Kvennalið sektað um 64 milljónir króna fyrir að fljúga eins og karlaliðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 13:31 Sabrina Ionescu er stærsta stjarna New York Liberty liðsins en hún var súperstjarna í bandaríska háskólaboltanum. Getty/Sarah Stier Í sumum atvinnumannadeildum heimsins er hreinlega bannað að hugsa of vel um leikmenn sína. Þá erum við ekki að tala um laun eða launaþak heldur ferðalög leikmanna á milli leikja. Forráðamenn WNBA-körfuboltaliðsins New York Liberty fengu svakalega sekt í andlitið fyrir að auðvelda leikmönnum sínum ferðalagið á milli leikja eins og öll liðin í NBA deild karlanna gera. Einkaflugvélar eru fastur ferðamáti karlaliðanna í NBA-deildinni en þær hafa þótt of dýr ferðamáti fyrir liðin í kvennadeildinni. The New York Liberty were fined $500,000 for chartering flights to away games during the second half of the WNBA season, a source told ESPN.More: https://t.co/shLHrvMY8q pic.twitter.com/GgCuSqNGF7— ESPN (@espn) March 2, 2022 Það er því bannað að leigja einkaflugvélar fyrir liðin í deildinni og þá reglu brutu forráðamenn New York Liberty liðsins á síðustu leiktíð. Sektin hljómaði upp á fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali eða um 64 milljónir króna. Þetta er hæsta sektin í sögu deildarinnar. Nýr yfirmaður WNBA-deildarinnar, Cathy Engelbert, veitti reyndar undanþágu í úrslitakeppni WNBA í fyrra þannig að liðið gátu ferðast með einkaflugvélum en það er aftur á móti stranglega bannað í deildarkeppninni. Einkaflugvélarnar eru bannaðar til að halda sömu línu í deildinni því þótt að sumir eigendur hafi efni á slíku þá eru margir ag eigendum WNBA-félaganna sem hafa ekki efni á því. Það eru ekki sömu peningar í WNBA-deildinni og í NBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Joe og Clara Tsa, eigendur New York Liberty, tóku áhættuna á síðustu leiktíð til að reyna að létta leikmönnum sínum undirbúning sinn fyrir leiki. Í stað þess að þurfa að fara í gegnum saman flugvallarvesenið og hinn venjulegi ferðalangur þá fengu leikmenn að fljúga með einkaflugvél milli leikja. Eigendur hinna liðanna komust að þessu og hótuðu öllu illu samkvæmt frétt hjá Sports Illustrated. Liberty átti fyrst að fá milljón dollara sekt, átti mögulega að missa valrétti í nýliðavalinu og jafnvel að vera rekið úr deildinni. Málið var á endanum leyst á bak við tjöldin og sektin var lækkuð eftir að Liberty notaði ekki einkaflugvél í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grein Sports Illustrated hefur nú komið þessu máli í sviðsljósið og það er óhætt að segja að það komi ekkert sérstaklega vel út að það sé bannað að hugsa jafnvel um konurnar og hugsað er um karlana. NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Forráðamenn WNBA-körfuboltaliðsins New York Liberty fengu svakalega sekt í andlitið fyrir að auðvelda leikmönnum sínum ferðalagið á milli leikja eins og öll liðin í NBA deild karlanna gera. Einkaflugvélar eru fastur ferðamáti karlaliðanna í NBA-deildinni en þær hafa þótt of dýr ferðamáti fyrir liðin í kvennadeildinni. The New York Liberty were fined $500,000 for chartering flights to away games during the second half of the WNBA season, a source told ESPN.More: https://t.co/shLHrvMY8q pic.twitter.com/GgCuSqNGF7— ESPN (@espn) March 2, 2022 Það er því bannað að leigja einkaflugvélar fyrir liðin í deildinni og þá reglu brutu forráðamenn New York Liberty liðsins á síðustu leiktíð. Sektin hljómaði upp á fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali eða um 64 milljónir króna. Þetta er hæsta sektin í sögu deildarinnar. Nýr yfirmaður WNBA-deildarinnar, Cathy Engelbert, veitti reyndar undanþágu í úrslitakeppni WNBA í fyrra þannig að liðið gátu ferðast með einkaflugvélum en það er aftur á móti stranglega bannað í deildarkeppninni. Einkaflugvélarnar eru bannaðar til að halda sömu línu í deildinni því þótt að sumir eigendur hafi efni á slíku þá eru margir ag eigendum WNBA-félaganna sem hafa ekki efni á því. Það eru ekki sömu peningar í WNBA-deildinni og í NBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Joe og Clara Tsa, eigendur New York Liberty, tóku áhættuna á síðustu leiktíð til að reyna að létta leikmönnum sínum undirbúning sinn fyrir leiki. Í stað þess að þurfa að fara í gegnum saman flugvallarvesenið og hinn venjulegi ferðalangur þá fengu leikmenn að fljúga með einkaflugvél milli leikja. Eigendur hinna liðanna komust að þessu og hótuðu öllu illu samkvæmt frétt hjá Sports Illustrated. Liberty átti fyrst að fá milljón dollara sekt, átti mögulega að missa valrétti í nýliðavalinu og jafnvel að vera rekið úr deildinni. Málið var á endanum leyst á bak við tjöldin og sektin var lækkuð eftir að Liberty notaði ekki einkaflugvél í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grein Sports Illustrated hefur nú komið þessu máli í sviðsljósið og það er óhætt að segja að það komi ekkert sérstaklega vel út að það sé bannað að hugsa jafnvel um konurnar og hugsað er um karlana.
NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira