Vaktin: Skelfilegt ástand í Mariupol Smári Jökull Jónsson, Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 5. mars 2022 07:25 Foreldrar 18 mánaða drengs, sem lést í stríðinu í Mariupol í dag, koma aðvífandi á sjúkrahús. Vísir/AP Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu á tíunda degi innrásar Rússa í landið. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha. Það helsta sem er að gerast: Talsmaður Lækna án landamæra segir ástandið í Mariupol skelfilegt og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða þar strax. Forsætisráðherra Ísraela hitti Vladimír Pútín í dag og flaug svo strax í kjölfarið til fundar við Olaf Scholz kanslara Þýskalands. Alls hafa 56 flóttamenn komið hingað til Íslands frá Úkraínu síðan innrás Rússa hófs. Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Úkraínu, hittust á landamærum Póllands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, óskaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á Zoom-fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Haft er eftir Vladimir Pútín að leiðtogar Úkraínu þurfi að skilja að ef þeir halda áfram á sömu braut sé hætta á að Úkraína missi sjálfræði sitt sem sjálfstætt ríki. Ummælin er forsetinn sagður hafa látið falla á fundi í Moskvu. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha. Vopnahléð tímabundna hófst klukkan 10:00 að staðartíma eða 07:00 GMT. Þetta segir í rússneskum fjölmiðlum en fréttir af vopnahléi hafa ekki fengist staðfestar af úkraínskum yfirvöldum. Unnið er að því að koma um tvö hundruð þúsund manns frá hafnarborginni Maríupol í dag og um fimmtán þúsund frá Volnovakha. Borgarstjórn Maríupol býður upp á sætaferðir frá borginni. Ráðamenn í borginni Kherson greindu frá því í gær að Rússar hafi ekki staðið við loforð sín frá því á fimmtudag um að hleypa almennum borgurum út úr borginni og vistum inn í hana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir NATO hafa gefið grænt ljós á frekari sprengjuárásir á Úkraínu með því að samþykkja ekki flugbann yfir Úkraínu. Hann mun ávarpa öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Rússnesk fjarskiptayfirvöld hafa lokað fyrir aðgang Rússa að samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter sem og fjölmörgum erlendum fréttasíðum. Ástandið í Úkraínu.Vísir Hér má finna vakt gærdagsins.
Það helsta sem er að gerast: Talsmaður Lækna án landamæra segir ástandið í Mariupol skelfilegt og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða þar strax. Forsætisráðherra Ísraela hitti Vladimír Pútín í dag og flaug svo strax í kjölfarið til fundar við Olaf Scholz kanslara Þýskalands. Alls hafa 56 flóttamenn komið hingað til Íslands frá Úkraínu síðan innrás Rússa hófs. Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Úkraínu, hittust á landamærum Póllands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, óskaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á Zoom-fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Haft er eftir Vladimir Pútín að leiðtogar Úkraínu þurfi að skilja að ef þeir halda áfram á sömu braut sé hætta á að Úkraína missi sjálfræði sitt sem sjálfstætt ríki. Ummælin er forsetinn sagður hafa látið falla á fundi í Moskvu. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha. Vopnahléð tímabundna hófst klukkan 10:00 að staðartíma eða 07:00 GMT. Þetta segir í rússneskum fjölmiðlum en fréttir af vopnahléi hafa ekki fengist staðfestar af úkraínskum yfirvöldum. Unnið er að því að koma um tvö hundruð þúsund manns frá hafnarborginni Maríupol í dag og um fimmtán þúsund frá Volnovakha. Borgarstjórn Maríupol býður upp á sætaferðir frá borginni. Ráðamenn í borginni Kherson greindu frá því í gær að Rússar hafi ekki staðið við loforð sín frá því á fimmtudag um að hleypa almennum borgurum út úr borginni og vistum inn í hana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir NATO hafa gefið grænt ljós á frekari sprengjuárásir á Úkraínu með því að samþykkja ekki flugbann yfir Úkraínu. Hann mun ávarpa öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Rússnesk fjarskiptayfirvöld hafa lokað fyrir aðgang Rússa að samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter sem og fjölmörgum erlendum fréttasíðum. Ástandið í Úkraínu.Vísir Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira