Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2022 13:36 Erindrekar ganga út af fundi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar Sergei Lavrov tekur til máls. AP/Salvatore Di Nolfi Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. Meirihluti diplómata á Mannréttindaráðstefnu SÞ gekk út af fundinum þegar hann tók til máls og sömu sögu var að segja af afvopnunarráðstefnu SÞ í morgun. #UPDATE Ukraine's ambassador and diplomats from a wide number of countries staged a walkout Tuesday as Russia's foreign minister addressed the Conference on Disarmament in Geneva pic.twitter.com/dn3kCloRrR— AFP News Agency (@AFP) March 1, 2022 Lavrov sagði á afvopnunarráðstefnunni í Genf í morgun að tími sé kominn til að bandarísk kjarnorkuvopn verði fjarlægð úr Evrópu. HAnn sagði veru þeirra óásættanlega fyrir Rússa, sem hafa þó ítrekað hótað kjarnorkuárásum á undanförnum vikum og dögum og segjast hafa sett kjarnorkusveitir sínar í viðbragðsstöðu. Sendinefnd Úkraínu á ráðstefnunni gekk út úr salnum á meðan Lavrov hélt ávarp sitt og erindrekar fjölda annarra ríkja gerðu slíkt hið sama. Þar á meðal voru erindrekar Evrópusambandsríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands. „Til að sýna samstöðu gengu erindrekar ESB og aðrir út af fundinum með erindreka Úkraínu þegar Lavrov ávarpaði fundinn. Það er ekki hægt að ætlast þess af okkur að sitja hjá þegar Rússland dreifir falsupplýsingum og lygum um árásir þeirra gegn Úkraínu,“ skrifaði sendinefnd ESB á Twitter. As a sign of solidarity EU Ambassadors & others decided to leave w Ukraine the room when FM Lavrov addressed @UN_HRC & Conference on Disarmament. We cannot be expected to sit by while Russia is actively spreading disinformation & falsehoods regarding its aggression against 🇺🇦 pic.twitter.com/X5Vb7CTE3c— EU at the UN - Geneva #MultilateralismMatters (@EU_UNGeneva) March 1, 2022 Erindrekar á afvopnunarráðstefnunni voru ekki einir um það. Meirihluti erindreka, sem staddir voru á Mannréttindaráðstefnu SÞ í morgun, gengu út þegar Lavrov tók til máls. Hann var staddur á fundinum í gegn um fjarfundarbúnað og þegar fundarstjórar buðu hann velkominn stóðu tugir erindreka upp og gengu út. HRC members walk out once Lavrov’s video began to play in the session of the Council. Enough of exposure to the deranged lunacy of war criminals. We will listen to you at International Tribunal for War Crimes of Putin’s Regime pic.twitter.com/neDqBYccxk— Sergiy Kyslytsya (@SergiyKyslytsya) March 1, 2022 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir „Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30 Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. 1. mars 2022 12:30 „Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. 1. mars 2022 13:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Meirihluti diplómata á Mannréttindaráðstefnu SÞ gekk út af fundinum þegar hann tók til máls og sömu sögu var að segja af afvopnunarráðstefnu SÞ í morgun. #UPDATE Ukraine's ambassador and diplomats from a wide number of countries staged a walkout Tuesday as Russia's foreign minister addressed the Conference on Disarmament in Geneva pic.twitter.com/dn3kCloRrR— AFP News Agency (@AFP) March 1, 2022 Lavrov sagði á afvopnunarráðstefnunni í Genf í morgun að tími sé kominn til að bandarísk kjarnorkuvopn verði fjarlægð úr Evrópu. HAnn sagði veru þeirra óásættanlega fyrir Rússa, sem hafa þó ítrekað hótað kjarnorkuárásum á undanförnum vikum og dögum og segjast hafa sett kjarnorkusveitir sínar í viðbragðsstöðu. Sendinefnd Úkraínu á ráðstefnunni gekk út úr salnum á meðan Lavrov hélt ávarp sitt og erindrekar fjölda annarra ríkja gerðu slíkt hið sama. Þar á meðal voru erindrekar Evrópusambandsríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands. „Til að sýna samstöðu gengu erindrekar ESB og aðrir út af fundinum með erindreka Úkraínu þegar Lavrov ávarpaði fundinn. Það er ekki hægt að ætlast þess af okkur að sitja hjá þegar Rússland dreifir falsupplýsingum og lygum um árásir þeirra gegn Úkraínu,“ skrifaði sendinefnd ESB á Twitter. As a sign of solidarity EU Ambassadors & others decided to leave w Ukraine the room when FM Lavrov addressed @UN_HRC & Conference on Disarmament. We cannot be expected to sit by while Russia is actively spreading disinformation & falsehoods regarding its aggression against 🇺🇦 pic.twitter.com/X5Vb7CTE3c— EU at the UN - Geneva #MultilateralismMatters (@EU_UNGeneva) March 1, 2022 Erindrekar á afvopnunarráðstefnunni voru ekki einir um það. Meirihluti erindreka, sem staddir voru á Mannréttindaráðstefnu SÞ í morgun, gengu út þegar Lavrov tók til máls. Hann var staddur á fundinum í gegn um fjarfundarbúnað og þegar fundarstjórar buðu hann velkominn stóðu tugir erindreka upp og gengu út. HRC members walk out once Lavrov’s video began to play in the session of the Council. Enough of exposure to the deranged lunacy of war criminals. We will listen to you at International Tribunal for War Crimes of Putin’s Regime pic.twitter.com/neDqBYccxk— Sergiy Kyslytsya (@SergiyKyslytsya) March 1, 2022
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir „Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30 Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. 1. mars 2022 12:30 „Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. 1. mars 2022 13:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30
Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. 1. mars 2022 12:30
„Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. 1. mars 2022 13:01