„Sýnir okkur kannski að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 19:24 Eiríkur Bergmann Einarsson ræddi málefni Úkraínu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Skjáskot Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor segir að atburðirnir í Úkraínu sé heimssögulegur viðburður en að Vesturlönd hafi nánast sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Eiríkur var viðmælandi Kolbeins Tuma Daðasonar í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann ræddi innrás Rússa í Úkraínu en hersveitir Rússa réðust inn í landið í nótt. Hann segir atburðina ógn við heimsfriðinn og að nánast hafi verið búið að teikna atburðarásina upp fyrirfram. „Það má segja að Vesturlönd hafi hreinlega sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Bandaríkin og flest önnur ríki Nato hafa lýst því yfir að Rússum verði ekki mætt með hervaldi inni í Úkraínu.“ Hann segir úkraínska herinn mega sín lítið gegn öflugum Rússum. „Þú mætir ekki Kalashnikov riffli með reglustiku því hún skilar ekki mjög miklu.“ Pútín hefur reiknað Vesturlöndin út Eiríkur segir hug ekki hafa fylgt máli í viðbrögðum Vesturlanda. „Vesturlöndin eru háð gasi Rússa, um 40% af gasi í Evrópu kemur frá Rússum. Menn eru ekki að tala um að hætta að nýta það. Sama á við um olíuna, það er bara rætt um að stoppa ný verkefni.“ Hann segir að það sem raunverulega myndi bíta á Rússum hafi ekki verið lýst yfir. „Öll viðbrögð hafa verið þess eðlis að Rússar hafa getað reiknað þau út fyrirfram. Pútín hefur reiknað Vesturlönd út að þau hefðu ekki viljann þó þau hefðu getuna til að mæta af þunga. Hann hefur reiknað þetta rétt.“ Eiríkur Bergmann segir Pútín vera leiðtoga af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðstjórnarríkin.Vísir/AP „Við vitum ekki nákvæmlega hvað Pútín ætlar sér, hann hefur sagt að fall Sovétríkjanna og hvernig þau féllu hafi verið einhverjar mestu hamfarir og hörmungar heimssögunnar. Hann virðist vera leiðtogi af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðsstjórnarríkin í gegnum Rússland. Einhvers konar slíkt veldi.“ Hann segir óljóst hvort Pútín ætli sér að halda allri Úkraínu eða hvort aðgerðin sé herstjórnarlist til að ná héröðunum Donetsk og Luhansk. „Það er eitt að taka land hernámi en annað að halda því til lengri tíma, það er meiriháttar mál og raskar öllu valdajafnvægi í veröldinni.“ „Hingað til hefur hann verið að taka búta úr löndum, Krím, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Það væri nær þeirri leikjafræði að halda sig við þessi tvö héröð en við vitum ekki enn hvað er að gerast, hvað þessar fréttir í dag eru að segja.“ Færir Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati Eiríkur Bergmann segir að atburðirnir geti haft meiriháttar áhrif á valdatilfærslur í veröldinni. Hann segir augljóst að Pútín hafi veðjað á að viðbrögð Vesturlanda yrðu einungis á efnahagssviðinu en ekki hernaðarleg. „Hann mun sætta sig við töluverðan sársauka fyrir sitt fólk heimafyrir í efnahagslegu tilliti.“ Þá segir Eiríkur Bergmann að stóra málið sé hvernig Kínverjar muni bregðast við atburðunum. „Það má segja að Pútín sé að færa Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati. Á meðan Kína stendur honum opin í viðskiptum þá getur hann flutt mjög mikið af þeim efnahagslegu viðskiptum, sem Rússar eiga í heiminum, yfir til Kína og þannig haldið stöðu sinni.“ „Þar með er Rússland komið undir áhrifamátt Kína í miklu meiri mæli en áður og kannski mun þetta sýna okkur að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Eiríkur var viðmælandi Kolbeins Tuma Daðasonar í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann ræddi innrás Rússa í Úkraínu en hersveitir Rússa réðust inn í landið í nótt. Hann segir atburðina ógn við heimsfriðinn og að nánast hafi verið búið að teikna atburðarásina upp fyrirfram. „Það má segja að Vesturlönd hafi hreinlega sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Bandaríkin og flest önnur ríki Nato hafa lýst því yfir að Rússum verði ekki mætt með hervaldi inni í Úkraínu.“ Hann segir úkraínska herinn mega sín lítið gegn öflugum Rússum. „Þú mætir ekki Kalashnikov riffli með reglustiku því hún skilar ekki mjög miklu.“ Pútín hefur reiknað Vesturlöndin út Eiríkur segir hug ekki hafa fylgt máli í viðbrögðum Vesturlanda. „Vesturlöndin eru háð gasi Rússa, um 40% af gasi í Evrópu kemur frá Rússum. Menn eru ekki að tala um að hætta að nýta það. Sama á við um olíuna, það er bara rætt um að stoppa ný verkefni.“ Hann segir að það sem raunverulega myndi bíta á Rússum hafi ekki verið lýst yfir. „Öll viðbrögð hafa verið þess eðlis að Rússar hafa getað reiknað þau út fyrirfram. Pútín hefur reiknað Vesturlönd út að þau hefðu ekki viljann þó þau hefðu getuna til að mæta af þunga. Hann hefur reiknað þetta rétt.“ Eiríkur Bergmann segir Pútín vera leiðtoga af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðstjórnarríkin.Vísir/AP „Við vitum ekki nákvæmlega hvað Pútín ætlar sér, hann hefur sagt að fall Sovétríkjanna og hvernig þau féllu hafi verið einhverjar mestu hamfarir og hörmungar heimssögunnar. Hann virðist vera leiðtogi af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðsstjórnarríkin í gegnum Rússland. Einhvers konar slíkt veldi.“ Hann segir óljóst hvort Pútín ætli sér að halda allri Úkraínu eða hvort aðgerðin sé herstjórnarlist til að ná héröðunum Donetsk og Luhansk. „Það er eitt að taka land hernámi en annað að halda því til lengri tíma, það er meiriháttar mál og raskar öllu valdajafnvægi í veröldinni.“ „Hingað til hefur hann verið að taka búta úr löndum, Krím, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Það væri nær þeirri leikjafræði að halda sig við þessi tvö héröð en við vitum ekki enn hvað er að gerast, hvað þessar fréttir í dag eru að segja.“ Færir Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati Eiríkur Bergmann segir að atburðirnir geti haft meiriháttar áhrif á valdatilfærslur í veröldinni. Hann segir augljóst að Pútín hafi veðjað á að viðbrögð Vesturlanda yrðu einungis á efnahagssviðinu en ekki hernaðarleg. „Hann mun sætta sig við töluverðan sársauka fyrir sitt fólk heimafyrir í efnahagslegu tilliti.“ Þá segir Eiríkur Bergmann að stóra málið sé hvernig Kínverjar muni bregðast við atburðunum. „Það má segja að Pútín sé að færa Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati. Á meðan Kína stendur honum opin í viðskiptum þá getur hann flutt mjög mikið af þeim efnahagslegu viðskiptum, sem Rússar eiga í heiminum, yfir til Kína og þannig haldið stöðu sinni.“ „Þar með er Rússland komið undir áhrifamátt Kína í miklu meiri mæli en áður og kannski mun þetta sýna okkur að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira