héraðsdóms kom fram að maðurinn væri erlendur ríkisborgari sem hafi verið við störf hér á landi þar til samningur hans við atvinnurekenda rann út í október á síðasta ári. Hann hafi engin sérstök tengsl við landið og hafi greint frá því að hann hafi í hyggju að fara af landi brott. Til að tryggja nærveru hans hér á landi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum eða þar til afplánun hefst þótti héraðssaksónara nauðsynlegt að manninum yrði gert að sæta farbanni á meðan mál hans væri til meðferðar hjá æðra dómstóli. „Er það mat héraðssaksóknara að ætla megi að dómfelldi muni reyna að komast úr landi ellegar reyna að koma sér með öðrum hætti undan yfirvöldum sé hann frjáls ferða sinna.“ Héraðsdómur tók undir röksemdir héraðssaksóknara og úrskurðaði manninn í farbann til 1. september næstkomandi. Landsréttur staðfesti úrskurðinn.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira