Á flótta úr borginni þegar hermaður skaut flugskeyti í veg fyrir bílinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 13:41 Sindri ásamt eiginkonu sinni. Þau, tvö börn þeirra og tveir naggrísir flúðu Kænugarð á fimmtudagsmorgun. Til hægri má sjá bílaröð við landamærin að Ungverjalandi. Sindri Björnsson Íslenskur maður búsettur í Kænugarði segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund að komast loks yfir landamærin til Ungverjalands í gærkvöldi eftir sextíu klukkustunda ferðalag. Fjölskyldan þurfti ítrekað að skipta alveg um stefnu á leið sinni, í eitt skiptið eftir að flugskeyti var skotið í veg fyrir bíl þeirra. Sindri Björnsson hefur búið í Úkraínu ásamt úkraínskri konu sinni og tveimur börnum, 7 og 13 ára, í um þrjú ár. Þau, auk tveggja naggrísa, flúðu heimili sitt í Kænugarði að morgni 25. febrúar eftir innrás Rússa. Þau komust loks yfir til Ungverjalands í gær, suðvestan við úkraínsku landamærin, og dvelja á hóteli í bænum Hajdúszoboszló þar skammt frá. Kænugarður og ungverski bærinn Hajdúszoboszló eru merktir inn á kortið hér fyrir neðan. Sindri segir að þau hafi farið hálfgerða fjallabaksleið út úr borginni til að gæta fyllsta öryggis en ítrekað þurft að breyta ferðaáætlun sinni. „Þegar við erum að keyra út úr borginni þá er einhver hermaður úti í skurði sem skýtur flugskeyti ská yfir veginn hjá okkur. Við forðuðum okkur hratt. Ég hugsa að hann hafi verið að senda þetta í áttina að þyrlu. Við sáum það ekki. En það komu svona auka hjartslög þar,“ segir Sindri í samtali við fréttastofu. Bílaröð svo langt sem augað eygir við landamæri Úkraínu og Ungverjalands.Sindri Björnsson „Þá breytum við aðeins áætlun og keyrum annað. Og komum þá að þar sem er búið að sprengja brú í burtu og þurftum að snúa við þar, hún var sprengd tuttugu mínútum eða hálftíma áður en við komum. Það var allavega enn þá púðurkeimur þarna. Þá þurftum við að snúa við og þá bættist við 150 kílómetra leið.“ Skrýtin tilfinning að flýja stríð Fjölskyldan tók þá stefnuna á Moldóvu, þar sem þau lentu í mikilli umferðarteppu. Slíkir tappar hafa myndast um allt land, nú þegar hundruð þúsunda flýja stríðið. Eftir að hafa aðeins færst um 200 metra yfir heila nótt í sjö kílómetra bílaröð í átt að Moldóvu var stefnan tekin á Ungverjaland. Sindri segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund þegar yfir landamærin var komið. „Fyrir mig sjálfan er það skrýtin tilfinning að vera á flótta undan stríði. Það er erfiðara fyrir frúna mína, þetta er náttúrulega hennar heimaland, og hún var alveg tilbúin að ná sér í byssu og fara út á götu og berja á Rússum,“ segir Sindri. Góðmennska sjálfboðaliða sem tóku á móti þeim í Ungverjalandi og hlóðu á þau vistum hafi verið með ólíkindum. „Það var bara of mikið fyrir konuna mína. Hún bara brast í grát. Hún bara trúði því ekki að fólk gæti verið svona, að einhver væri tilbúinn til að fórna öllu til að bjarga einhverjum öðrum.“ Röðin í átt að landamærastöðinni við ungversku landamærin.Sindri Björnsson Selenskí leiðtoginn sem þjóðin þarfnast Sindri segir að fjölskyldan muni líklega ákveða á næstu tíu dögum hvort þau drífi sig til Íslands. Þrettán ára sonur eiginkonu hans er með föður sínum hinum megin við landamærin og þau skoða nú hvort hann sláist í för með þeim. Sindri lýsir ótrúlegri samstöðu úkraínsku þjóðarinnar, sem hann telur Pútín ekki hafa reiknað með. Þær aðgerðir Rússa í Úkraínu sem Sindri hafi orðið vitni að virðist mjög ómarkvissar. „Mér finnst ekki neitt ofurplan á neinu sem þeir [Rússar] eru að gera. Ég held að Pútin hafi bara misreiknað þetta. Hann reiknar með að allir verði fegnir að sjá hann, gefist upp og hann geti skellt inn nýjum forseta og allt búið. Fyrir nokkrum mínútum var ég einmitt að horfa á viðtal við einn af herforingjum Úkraínu og hann segir að áður hafi þessir strákar sem kvaddir voru í herinn bara skilað inn læknisvottorði, enginn vildi fara í herinn, en núna þurfa þeir að vera að vísa frá veiku fólki því það vilja allir fá byssu. Það vilja allir komast í herinn og út á götu. Þannig að ég held að hann [Pútín] hafi aðeins sparkað í vespuhreiður.“ Og úkraínska þjóðin hafi sannarlega fylkt sér á bak við forseta sinn Vólódómír Selenskí. „Hvernig sem fer fyrir Selenskí, lifir hann af, verður hann drepinn? Hann er í miðjum átökunum. Fyrrum forsetar hefðu allir verið komnir eitthvað annað og reynt að fjarstýra en hann er bara inni í Kíev og tilbúinn í þetta. Ef þeir fella hann þá gefst fólk ekkert upp við það, þá er hann bara kominn í dýrlingatölu og það verður enn meira. Þannig að þeir eru í vandræðum Rússarnir. Hann [Selenskí] flúði ekki og þetta sendir skilaboðin: Við klárum dæmið,“ segir Sindri. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Ingólfur Bjarni ekki stríðsfréttaritari Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa sent út tilkynningar sama efnis þar sem þau lýsa miklum létti, að fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður, séu komnir yfir landamæri Úkraínu og Póllands. En þeir héldu til Úkraínu á miðvikudag til að greina stöðu mála. 28. febrúar 2022 13:22 Bandaríkin loka sendiráðinu í Hvíta-Rússlandi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að loka sendiráði sínu í Hvíta-Rússlandi vegna ólgunnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. 28. febrúar 2022 13:30 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sindri Björnsson hefur búið í Úkraínu ásamt úkraínskri konu sinni og tveimur börnum, 7 og 13 ára, í um þrjú ár. Þau, auk tveggja naggrísa, flúðu heimili sitt í Kænugarði að morgni 25. febrúar eftir innrás Rússa. Þau komust loks yfir til Ungverjalands í gær, suðvestan við úkraínsku landamærin, og dvelja á hóteli í bænum Hajdúszoboszló þar skammt frá. Kænugarður og ungverski bærinn Hajdúszoboszló eru merktir inn á kortið hér fyrir neðan. Sindri segir að þau hafi farið hálfgerða fjallabaksleið út úr borginni til að gæta fyllsta öryggis en ítrekað þurft að breyta ferðaáætlun sinni. „Þegar við erum að keyra út úr borginni þá er einhver hermaður úti í skurði sem skýtur flugskeyti ská yfir veginn hjá okkur. Við forðuðum okkur hratt. Ég hugsa að hann hafi verið að senda þetta í áttina að þyrlu. Við sáum það ekki. En það komu svona auka hjartslög þar,“ segir Sindri í samtali við fréttastofu. Bílaröð svo langt sem augað eygir við landamæri Úkraínu og Ungverjalands.Sindri Björnsson „Þá breytum við aðeins áætlun og keyrum annað. Og komum þá að þar sem er búið að sprengja brú í burtu og þurftum að snúa við þar, hún var sprengd tuttugu mínútum eða hálftíma áður en við komum. Það var allavega enn þá púðurkeimur þarna. Þá þurftum við að snúa við og þá bættist við 150 kílómetra leið.“ Skrýtin tilfinning að flýja stríð Fjölskyldan tók þá stefnuna á Moldóvu, þar sem þau lentu í mikilli umferðarteppu. Slíkir tappar hafa myndast um allt land, nú þegar hundruð þúsunda flýja stríðið. Eftir að hafa aðeins færst um 200 metra yfir heila nótt í sjö kílómetra bílaröð í átt að Moldóvu var stefnan tekin á Ungverjaland. Sindri segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund þegar yfir landamærin var komið. „Fyrir mig sjálfan er það skrýtin tilfinning að vera á flótta undan stríði. Það er erfiðara fyrir frúna mína, þetta er náttúrulega hennar heimaland, og hún var alveg tilbúin að ná sér í byssu og fara út á götu og berja á Rússum,“ segir Sindri. Góðmennska sjálfboðaliða sem tóku á móti þeim í Ungverjalandi og hlóðu á þau vistum hafi verið með ólíkindum. „Það var bara of mikið fyrir konuna mína. Hún bara brast í grát. Hún bara trúði því ekki að fólk gæti verið svona, að einhver væri tilbúinn til að fórna öllu til að bjarga einhverjum öðrum.“ Röðin í átt að landamærastöðinni við ungversku landamærin.Sindri Björnsson Selenskí leiðtoginn sem þjóðin þarfnast Sindri segir að fjölskyldan muni líklega ákveða á næstu tíu dögum hvort þau drífi sig til Íslands. Þrettán ára sonur eiginkonu hans er með föður sínum hinum megin við landamærin og þau skoða nú hvort hann sláist í för með þeim. Sindri lýsir ótrúlegri samstöðu úkraínsku þjóðarinnar, sem hann telur Pútín ekki hafa reiknað með. Þær aðgerðir Rússa í Úkraínu sem Sindri hafi orðið vitni að virðist mjög ómarkvissar. „Mér finnst ekki neitt ofurplan á neinu sem þeir [Rússar] eru að gera. Ég held að Pútin hafi bara misreiknað þetta. Hann reiknar með að allir verði fegnir að sjá hann, gefist upp og hann geti skellt inn nýjum forseta og allt búið. Fyrir nokkrum mínútum var ég einmitt að horfa á viðtal við einn af herforingjum Úkraínu og hann segir að áður hafi þessir strákar sem kvaddir voru í herinn bara skilað inn læknisvottorði, enginn vildi fara í herinn, en núna þurfa þeir að vera að vísa frá veiku fólki því það vilja allir fá byssu. Það vilja allir komast í herinn og út á götu. Þannig að ég held að hann [Pútín] hafi aðeins sparkað í vespuhreiður.“ Og úkraínska þjóðin hafi sannarlega fylkt sér á bak við forseta sinn Vólódómír Selenskí. „Hvernig sem fer fyrir Selenskí, lifir hann af, verður hann drepinn? Hann er í miðjum átökunum. Fyrrum forsetar hefðu allir verið komnir eitthvað annað og reynt að fjarstýra en hann er bara inni í Kíev og tilbúinn í þetta. Ef þeir fella hann þá gefst fólk ekkert upp við það, þá er hann bara kominn í dýrlingatölu og það verður enn meira. Þannig að þeir eru í vandræðum Rússarnir. Hann [Selenskí] flúði ekki og þetta sendir skilaboðin: Við klárum dæmið,“ segir Sindri.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Ingólfur Bjarni ekki stríðsfréttaritari Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa sent út tilkynningar sama efnis þar sem þau lýsa miklum létti, að fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður, séu komnir yfir landamæri Úkraínu og Póllands. En þeir héldu til Úkraínu á miðvikudag til að greina stöðu mála. 28. febrúar 2022 13:22 Bandaríkin loka sendiráðinu í Hvíta-Rússlandi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að loka sendiráði sínu í Hvíta-Rússlandi vegna ólgunnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. 28. febrúar 2022 13:30 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ingólfur Bjarni ekki stríðsfréttaritari Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa sent út tilkynningar sama efnis þar sem þau lýsa miklum létti, að fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður, séu komnir yfir landamæri Úkraínu og Póllands. En þeir héldu til Úkraínu á miðvikudag til að greina stöðu mála. 28. febrúar 2022 13:22
Bandaríkin loka sendiráðinu í Hvíta-Rússlandi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að loka sendiráði sínu í Hvíta-Rússlandi vegna ólgunnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. 28. febrúar 2022 13:30
Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00