Vaktin: Hergagnalestin mikla þokast lítið áfram Atli Ísleifsson, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 1. mars 2022 06:13 Hergagnalestin mikla hefur lítið hreyfst undanfarin sólarhring. Maxar Technologies via AP Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Fréttastofa heldur áfram að fylgjast með gangi mála með nýjustu tíðindum í vaktinni á Vísi hér að neðan. Samantekt á stöðu mála Nýjar gervihnattamyndir sýna 64 kílómetra langa rússneska hergagnalest sem stefnir í suðurátt í átt að Kænugarði. Þar eiga að vera mörg hundruð skriðdreka, stórskotalið og fleiri herbílar. Hún hefur þó þokast lítið áfram undanfarin sólarhring eða svo. Búist er við því að Rússar setji aukinn kraft í árásir sínar í dag eða á næstu dögum eftir að hafa gert breytingar á undanförnum dögum. Nokkrar borgir í Úkraínu eru sagðar umkringdar rússneskum hermönnum. Borgarstjóri Kænugarðs segist ekki geta sagt hve lengi Úkraínumenn geti varist rússnesku innrásinni lengi, en þó lengi. Borgarstjórinn í Karkív segir að níu óbreyttir borgarar hið minnsta hafi látið lífið í sprengjuárás rússneska hersins í íbúðahverfi í borginni í gær. Rússar eru sakaðir um að beita klasasprengjum gegn almennum borgurum. Þá eru minnst tíu borgarar sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á ráðhús Karkívs í morgun. Forseti Úkraínu segir þessar árásir hryðjuverk. Rússar hafna þeim ásökunum en talsmaður Pútíns segir þær falskar. Nágrannar Úkraínu í Búlgaríu, Póllandi og Slóvakíu ætla að útvega Úkraínumönnum sjötíu orrustuþotur. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að innrásinni verði ekki hætt fyrr en Rússar hafi náð markmiðum sínum. Talsmaður Vladimírs Pútín forseta segir að refsiaðgerðir muni ekki stöðva Rússa. Minnst fimm eru látnir eftir að Rússar skutu eldflaug á sjónvarpsturninn í Kænugarði og minnisvarðann við Babyn Yar, þar sem 33 þúsund gyðingar voru drepnir af nasistum árið 1941. Fulltrúar ESB hafa komið sér saman um hvaða rússnesku fjármálastofnanir fái ekki lengur aðgang að SWIFT-greiðslukerfinu. Forseti Úkraínu segir að ekki sé hægt að ræða frið á milli Rússlands og Úkraínu á meðan loftárásir eru gerðar á úkraínskar borgir og borgara Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni að neðan, en lesa má Vísisvakt gærdagsins og síðustu daga hér.
Samantekt á stöðu mála Nýjar gervihnattamyndir sýna 64 kílómetra langa rússneska hergagnalest sem stefnir í suðurátt í átt að Kænugarði. Þar eiga að vera mörg hundruð skriðdreka, stórskotalið og fleiri herbílar. Hún hefur þó þokast lítið áfram undanfarin sólarhring eða svo. Búist er við því að Rússar setji aukinn kraft í árásir sínar í dag eða á næstu dögum eftir að hafa gert breytingar á undanförnum dögum. Nokkrar borgir í Úkraínu eru sagðar umkringdar rússneskum hermönnum. Borgarstjóri Kænugarðs segist ekki geta sagt hve lengi Úkraínumenn geti varist rússnesku innrásinni lengi, en þó lengi. Borgarstjórinn í Karkív segir að níu óbreyttir borgarar hið minnsta hafi látið lífið í sprengjuárás rússneska hersins í íbúðahverfi í borginni í gær. Rússar eru sakaðir um að beita klasasprengjum gegn almennum borgurum. Þá eru minnst tíu borgarar sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á ráðhús Karkívs í morgun. Forseti Úkraínu segir þessar árásir hryðjuverk. Rússar hafna þeim ásökunum en talsmaður Pútíns segir þær falskar. Nágrannar Úkraínu í Búlgaríu, Póllandi og Slóvakíu ætla að útvega Úkraínumönnum sjötíu orrustuþotur. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að innrásinni verði ekki hætt fyrr en Rússar hafi náð markmiðum sínum. Talsmaður Vladimírs Pútín forseta segir að refsiaðgerðir muni ekki stöðva Rússa. Minnst fimm eru látnir eftir að Rússar skutu eldflaug á sjónvarpsturninn í Kænugarði og minnisvarðann við Babyn Yar, þar sem 33 þúsund gyðingar voru drepnir af nasistum árið 1941. Fulltrúar ESB hafa komið sér saman um hvaða rússnesku fjármálastofnanir fái ekki lengur aðgang að SWIFT-greiðslukerfinu. Forseti Úkraínu segir að ekki sé hægt að ræða frið á milli Rússlands og Úkraínu á meðan loftárásir eru gerðar á úkraínskar borgir og borgara Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni að neðan, en lesa má Vísisvakt gærdagsins og síðustu daga hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira