„Sýnir okkur kannski að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 19:24 Eiríkur Bergmann Einarsson ræddi málefni Úkraínu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Skjáskot Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor segir að atburðirnir í Úkraínu sé heimssögulegur viðburður en að Vesturlönd hafi nánast sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Eiríkur var viðmælandi Kolbeins Tuma Daðasonar í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann ræddi innrás Rússa í Úkraínu en hersveitir Rússa réðust inn í landið í nótt. Hann segir atburðina ógn við heimsfriðinn og að nánast hafi verið búið að teikna atburðarásina upp fyrirfram. „Það má segja að Vesturlönd hafi hreinlega sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Bandaríkin og flest önnur ríki Nato hafa lýst því yfir að Rússum verði ekki mætt með hervaldi inni í Úkraínu.“ Hann segir úkraínska herinn mega sín lítið gegn öflugum Rússum. „Þú mætir ekki Kalashnikov riffli með reglustiku því hún skilar ekki mjög miklu.“ Pútín hefur reiknað Vesturlöndin út Eiríkur segir hug ekki hafa fylgt máli í viðbrögðum Vesturlanda. „Vesturlöndin eru háð gasi Rússa, um 40% af gasi í Evrópu kemur frá Rússum. Menn eru ekki að tala um að hætta að nýta það. Sama á við um olíuna, það er bara rætt um að stoppa ný verkefni.“ Hann segir að það sem raunverulega myndi bíta á Rússum hafi ekki verið lýst yfir. „Öll viðbrögð hafa verið þess eðlis að Rússar hafa getað reiknað þau út fyrirfram. Pútín hefur reiknað Vesturlönd út að þau hefðu ekki viljann þó þau hefðu getuna til að mæta af þunga. Hann hefur reiknað þetta rétt.“ Eiríkur Bergmann segir Pútín vera leiðtoga af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðstjórnarríkin.Vísir/AP „Við vitum ekki nákvæmlega hvað Pútín ætlar sér, hann hefur sagt að fall Sovétríkjanna og hvernig þau féllu hafi verið einhverjar mestu hamfarir og hörmungar heimssögunnar. Hann virðist vera leiðtogi af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðsstjórnarríkin í gegnum Rússland. Einhvers konar slíkt veldi.“ Hann segir óljóst hvort Pútín ætli sér að halda allri Úkraínu eða hvort aðgerðin sé herstjórnarlist til að ná héröðunum Donetsk og Luhansk. „Það er eitt að taka land hernámi en annað að halda því til lengri tíma, það er meiriháttar mál og raskar öllu valdajafnvægi í veröldinni.“ „Hingað til hefur hann verið að taka búta úr löndum, Krím, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Það væri nær þeirri leikjafræði að halda sig við þessi tvö héröð en við vitum ekki enn hvað er að gerast, hvað þessar fréttir í dag eru að segja.“ Færir Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati Eiríkur Bergmann segir að atburðirnir geti haft meiriháttar áhrif á valdatilfærslur í veröldinni. Hann segir augljóst að Pútín hafi veðjað á að viðbrögð Vesturlanda yrðu einungis á efnahagssviðinu en ekki hernaðarleg. „Hann mun sætta sig við töluverðan sársauka fyrir sitt fólk heimafyrir í efnahagslegu tilliti.“ Þá segir Eiríkur Bergmann að stóra málið sé hvernig Kínverjar muni bregðast við atburðunum. „Það má segja að Pútín sé að færa Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati. Á meðan Kína stendur honum opin í viðskiptum þá getur hann flutt mjög mikið af þeim efnahagslegu viðskiptum, sem Rússar eiga í heiminum, yfir til Kína og þannig haldið stöðu sinni.“ „Þar með er Rússland komið undir áhrifamátt Kína í miklu meiri mæli en áður og kannski mun þetta sýna okkur að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Eiríkur var viðmælandi Kolbeins Tuma Daðasonar í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann ræddi innrás Rússa í Úkraínu en hersveitir Rússa réðust inn í landið í nótt. Hann segir atburðina ógn við heimsfriðinn og að nánast hafi verið búið að teikna atburðarásina upp fyrirfram. „Það má segja að Vesturlönd hafi hreinlega sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Bandaríkin og flest önnur ríki Nato hafa lýst því yfir að Rússum verði ekki mætt með hervaldi inni í Úkraínu.“ Hann segir úkraínska herinn mega sín lítið gegn öflugum Rússum. „Þú mætir ekki Kalashnikov riffli með reglustiku því hún skilar ekki mjög miklu.“ Pútín hefur reiknað Vesturlöndin út Eiríkur segir hug ekki hafa fylgt máli í viðbrögðum Vesturlanda. „Vesturlöndin eru háð gasi Rússa, um 40% af gasi í Evrópu kemur frá Rússum. Menn eru ekki að tala um að hætta að nýta það. Sama á við um olíuna, það er bara rætt um að stoppa ný verkefni.“ Hann segir að það sem raunverulega myndi bíta á Rússum hafi ekki verið lýst yfir. „Öll viðbrögð hafa verið þess eðlis að Rússar hafa getað reiknað þau út fyrirfram. Pútín hefur reiknað Vesturlönd út að þau hefðu ekki viljann þó þau hefðu getuna til að mæta af þunga. Hann hefur reiknað þetta rétt.“ Eiríkur Bergmann segir Pútín vera leiðtoga af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðstjórnarríkin.Vísir/AP „Við vitum ekki nákvæmlega hvað Pútín ætlar sér, hann hefur sagt að fall Sovétríkjanna og hvernig þau féllu hafi verið einhverjar mestu hamfarir og hörmungar heimssögunnar. Hann virðist vera leiðtogi af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðsstjórnarríkin í gegnum Rússland. Einhvers konar slíkt veldi.“ Hann segir óljóst hvort Pútín ætli sér að halda allri Úkraínu eða hvort aðgerðin sé herstjórnarlist til að ná héröðunum Donetsk og Luhansk. „Það er eitt að taka land hernámi en annað að halda því til lengri tíma, það er meiriháttar mál og raskar öllu valdajafnvægi í veröldinni.“ „Hingað til hefur hann verið að taka búta úr löndum, Krím, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Það væri nær þeirri leikjafræði að halda sig við þessi tvö héröð en við vitum ekki enn hvað er að gerast, hvað þessar fréttir í dag eru að segja.“ Færir Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati Eiríkur Bergmann segir að atburðirnir geti haft meiriháttar áhrif á valdatilfærslur í veröldinni. Hann segir augljóst að Pútín hafi veðjað á að viðbrögð Vesturlanda yrðu einungis á efnahagssviðinu en ekki hernaðarleg. „Hann mun sætta sig við töluverðan sársauka fyrir sitt fólk heimafyrir í efnahagslegu tilliti.“ Þá segir Eiríkur Bergmann að stóra málið sé hvernig Kínverjar muni bregðast við atburðunum. „Það má segja að Pútín sé að færa Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati. Á meðan Kína stendur honum opin í viðskiptum þá getur hann flutt mjög mikið af þeim efnahagslegu viðskiptum, sem Rússar eiga í heiminum, yfir til Kína og þannig haldið stöðu sinni.“ „Þar með er Rússland komið undir áhrifamátt Kína í miklu meiri mæli en áður og kannski mun þetta sýna okkur að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira