Telur nýjasta útspil Pútíns sýna leikaraskap og örvæntingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. febrúar 2022 19:03 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að nýjasta útspil Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, að skipa kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu, endurspegla leikaraskap og örvæntingu af hálfu Pútíns. Þetta kom fram í máli Friðriks í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Pútín skipaði hersveitum sínum sem halda utan um fælingarvopn Rússa að vera í viðbragðsstöðu. Þetta gerði hann vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturlanda í garð Rússa. Þá sagði Friðrik að spurningin um hvort það sem á sér nú stað í Úkraínu muni ná til fleiri landa velti á því hvernig stríðsrekstur Pútíns gengur. Hingað til hafi hann ekki gengið jafn vel og Pútín hafði vonað. „Ég velti því líka fyrir mér, ástæða þess að Evrópuþjóðir eru ekki með beina hernaðaríhlutun, það er meðal annars út af fimmtu greininni í NATO-samningnum, þannig að það er komið með vopnbúnað og aðra slíka aðstoð. En hversu lengi mun Pútín horfa á þessa aðgreiningu? Ef NATO þjóðir og Evrópuþjóðir eru að veita Úkraínu allan þennan stuðning, af hverju ætti hann að halda sig við þessa lagalegu skilgreiningu, hvort það breyti einhverju hvort það er herlið komið í landið ef það er mikill stuðningur við Úkraínu að öðru leyti,“ segir Friðrik. Í fimmtu grein NATO-samningsins segir: „Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“ Pútín lifi í draumaveröld Friðrik segist þá telja að Rússlandsforseti væri ekki í tengslum við raunveruleikann. „Ég held að Pútín þjáist nú af því sem valdakarlar í hans stöðu þjást gjarnan af. Þeir eru búnir að búa til sína eigin draumaveröld. Síðan kemur að þeim tímapunkti að hún rekst á við raunveruleikann, og raunveruleikinn er bara ekkert sá sami. Það er verst að hér er raunveruleikinn hættulegur, og hann er blóðugur og í raun og veru mjög hræðilegur. Það er ekkert gott við þetta,“ segir Friðrik. Aðspurður hvort og þá hvenær sú stund rynni upp að vesturlönd þyrftu að grípa til beinna hernaðaraðgerða gegn Rússlandi, sagðist Friðrik ekki telja það ráðlegt. „Við erum komin á þann stað að það eru allir búnir að gefast upp. Þess vegna er verið að grípa til svona harðra aðgerða, eins og til dæmis viðskiptaþvinganir. Óskandi að Pútín yrði steypt af stóli Bein hernaðaríhlutun væri hins vegar eitthvað sem Evrópa og NATO myndu reyna að forðast í lengstu lög. „Mögulega eru þessar aðgerðir sem verið er að grípa til núna, meðal annars að taka á seðlabankanum og annað, þetta hefur það mikil áhrif á fólk í hans innsta hring. Þá vonum við að sjálfsögðu að einhver grípi í taumana og reyni að hafa áhrif á hann,“ segir Friðrik. „Við munum reyna að forðast það í lengstu lög að fara í bein átök við Rússland.“ Þýðir þetta ekki bara að hann verður annað hvort að sigra, eða honum verður steypt af stóli og jafnvel drepinn? „Þetta seinna, við skulum bara vona að það verði það sem gerist. Með einum eða öðrum hætti.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Friðriks í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Pútín skipaði hersveitum sínum sem halda utan um fælingarvopn Rússa að vera í viðbragðsstöðu. Þetta gerði hann vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturlanda í garð Rússa. Þá sagði Friðrik að spurningin um hvort það sem á sér nú stað í Úkraínu muni ná til fleiri landa velti á því hvernig stríðsrekstur Pútíns gengur. Hingað til hafi hann ekki gengið jafn vel og Pútín hafði vonað. „Ég velti því líka fyrir mér, ástæða þess að Evrópuþjóðir eru ekki með beina hernaðaríhlutun, það er meðal annars út af fimmtu greininni í NATO-samningnum, þannig að það er komið með vopnbúnað og aðra slíka aðstoð. En hversu lengi mun Pútín horfa á þessa aðgreiningu? Ef NATO þjóðir og Evrópuþjóðir eru að veita Úkraínu allan þennan stuðning, af hverju ætti hann að halda sig við þessa lagalegu skilgreiningu, hvort það breyti einhverju hvort það er herlið komið í landið ef það er mikill stuðningur við Úkraínu að öðru leyti,“ segir Friðrik. Í fimmtu grein NATO-samningsins segir: „Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“ Pútín lifi í draumaveröld Friðrik segist þá telja að Rússlandsforseti væri ekki í tengslum við raunveruleikann. „Ég held að Pútín þjáist nú af því sem valdakarlar í hans stöðu þjást gjarnan af. Þeir eru búnir að búa til sína eigin draumaveröld. Síðan kemur að þeim tímapunkti að hún rekst á við raunveruleikann, og raunveruleikinn er bara ekkert sá sami. Það er verst að hér er raunveruleikinn hættulegur, og hann er blóðugur og í raun og veru mjög hræðilegur. Það er ekkert gott við þetta,“ segir Friðrik. Aðspurður hvort og þá hvenær sú stund rynni upp að vesturlönd þyrftu að grípa til beinna hernaðaraðgerða gegn Rússlandi, sagðist Friðrik ekki telja það ráðlegt. „Við erum komin á þann stað að það eru allir búnir að gefast upp. Þess vegna er verið að grípa til svona harðra aðgerða, eins og til dæmis viðskiptaþvinganir. Óskandi að Pútín yrði steypt af stóli Bein hernaðaríhlutun væri hins vegar eitthvað sem Evrópa og NATO myndu reyna að forðast í lengstu lög. „Mögulega eru þessar aðgerðir sem verið er að grípa til núna, meðal annars að taka á seðlabankanum og annað, þetta hefur það mikil áhrif á fólk í hans innsta hring. Þá vonum við að sjálfsögðu að einhver grípi í taumana og reyni að hafa áhrif á hann,“ segir Friðrik. „Við munum reyna að forðast það í lengstu lög að fara í bein átök við Rússland.“ Þýðir þetta ekki bara að hann verður annað hvort að sigra, eða honum verður steypt af stóli og jafnvel drepinn? „Þetta seinna, við skulum bara vona að það verði það sem gerist. Með einum eða öðrum hætti.“
„Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira