Áfall fyrir topplið NBA: Chris Paul frá í sex til átta vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 11:30 Chris Paul á ferðinni með boltann í leik með Phoenix Suns liðinu í vetur. AP/John Bazemore Chris Paul tók pínulítinn þátt í Stjörnuleik NBA deildarinnar í nótt en eftir hann bárust nánari fréttir af meiðslum kappans. Paul er brotinn á hægri þumalputta og má ekki spila næstu sex til átta vikurnar. Hann var með í Stjörnuleiknum en kom bara inn í tvær mínútur og menn tóku eftir umbúðum á hægri þumli hans. Suns guard Chris Paul will be out for the next six to eight weeks due to an avulsion fracture in his right thumb, a source confirmed to ESPN.The news was first reported by TNT. pic.twitter.com/Ec6Zmmelfw— ESPN (@espn) February 21, 2022 Paul hefur verið frábær í vetur og hefur stýrt Phoenix Suns til langbesta árangursins í NBA-deildinni. Hann mun missa af stærstu hluta þess sem er eftir af deildarkeppninni. Deildarkeppnin endar 10. apríl eða eftir tæpar átta vikur. Úrslitakeppnin hefst síðan 16. apríl. Paul er með 14,9 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en enginn leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri stoðsendingar í leik í vetur. Hann meiddist á þumalputtanum í þriðja leikhlutanum í sigri á Houston Rockets á miðvikudeginum í síðustu viku. Hann var reyndar rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær tæknivillur strax eftir atvikið þar sem hann meiddi sig. Suns liðið hefur unnið 48 leiki og aðeins tapað tíu leikjum. Liðið er með 6,5 sigurleikja forskot á næsta lið sem er Golden State Warriors. Flestir voru búnir að gefa sér að Suns myndi enda með besta árangurinn í deildinni en þessi meiðsli leikstjórnandans og hins mikla leiðtoga liðsins gæti boðið upp á erfiðan lokakafla hjá Phoenix liðinu. Chris Paul var heiðraður fyrir leikinn í gær þegar hann fékk fyrstur allra Kobe og Gigi Bryant verðlaunin sem WNBA deildin gefur leikmanni í NBA fyrir frábært framlag sitt til að efla stelpu- og kvennakörfu. Chris Paul has been named the first ever recipient of the Kobe and Gigi Bryant WNBA Advocacy Award, given for a player's contributions to the advancement of girls' and women's basketball.Vanessa Bryant and the WNBA will present the award to Paul tonight. pic.twitter.com/HHOwFfriRE— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022 NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Paul er brotinn á hægri þumalputta og má ekki spila næstu sex til átta vikurnar. Hann var með í Stjörnuleiknum en kom bara inn í tvær mínútur og menn tóku eftir umbúðum á hægri þumli hans. Suns guard Chris Paul will be out for the next six to eight weeks due to an avulsion fracture in his right thumb, a source confirmed to ESPN.The news was first reported by TNT. pic.twitter.com/Ec6Zmmelfw— ESPN (@espn) February 21, 2022 Paul hefur verið frábær í vetur og hefur stýrt Phoenix Suns til langbesta árangursins í NBA-deildinni. Hann mun missa af stærstu hluta þess sem er eftir af deildarkeppninni. Deildarkeppnin endar 10. apríl eða eftir tæpar átta vikur. Úrslitakeppnin hefst síðan 16. apríl. Paul er með 14,9 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en enginn leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri stoðsendingar í leik í vetur. Hann meiddist á þumalputtanum í þriðja leikhlutanum í sigri á Houston Rockets á miðvikudeginum í síðustu viku. Hann var reyndar rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær tæknivillur strax eftir atvikið þar sem hann meiddi sig. Suns liðið hefur unnið 48 leiki og aðeins tapað tíu leikjum. Liðið er með 6,5 sigurleikja forskot á næsta lið sem er Golden State Warriors. Flestir voru búnir að gefa sér að Suns myndi enda með besta árangurinn í deildinni en þessi meiðsli leikstjórnandans og hins mikla leiðtoga liðsins gæti boðið upp á erfiðan lokakafla hjá Phoenix liðinu. Chris Paul var heiðraður fyrir leikinn í gær þegar hann fékk fyrstur allra Kobe og Gigi Bryant verðlaunin sem WNBA deildin gefur leikmanni í NBA fyrir frábært framlag sitt til að efla stelpu- og kvennakörfu. Chris Paul has been named the first ever recipient of the Kobe and Gigi Bryant WNBA Advocacy Award, given for a player's contributions to the advancement of girls' and women's basketball.Vanessa Bryant and the WNBA will present the award to Paul tonight. pic.twitter.com/HHOwFfriRE— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022
NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira