Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2022 11:35 Íbúðahúsnæði í Kharkív hefur meðal annars orðið fyrir gríðarlegum skemmdum í árásum Rússa. Getty/State Emergency Service of Ukraine Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. Hugveitan Institute for the Study of War birti í gærkvöldi skýrslu um átökin í Úkraínu. Þar kemur meðal annars fram að Rússar leggi mesta áherslu í sóknina að Kænugarði. Eftir um nokkurra daga pásu þar sem frekari birgðum var komið til hermanna hófst hún aftur í gær en gekk enn illa. Önnur sókn sem kemur úr austri gekk þó betur. Rússar hafa náð tökum á borginni Kherson en sitja um Mariupol og náðu að umkringja þá borg að fullu í gær. Ráðamenn í Mariupol og Kharkív hafa kvartað undan linnulausum loftárásum og skothríð úr fallbyssum en slíkar árásir virðast eiga sér stað víðs vegar um Úkraínu. Í Kharkív segja ráðamenn að minnst 34 almennir borgarar hafi fallið í árásum á undanförnum sólarhring. Sagðir vísvitandi gera árásir á innviði og íbúðahverfi Í skýrslu ISW segir að Rússar séu vísvitandi að gera árásir á innviði og íbúðahverfi í Mariupol og víðar. Markmiðið sé að gera íbúum lífið erfitt og þvinga borgirnar til uppgjafar. Þetta sé sambærilegt og Rússar gerðu ítrekaði í Sýrlandi á undanförnum árum. Umkringja borgir og þvinga þær til uppgjafar með ítrekuðum loftárásum gegn almennum borgurum. Sérfræðingar segja líklegast að Rússar muni ekki senda hermenn til Kænugarðs strax, heldur umkringja borgina eins og aðrar og koma í veg fyrir að vopn og birgðir geti borist þangað. Borgarstjóri Konotop tilkynnti íbúum sínum eftir fund með rússneskum hermönnum að Rússar hefðu sagt að bærinn væri umkringdur og ef borgarstjórinn gæfist ekki upp, yrði bænum rústað með stórskotaliðsárásum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá því í morgun að minnst ein milljón manna hefði flúið Úkraínu frá því innrásin hófst fyrir viku síðan. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sýrland Tengdar fréttir Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Hugveitan Institute for the Study of War birti í gærkvöldi skýrslu um átökin í Úkraínu. Þar kemur meðal annars fram að Rússar leggi mesta áherslu í sóknina að Kænugarði. Eftir um nokkurra daga pásu þar sem frekari birgðum var komið til hermanna hófst hún aftur í gær en gekk enn illa. Önnur sókn sem kemur úr austri gekk þó betur. Rússar hafa náð tökum á borginni Kherson en sitja um Mariupol og náðu að umkringja þá borg að fullu í gær. Ráðamenn í Mariupol og Kharkív hafa kvartað undan linnulausum loftárásum og skothríð úr fallbyssum en slíkar árásir virðast eiga sér stað víðs vegar um Úkraínu. Í Kharkív segja ráðamenn að minnst 34 almennir borgarar hafi fallið í árásum á undanförnum sólarhring. Sagðir vísvitandi gera árásir á innviði og íbúðahverfi Í skýrslu ISW segir að Rússar séu vísvitandi að gera árásir á innviði og íbúðahverfi í Mariupol og víðar. Markmiðið sé að gera íbúum lífið erfitt og þvinga borgirnar til uppgjafar. Þetta sé sambærilegt og Rússar gerðu ítrekaði í Sýrlandi á undanförnum árum. Umkringja borgir og þvinga þær til uppgjafar með ítrekuðum loftárásum gegn almennum borgurum. Sérfræðingar segja líklegast að Rússar muni ekki senda hermenn til Kænugarðs strax, heldur umkringja borgina eins og aðrar og koma í veg fyrir að vopn og birgðir geti borist þangað. Borgarstjóri Konotop tilkynnti íbúum sínum eftir fund með rússneskum hermönnum að Rússar hefðu sagt að bærinn væri umkringdur og ef borgarstjórinn gæfist ekki upp, yrði bænum rústað með stórskotaliðsárásum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá því í morgun að minnst ein milljón manna hefði flúið Úkraínu frá því innrásin hófst fyrir viku síðan. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sýrland Tengdar fréttir Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31