Úkraínuvaktin: Úkraínuforseti ræðir við leiðtoga vesturlanda og ýjar að ESB-aðild Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason, Vésteinn Örn Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 27. febrúar 2022 07:31 Vólódímír Selenskí er forseti Úkraínu. Stefanie Loos-Pool/Getty Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. Bílalestin er sögð vera rúmlega fimm kílómetra löng. Satellite images show large unit of Russian troops near #Kyiv. Hundreds of vehicles, around 40 miles NW of the capital. #Ukraine @maxar https://t.co/ZUmqXaa16Z pic.twitter.com/76uhzZcmZb— Christoph Koettl (@ckoettl) February 27, 2022 Vítalí Klitskó, borgarstjóri Kænugarðs, sagði fyrr í dag að borgin væri umkringd og að ekki væri hægt að koma matvælum eða lyfjum til hennar. Sömuleiðis væri ekki hægt að flytja almenna borgara sem taka ekki þátt í vörnum Kænugarðs á brott. Talsmaður Klitskós sagði hins vegar nú fyrir skömmu að orð borgarstjórans hefðu verið rangtúlkuð. Borgin væri ekki alveg umkringd enn. Pútín hnyklar kjarnorkuvöðvana Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturveldanna. Kjarnorkusveitirnar stjórna notkun kjarnavopna, efnavopna og annarra gereyðingarvopna Rússlands. „Vestræn ríki hafa ekki aðeins tekið óvinsamleg efnahagsleg skref gegn landinu okkar heldur hafa leiðtogar mikilvægra Nato-ríkja verið agressívir í yfirlýsingum gegn okkur. Þess vegna hef ég virkjað kjarnorkusveitir landsins,“ segir Pútín í ávarpi sem hann flutti í dag. Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í kjarnorkuvopnum Rússa, segir Pútín hafa hótað mjög greinilega að nota kjarnavopn í ávarpi hans á mánudag þegar hann sagði: „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er.“ Þetta er það sem við vitum núna: Vissir rússneskir bankar verða fjarlægðir úr Swift kerfinu í dag, sem er talið er að muni hafa gríðarleg áhrif á rússneskt efnahagslíf. Úkraína er að stofna alþjóðlega hersveit, sem skipuð verður af sjálfboðaliðum. Þetta tilkynnti Volódímír Selenskíj, Úkraínuforseti í morgun. Minnst 352 Úkraínumenn, þar af fjórtán börn, hafa fallið í árásum Rússa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá úkraínska heilbrigðisráðuneytinu. 1.684 hafa særst og þar af 116 börn. Flóttamenn streyma enn til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Talið er að meira en hundrað þúsund hafi komist yfir til Póllands á síðustu tveimur dögum. Sendinefnd Úkraínu mun hitta sendinefnd Rússlands á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu til friðarviðræðna. Þetta segir Selenskíj í tilkynningu. Svo virðist sem Hvítrússar séu farnir að veita Rússum hernaðaraðstoð en úkraínski herinn sagði í morgun að hann hafi skotið niður hvítrússneska eldflaug yfir Kænugarði, sem skotið var af hvítrússneskri Tu-22 herþotu í morgun. Vladimír Pútín hefur fyrirskipað kjarnorkuhersveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu. Evrópusambandið hefur ákveðið að senda Úkraínumönnum vopn. Þetta er í fyrsta sinn sem sambandið tekur ákvörðun sem þessa. Stærðarinnar rússnesk herdeild með fjölda herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, er nú sögð stefna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að kalla saman allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til neyðarfundar á morgun, vegna innrásarinnar. Rússar settu sig á móti því en hafa ekki neitunarvald um málefnið. Selenskí forseti greindi frá því á Twitter að hann hefði rætt við forsætisráðherra Breta og forseta Póllands um auknar aðgerðir gegn Rússum. Þá ræddi hann við forseta framkvæmdastjórnar ESB um mögulega aðild Úkraínu að sambandinu. Við munum fylgjast áfram með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Bílalestin er sögð vera rúmlega fimm kílómetra löng. Satellite images show large unit of Russian troops near #Kyiv. Hundreds of vehicles, around 40 miles NW of the capital. #Ukraine @maxar https://t.co/ZUmqXaa16Z pic.twitter.com/76uhzZcmZb— Christoph Koettl (@ckoettl) February 27, 2022 Vítalí Klitskó, borgarstjóri Kænugarðs, sagði fyrr í dag að borgin væri umkringd og að ekki væri hægt að koma matvælum eða lyfjum til hennar. Sömuleiðis væri ekki hægt að flytja almenna borgara sem taka ekki þátt í vörnum Kænugarðs á brott. Talsmaður Klitskós sagði hins vegar nú fyrir skömmu að orð borgarstjórans hefðu verið rangtúlkuð. Borgin væri ekki alveg umkringd enn. Pútín hnyklar kjarnorkuvöðvana Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturveldanna. Kjarnorkusveitirnar stjórna notkun kjarnavopna, efnavopna og annarra gereyðingarvopna Rússlands. „Vestræn ríki hafa ekki aðeins tekið óvinsamleg efnahagsleg skref gegn landinu okkar heldur hafa leiðtogar mikilvægra Nato-ríkja verið agressívir í yfirlýsingum gegn okkur. Þess vegna hef ég virkjað kjarnorkusveitir landsins,“ segir Pútín í ávarpi sem hann flutti í dag. Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í kjarnorkuvopnum Rússa, segir Pútín hafa hótað mjög greinilega að nota kjarnavopn í ávarpi hans á mánudag þegar hann sagði: „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er.“ Þetta er það sem við vitum núna: Vissir rússneskir bankar verða fjarlægðir úr Swift kerfinu í dag, sem er talið er að muni hafa gríðarleg áhrif á rússneskt efnahagslíf. Úkraína er að stofna alþjóðlega hersveit, sem skipuð verður af sjálfboðaliðum. Þetta tilkynnti Volódímír Selenskíj, Úkraínuforseti í morgun. Minnst 352 Úkraínumenn, þar af fjórtán börn, hafa fallið í árásum Rússa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá úkraínska heilbrigðisráðuneytinu. 1.684 hafa særst og þar af 116 börn. Flóttamenn streyma enn til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Talið er að meira en hundrað þúsund hafi komist yfir til Póllands á síðustu tveimur dögum. Sendinefnd Úkraínu mun hitta sendinefnd Rússlands á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu til friðarviðræðna. Þetta segir Selenskíj í tilkynningu. Svo virðist sem Hvítrússar séu farnir að veita Rússum hernaðaraðstoð en úkraínski herinn sagði í morgun að hann hafi skotið niður hvítrússneska eldflaug yfir Kænugarði, sem skotið var af hvítrússneskri Tu-22 herþotu í morgun. Vladimír Pútín hefur fyrirskipað kjarnorkuhersveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu. Evrópusambandið hefur ákveðið að senda Úkraínumönnum vopn. Þetta er í fyrsta sinn sem sambandið tekur ákvörðun sem þessa. Stærðarinnar rússnesk herdeild með fjölda herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, er nú sögð stefna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að kalla saman allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til neyðarfundar á morgun, vegna innrásarinnar. Rússar settu sig á móti því en hafa ekki neitunarvald um málefnið. Selenskí forseti greindi frá því á Twitter að hann hefði rætt við forsætisráðherra Breta og forseta Póllands um auknar aðgerðir gegn Rússum. Þá ræddi hann við forseta framkvæmdastjórnar ESB um mögulega aðild Úkraínu að sambandinu. Við munum fylgjast áfram með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira