Getur siðlaus maður orðið mannréttindadómari? Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 23. febrúar 2022 15:01 Árið 2017 skrifaði ung kona blaðagrein þar sem hún lýsti ógnandi hegðun og frelsissviptingu á vinnustað. Konan lýsir aðstæðum og málavöxtum í smáatriðum, þar sem tveir menn héldu henni nauðugri í fundarherbergi og þvinguðu til að undirrita skjal til staðfestingar á brottrekstri hennar úr starfi. Hún var þá gengin fjóra mánuði með ófætt barn. Hún lýsir því hvernig henni var ýtt ofan í stól og meinað að yfirgefa herbergið, hvernig mennirnir sem sátu yfir henni lokuðu fyrir símann hennar og sýndu af sér hegðun sem hún upplifði sem kynbundið ofbeldi. Hún var þá ekki orðin þrítug en mennirnir tveir báðir umtalsvert eldri. Annar þessara manna – Stefán Geir Þórisson – sækist nú eftir því að verða dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og þar með fulltrúi Íslands. Stefán Geir verður sextugur á árinu og sækist ítrekað eftir þægilegu starfi hjá skattgreiðendum á lokametrum starfsævinnar. Auk skyndilegs áhuga á mannréttindamálum sótti hann nýlega um að verða landsréttardómari og fékk á liðnu ári starf við Endurupptökudóm, að skipan Dómstólasýslunnar. Formaður Dómstólasýslunnar er Sigurður Tómas Magnússon, sem fékk embættið frá vini sínum Benedikt Bogasyni þegar sá nældi sér í embætti forseta Hæstaréttar. Félagarnir þrír – Stefán Geir, Sigurður Tómas og Benedikt – þekkjast vel innbyrðis og tilheyra klíku miðaldra karla, svarta genginu, sem útskrifuðust úr lagadeild Háskóla Íslands um og upp úr 1990. Svarta gengið hefur að miklu leyti tekið yfir íslenska dómsýslu og félagarnir gæta vel hagsmuna hver annars. Stefán Geir á að baki skrautlegan feril sem lögmaður og í viðskiptum. Hann var t.d. um árabil varaformaður erlends knattspyrnufélags í eigu Íslendinga. Sú fjárfesting reyndist ævintýri sem fjölmargir fjárfestar brenndu sig illa á. Hann hefur um áratugaskeið verið skósveinn einnar auðugustu fjölskyldu Íslands, sem hefur komið milljörðum úr landi með stofnun eignarhaldsfélags í evrópskri skattaparadís. Með útgáfu skuldabréfa erlendis er íslensku fyrirtæki fjölskyldunnar gert að greiða vexti til aflandsfélags, sem gerir þeim kleift að koma sér undan skattgreiðslum hérlendis upp á hundruð milljóna og fá vextina skattfrjálst upp í hendurnar erlendis. Slíkir gjörningar eru tæpast gerðir án aðkomu einkalögmanns fjölskyldunnar – manns sem nú telur sig hæfan til að dæma í samfélagslega mikilvægum málum. Auk Stefáns Geirs sækjast tveir aðrir Íslendingar eftir dómarastarfinu hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Forsætisráðherra fól fimm manna sérfæðinganefnd að meta hæfi þeirra, og komst þannig undan ábyrgð á hæfnismatinu eins og nú tíðkast hjá ráðamönnum. Nefndin komst svo að þeirri fyrirsjáanlegu niðurstöðu að allir umsækjendur væru jafnhæfir og raðaði þeim ekki í hæfnisröð. Stjórnsýslan hefur því séð til þess að maður með vafasama fortíð gæti fengið dómarastarf og orðið fulltrúi Íslands hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sú niðurstaða er sorgleg en kannski fyrirsjáanleg, enda tilnefndi Hæstiréttur (Benedikt) og Dómstólasýslan (Sigurður Tómas) tvo fulltrúa í sérfræðinganefndina sem vottaði mannkosti og hæfni lögmannsins, sem eitt sitt lokaði inni ófríska konu og þvingaði til að undirrita skjal um brottrekstur úr starfi. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2017 skrifaði ung kona blaðagrein þar sem hún lýsti ógnandi hegðun og frelsissviptingu á vinnustað. Konan lýsir aðstæðum og málavöxtum í smáatriðum, þar sem tveir menn héldu henni nauðugri í fundarherbergi og þvinguðu til að undirrita skjal til staðfestingar á brottrekstri hennar úr starfi. Hún var þá gengin fjóra mánuði með ófætt barn. Hún lýsir því hvernig henni var ýtt ofan í stól og meinað að yfirgefa herbergið, hvernig mennirnir sem sátu yfir henni lokuðu fyrir símann hennar og sýndu af sér hegðun sem hún upplifði sem kynbundið ofbeldi. Hún var þá ekki orðin þrítug en mennirnir tveir báðir umtalsvert eldri. Annar þessara manna – Stefán Geir Þórisson – sækist nú eftir því að verða dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og þar með fulltrúi Íslands. Stefán Geir verður sextugur á árinu og sækist ítrekað eftir þægilegu starfi hjá skattgreiðendum á lokametrum starfsævinnar. Auk skyndilegs áhuga á mannréttindamálum sótti hann nýlega um að verða landsréttardómari og fékk á liðnu ári starf við Endurupptökudóm, að skipan Dómstólasýslunnar. Formaður Dómstólasýslunnar er Sigurður Tómas Magnússon, sem fékk embættið frá vini sínum Benedikt Bogasyni þegar sá nældi sér í embætti forseta Hæstaréttar. Félagarnir þrír – Stefán Geir, Sigurður Tómas og Benedikt – þekkjast vel innbyrðis og tilheyra klíku miðaldra karla, svarta genginu, sem útskrifuðust úr lagadeild Háskóla Íslands um og upp úr 1990. Svarta gengið hefur að miklu leyti tekið yfir íslenska dómsýslu og félagarnir gæta vel hagsmuna hver annars. Stefán Geir á að baki skrautlegan feril sem lögmaður og í viðskiptum. Hann var t.d. um árabil varaformaður erlends knattspyrnufélags í eigu Íslendinga. Sú fjárfesting reyndist ævintýri sem fjölmargir fjárfestar brenndu sig illa á. Hann hefur um áratugaskeið verið skósveinn einnar auðugustu fjölskyldu Íslands, sem hefur komið milljörðum úr landi með stofnun eignarhaldsfélags í evrópskri skattaparadís. Með útgáfu skuldabréfa erlendis er íslensku fyrirtæki fjölskyldunnar gert að greiða vexti til aflandsfélags, sem gerir þeim kleift að koma sér undan skattgreiðslum hérlendis upp á hundruð milljóna og fá vextina skattfrjálst upp í hendurnar erlendis. Slíkir gjörningar eru tæpast gerðir án aðkomu einkalögmanns fjölskyldunnar – manns sem nú telur sig hæfan til að dæma í samfélagslega mikilvægum málum. Auk Stefáns Geirs sækjast tveir aðrir Íslendingar eftir dómarastarfinu hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Forsætisráðherra fól fimm manna sérfæðinganefnd að meta hæfi þeirra, og komst þannig undan ábyrgð á hæfnismatinu eins og nú tíðkast hjá ráðamönnum. Nefndin komst svo að þeirri fyrirsjáanlegu niðurstöðu að allir umsækjendur væru jafnhæfir og raðaði þeim ekki í hæfnisröð. Stjórnsýslan hefur því séð til þess að maður með vafasama fortíð gæti fengið dómarastarf og orðið fulltrúi Íslands hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sú niðurstaða er sorgleg en kannski fyrirsjáanleg, enda tilnefndi Hæstiréttur (Benedikt) og Dómstólasýslan (Sigurður Tómas) tvo fulltrúa í sérfræðinganefndina sem vottaði mannkosti og hæfni lögmannsins, sem eitt sitt lokaði inni ófríska konu og þvingaði til að undirrita skjal um brottrekstur úr starfi. Höfundur er athafnamaður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun