Telja Úkraínumenn ekki geta varist í lengri tíma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. mars 2022 11:18 Rússneskur hermaður liggur í valnum við hliðina á eyðilögðum herbíl. AP Photo/Vadim Ghirda Varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa hafa verið mun betri en sérfræðingar og embættismenn bjuggust við. Ólíklegt er þó að Úkraínumenn geti haldið aftur af Rússneska birninum til lengdar. Í grein New York Times segir að hermenn hafi sprengt upp brýr til að hægja á innrásinni og að úkraínskir flugmenn og loftvarnir hafi stöðvað Rússa í að ná yfirráðum í loftunum yfir Úkraínu. Þar að auki hefur Úkraínumönnum gengið mjög vel í áróðurshlið átakanna og hafa orðið sér út um mikinn stuðning um heim allan. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa sýnt mikinn dugnað og mikla kænsku við varnir sínar. Þó innrás Rússa hafi hafist fyrir einungis einni viku er útlit fyrir að hún sé langt á eftir áætlun og Rússar eru sagðir eiga í vandræðum með birgðir og aga meðal lítið þjálfaðra hermanna. Rússum hefur þó orðið ágengt og greinendur vestanhafs segja Rússa enn hafa gífurlega yfirburði. Þeir yfirburðir séu á nánast öllum sviðum. Rússar hafa meiri mannafla, fleiri vopn, fleiri skriðdreka og fleirri orrustuþotur, svo eitthvað sé nefnt. Hafa misst nokkrar lykilborgir í suðrinu Ráðamenn í Bandaríkjunum eru nokkuð vissir í sinni sök að Úkraínumenn geti ekki varist innrás Rússa til lengri tíma. Sky News hefur þó eftir Oleksiy Arestovych, aðstoðarmanni Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, að þar á bæ sé menn hóflega bjartsýnir. Varnir Úkraínumanna haldi enn víðast hvar. Rússar hafa þó náð yfirráðum á borginni Mykolaiv, sem er skammt norður af borginni Kherson, sem þeir hafa náð yfirráðum yfir. Með því fá Rússar aukinn aðgang að hafnarborginni Odessa, sem talið er að Rússar ætli að ráðast á. Um hálf milljón manna býr í Mykolaiv. Rússar hafa þá náð kjarnorkuverinu Zaporizhzhia á sitt vald, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Kjarnorkuverið hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga og varð fyrir eldflaug Rússa í nótt með þeim afleiðingum að eldur kom upp í verinu. Nýjustu fréttir eru þó þær að engin hætta sé á ferðum. Þá hafa Rússar þar að auki náð völdum yfir hafnarborginni Mariupol. Heimamenn berjast þó af hörku við árásarherinn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46 Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Í grein New York Times segir að hermenn hafi sprengt upp brýr til að hægja á innrásinni og að úkraínskir flugmenn og loftvarnir hafi stöðvað Rússa í að ná yfirráðum í loftunum yfir Úkraínu. Þar að auki hefur Úkraínumönnum gengið mjög vel í áróðurshlið átakanna og hafa orðið sér út um mikinn stuðning um heim allan. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa sýnt mikinn dugnað og mikla kænsku við varnir sínar. Þó innrás Rússa hafi hafist fyrir einungis einni viku er útlit fyrir að hún sé langt á eftir áætlun og Rússar eru sagðir eiga í vandræðum með birgðir og aga meðal lítið þjálfaðra hermanna. Rússum hefur þó orðið ágengt og greinendur vestanhafs segja Rússa enn hafa gífurlega yfirburði. Þeir yfirburðir séu á nánast öllum sviðum. Rússar hafa meiri mannafla, fleiri vopn, fleiri skriðdreka og fleirri orrustuþotur, svo eitthvað sé nefnt. Hafa misst nokkrar lykilborgir í suðrinu Ráðamenn í Bandaríkjunum eru nokkuð vissir í sinni sök að Úkraínumenn geti ekki varist innrás Rússa til lengri tíma. Sky News hefur þó eftir Oleksiy Arestovych, aðstoðarmanni Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, að þar á bæ sé menn hóflega bjartsýnir. Varnir Úkraínumanna haldi enn víðast hvar. Rússar hafa þó náð yfirráðum á borginni Mykolaiv, sem er skammt norður af borginni Kherson, sem þeir hafa náð yfirráðum yfir. Með því fá Rússar aukinn aðgang að hafnarborginni Odessa, sem talið er að Rússar ætli að ráðast á. Um hálf milljón manna býr í Mykolaiv. Rússar hafa þá náð kjarnorkuverinu Zaporizhzhia á sitt vald, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Kjarnorkuverið hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga og varð fyrir eldflaug Rússa í nótt með þeim afleiðingum að eldur kom upp í verinu. Nýjustu fréttir eru þó þær að engin hætta sé á ferðum. Þá hafa Rússar þar að auki náð völdum yfir hafnarborginni Mariupol. Heimamenn berjast þó af hörku við árásarherinn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46 Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46
Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12
Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49