Vaktin: Allt stefnir í aðra erfiða nótt Eiður Þór Árnason, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. febrúar 2022 07:37 Rússar hafa náð yfirráðum á Melitopol. AP Photo/Emilio Morenatti Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. Árás Rússa á úkraínskar borgir hélt þá áfram í alla nótt og beittu þeir til þess bæði eldflaugum sem skotið var úr herflugvélum og af skipum þeirra, sem eru við strendur Úkraínu í Svartahafi. Hart var barist í Kænugarði í nótt. Borgarstjóri Kænugarðs segir 35 almenna borgara, þar af tvö börn, hafa særst í átökunum í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu í morgun að rússneskar hersveitir hafi náð að skjóta á hundruði hernaðarbygginga og -innviða og eyðilagt nokkrar þotur og tugi skriðdreka og annarra herbifreiða úkraínska hersins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti þá úkraínska herinn í gær að steypa Vólódómír Selenskíj, forseta Úkraínu, af stóli og taka sjálfur völd. Pútín hvatti herinn að sjá sjálfur um að semja um frið. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Undanfarna tvo sólarhringa hafa hundruð verið handtekin í Rússlandi eftir að mótmæli brutust þar víða út vegna innrásarinnar. Lögreglan hefur handtekið minnst 2.692 mótmælendur, samkvæmt eftirliti OVD-Info, en flestir voru handteknir í Moskvu og Sankti Pétursborg. Þetta er það sem við vitum núna: Barist er í suður-, austur- og vesturhluta Kænugarðs. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að minnst 35 almennir borgarar, þar af tvö börn, hafi særst í átökum næturinnar. Internetsamband er víða mjög stopult í Úkraínu eftir að Rússar réðust á marga helstu innviði í Úkraínu í nótt. Úkraínsk yfirvöld segja að meira en þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í bardögum. Rússar hafa þó ekki birt um það opinberar tölur. Sameinuðu þjóðirnar segja 25 almenna borgara hafa fallið og 102 hafa særst (þessar tölur hafa ekki verið uppfærðar af SÞ eftir nóttina). Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að allt að fimm milljónir manna þurfi að flýja heimili sín vegna átakanna. Meira en hundrað þúsund hafa flúið heimili sín í dag. Bensín-, seðla- og sjúkravöruskortur hefur gert fólki erfitt fyrir. Rússar segjast hafa náð yfirráðum í fyrstu stóru borginni utan þeirra sem eru á valdi aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Varnarmálaráðherra Breta hefur þó sagt að þetta sé ekki rétt og á það eftir að skýrast frekar. Leiðtogar Póllands, Litháen og Þýskalands munu hittast í Berlín í dag til að ræða frekari viðskiptaþinganir gegn Rússum. Vopn frá Frökkum, Þjóðverjum og Nato eru á leið til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað utanríkisáðuneyti sínu að gefa Úkraínu 350 milljónir Bandaríkjadala í hernaðaraðstoð.
Árás Rússa á úkraínskar borgir hélt þá áfram í alla nótt og beittu þeir til þess bæði eldflaugum sem skotið var úr herflugvélum og af skipum þeirra, sem eru við strendur Úkraínu í Svartahafi. Hart var barist í Kænugarði í nótt. Borgarstjóri Kænugarðs segir 35 almenna borgara, þar af tvö börn, hafa særst í átökunum í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu í morgun að rússneskar hersveitir hafi náð að skjóta á hundruði hernaðarbygginga og -innviða og eyðilagt nokkrar þotur og tugi skriðdreka og annarra herbifreiða úkraínska hersins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti þá úkraínska herinn í gær að steypa Vólódómír Selenskíj, forseta Úkraínu, af stóli og taka sjálfur völd. Pútín hvatti herinn að sjá sjálfur um að semja um frið. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Undanfarna tvo sólarhringa hafa hundruð verið handtekin í Rússlandi eftir að mótmæli brutust þar víða út vegna innrásarinnar. Lögreglan hefur handtekið minnst 2.692 mótmælendur, samkvæmt eftirliti OVD-Info, en flestir voru handteknir í Moskvu og Sankti Pétursborg. Þetta er það sem við vitum núna: Barist er í suður-, austur- og vesturhluta Kænugarðs. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að minnst 35 almennir borgarar, þar af tvö börn, hafi særst í átökum næturinnar. Internetsamband er víða mjög stopult í Úkraínu eftir að Rússar réðust á marga helstu innviði í Úkraínu í nótt. Úkraínsk yfirvöld segja að meira en þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í bardögum. Rússar hafa þó ekki birt um það opinberar tölur. Sameinuðu þjóðirnar segja 25 almenna borgara hafa fallið og 102 hafa særst (þessar tölur hafa ekki verið uppfærðar af SÞ eftir nóttina). Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að allt að fimm milljónir manna þurfi að flýja heimili sín vegna átakanna. Meira en hundrað þúsund hafa flúið heimili sín í dag. Bensín-, seðla- og sjúkravöruskortur hefur gert fólki erfitt fyrir. Rússar segjast hafa náð yfirráðum í fyrstu stóru borginni utan þeirra sem eru á valdi aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Varnarmálaráðherra Breta hefur þó sagt að þetta sé ekki rétt og á það eftir að skýrast frekar. Leiðtogar Póllands, Litháen og Þýskalands munu hittast í Berlín í dag til að ræða frekari viðskiptaþinganir gegn Rússum. Vopn frá Frökkum, Þjóðverjum og Nato eru á leið til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað utanríkisáðuneyti sínu að gefa Úkraínu 350 milljónir Bandaríkjadala í hernaðaraðstoð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira