„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 14:01 Lyubomyra Petruk segir íbúa Úkraínu búa sig undir stríð. Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni og úkraínsk kona búsett á Íslandi segir landa sína búa sig undir stríð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í nótt vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti í gær yfir stuðningi við sjálfstæðisyfirlýsingu héraðanna Luhansk og Donetsk og fyrirskipaði að herlið yrði sent inn til að sinna friðargæslu. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í yfirlýsingu við þjóð sína í gær að fólk ætti að halda ró sinni. Fólk þyrfti ekki að vera hrætt við neitt en heldur ekki gefast upp. Fordæma framferði Rússa Íslenskir ráðamenn hafa fordæmt framferði Rússa í málinu og í gær kom fram hjá utanríkisráðherra að Ísland muni taka þátt í aðgerðum til þess að bregðast við ákvörðun Pútíns. Bretar hafa boðað að þeir vilji beita Rússa refsiaðgerðum og þá ætlar Evrópusambandið að tilkynna um refsiaðgerðir gagnvart landinu eftir hádegi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Rússar séu að brjóta alþjóðalög. Hún hefur miklar áhyggjur af stöðunni enda verði á endanum almennir borgarar sem verði fórnarlömbin. Ísland taki þátt í aðgerðum í gegnum Evrópusambandið og NATO. Lyubomyra Petruk er frá Úkraínu en búsett hér á landi. Fyrir fimm árum, í febrúar 2014, hófst stríð Rússa og Úkraínu. Rússneska sambandsríkið, í bága við viðmið og meginreglur þjóðaréttar, innlimaði sjálfstjórnarlýðveldið Krímskaga og Sevastopol.og hernumdu ákveðin svæði í Donetsk og Luhansk svæðum. Lyubomyra segir að rússneski herinn sé hins vegar að fjölmenna þar og íbúar landsins búi sig undir stríð. „Þau eru að undirbúa sig undir stríð og þeir segja að rússneskir hermenn séu að koma frá Austur-Úkraínu,“ segir Lyubomyra. „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin.“ Þá séu sjálfstæðissinnar byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína. Bróðir vinkonu sinnar hafi fengið herkvaðningu. „Hann mun berjast gegn bróður sínum í liði Úkraínu,“ sagði Lyubomyra Petruk. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni og úkraínsk kona búsett á Íslandi segir landa sína búa sig undir stríð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í nótt vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti í gær yfir stuðningi við sjálfstæðisyfirlýsingu héraðanna Luhansk og Donetsk og fyrirskipaði að herlið yrði sent inn til að sinna friðargæslu. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í yfirlýsingu við þjóð sína í gær að fólk ætti að halda ró sinni. Fólk þyrfti ekki að vera hrætt við neitt en heldur ekki gefast upp. Fordæma framferði Rússa Íslenskir ráðamenn hafa fordæmt framferði Rússa í málinu og í gær kom fram hjá utanríkisráðherra að Ísland muni taka þátt í aðgerðum til þess að bregðast við ákvörðun Pútíns. Bretar hafa boðað að þeir vilji beita Rússa refsiaðgerðum og þá ætlar Evrópusambandið að tilkynna um refsiaðgerðir gagnvart landinu eftir hádegi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Rússar séu að brjóta alþjóðalög. Hún hefur miklar áhyggjur af stöðunni enda verði á endanum almennir borgarar sem verði fórnarlömbin. Ísland taki þátt í aðgerðum í gegnum Evrópusambandið og NATO. Lyubomyra Petruk er frá Úkraínu en búsett hér á landi. Fyrir fimm árum, í febrúar 2014, hófst stríð Rússa og Úkraínu. Rússneska sambandsríkið, í bága við viðmið og meginreglur þjóðaréttar, innlimaði sjálfstjórnarlýðveldið Krímskaga og Sevastopol.og hernumdu ákveðin svæði í Donetsk og Luhansk svæðum. Lyubomyra segir að rússneski herinn sé hins vegar að fjölmenna þar og íbúar landsins búi sig undir stríð. „Þau eru að undirbúa sig undir stríð og þeir segja að rússneskir hermenn séu að koma frá Austur-Úkraínu,“ segir Lyubomyra. „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin.“ Þá séu sjálfstæðissinnar byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína. Bróðir vinkonu sinnar hafi fengið herkvaðningu. „Hann mun berjast gegn bróður sínum í liði Úkraínu,“ sagði Lyubomyra Petruk.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39