Vaktin: Allt stefnir í aðra erfiða nótt Eiður Þór Árnason, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. febrúar 2022 07:37 Rússar hafa náð yfirráðum á Melitopol. AP Photo/Emilio Morenatti Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. Árás Rússa á úkraínskar borgir hélt þá áfram í alla nótt og beittu þeir til þess bæði eldflaugum sem skotið var úr herflugvélum og af skipum þeirra, sem eru við strendur Úkraínu í Svartahafi. Hart var barist í Kænugarði í nótt. Borgarstjóri Kænugarðs segir 35 almenna borgara, þar af tvö börn, hafa særst í átökunum í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu í morgun að rússneskar hersveitir hafi náð að skjóta á hundruði hernaðarbygginga og -innviða og eyðilagt nokkrar þotur og tugi skriðdreka og annarra herbifreiða úkraínska hersins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti þá úkraínska herinn í gær að steypa Vólódómír Selenskíj, forseta Úkraínu, af stóli og taka sjálfur völd. Pútín hvatti herinn að sjá sjálfur um að semja um frið. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Undanfarna tvo sólarhringa hafa hundruð verið handtekin í Rússlandi eftir að mótmæli brutust þar víða út vegna innrásarinnar. Lögreglan hefur handtekið minnst 2.692 mótmælendur, samkvæmt eftirliti OVD-Info, en flestir voru handteknir í Moskvu og Sankti Pétursborg. Þetta er það sem við vitum núna: Barist er í suður-, austur- og vesturhluta Kænugarðs. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að minnst 35 almennir borgarar, þar af tvö börn, hafi særst í átökum næturinnar. Internetsamband er víða mjög stopult í Úkraínu eftir að Rússar réðust á marga helstu innviði í Úkraínu í nótt. Úkraínsk yfirvöld segja að meira en þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í bardögum. Rússar hafa þó ekki birt um það opinberar tölur. Sameinuðu þjóðirnar segja 25 almenna borgara hafa fallið og 102 hafa særst (þessar tölur hafa ekki verið uppfærðar af SÞ eftir nóttina). Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að allt að fimm milljónir manna þurfi að flýja heimili sín vegna átakanna. Meira en hundrað þúsund hafa flúið heimili sín í dag. Bensín-, seðla- og sjúkravöruskortur hefur gert fólki erfitt fyrir. Rússar segjast hafa náð yfirráðum í fyrstu stóru borginni utan þeirra sem eru á valdi aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Varnarmálaráðherra Breta hefur þó sagt að þetta sé ekki rétt og á það eftir að skýrast frekar. Leiðtogar Póllands, Litháen og Þýskalands munu hittast í Berlín í dag til að ræða frekari viðskiptaþinganir gegn Rússum. Vopn frá Frökkum, Þjóðverjum og Nato eru á leið til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað utanríkisáðuneyti sínu að gefa Úkraínu 350 milljónir Bandaríkjadala í hernaðaraðstoð.
Árás Rússa á úkraínskar borgir hélt þá áfram í alla nótt og beittu þeir til þess bæði eldflaugum sem skotið var úr herflugvélum og af skipum þeirra, sem eru við strendur Úkraínu í Svartahafi. Hart var barist í Kænugarði í nótt. Borgarstjóri Kænugarðs segir 35 almenna borgara, þar af tvö börn, hafa særst í átökunum í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu í morgun að rússneskar hersveitir hafi náð að skjóta á hundruði hernaðarbygginga og -innviða og eyðilagt nokkrar þotur og tugi skriðdreka og annarra herbifreiða úkraínska hersins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti þá úkraínska herinn í gær að steypa Vólódómír Selenskíj, forseta Úkraínu, af stóli og taka sjálfur völd. Pútín hvatti herinn að sjá sjálfur um að semja um frið. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Undanfarna tvo sólarhringa hafa hundruð verið handtekin í Rússlandi eftir að mótmæli brutust þar víða út vegna innrásarinnar. Lögreglan hefur handtekið minnst 2.692 mótmælendur, samkvæmt eftirliti OVD-Info, en flestir voru handteknir í Moskvu og Sankti Pétursborg. Þetta er það sem við vitum núna: Barist er í suður-, austur- og vesturhluta Kænugarðs. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að minnst 35 almennir borgarar, þar af tvö börn, hafi særst í átökum næturinnar. Internetsamband er víða mjög stopult í Úkraínu eftir að Rússar réðust á marga helstu innviði í Úkraínu í nótt. Úkraínsk yfirvöld segja að meira en þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í bardögum. Rússar hafa þó ekki birt um það opinberar tölur. Sameinuðu þjóðirnar segja 25 almenna borgara hafa fallið og 102 hafa særst (þessar tölur hafa ekki verið uppfærðar af SÞ eftir nóttina). Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að allt að fimm milljónir manna þurfi að flýja heimili sín vegna átakanna. Meira en hundrað þúsund hafa flúið heimili sín í dag. Bensín-, seðla- og sjúkravöruskortur hefur gert fólki erfitt fyrir. Rússar segjast hafa náð yfirráðum í fyrstu stóru borginni utan þeirra sem eru á valdi aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Varnarmálaráðherra Breta hefur þó sagt að þetta sé ekki rétt og á það eftir að skýrast frekar. Leiðtogar Póllands, Litháen og Þýskalands munu hittast í Berlín í dag til að ræða frekari viðskiptaþinganir gegn Rússum. Vopn frá Frökkum, Þjóðverjum og Nato eru á leið til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað utanríkisáðuneyti sínu að gefa Úkraínu 350 milljónir Bandaríkjadala í hernaðaraðstoð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira