Segir Vesturlönd haga sér eins og glæpamenn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2022 13:57 Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Dmitry Peskov, talsmaður hans. EPA/YURI KOCHETKOV Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, sagði við fjölmiðla í dag að Vesturlönd séu að haga sér eins og glæpamenn með því að beita Rússa efnahagslegum refsiaðgerðum vegna innrásarinnar en ráðamenn í Rússlandi hafa reyndar viljað kalla hana „sérstaka hernaðaraðgerð.“ Peskov hafnar því alfarið að Rússar séu einangraðir vegna stríðsins. Alheimurinn sé miklu stærri en Vesturlönd og Bandaríkin. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. „Þetta þýðir ekki að Rússland sé einangrað. Heimurinn er stærri en svo að Vesturlöndum og Bandaríkjunum geti tekist að einangra land, ég tala nú ekki um jafn stórt land og Rússland. Það eru fjölmörg önnur lönd í heiminum.“ Peskov gagnrýndi Vesturlönd harðlega fyrir efnahagslegar þvinganir og hét því að rússnesk stjórnvöld myndu svara í sömu mynt. Hann fékkst þó ekki til þess að segja hvers eðlis slíkt andsvar yrði annað en að hagsmunir Rússar yrðu hafðir að leiðarljósi. „Eins og þú hlýtur að skilja, þá verðum við að svara þessum glæpsamlegu efnahagsþvingunum.“ Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hefur orðið til þess að fjölmörg lönd hafa gripið til fordæmalausra efnahagsþvingana og þá hafa fyrirtæki í stórum stíl forðað sér frá Rússlandi. Þá hefur Rússum verið vikið úr alls konar íþróttakeppnum og listamenn tekið sér stöðu með Úkraínu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Peskov hafnar því alfarið að Rússar séu einangraðir vegna stríðsins. Alheimurinn sé miklu stærri en Vesturlönd og Bandaríkin. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. „Þetta þýðir ekki að Rússland sé einangrað. Heimurinn er stærri en svo að Vesturlöndum og Bandaríkjunum geti tekist að einangra land, ég tala nú ekki um jafn stórt land og Rússland. Það eru fjölmörg önnur lönd í heiminum.“ Peskov gagnrýndi Vesturlönd harðlega fyrir efnahagslegar þvinganir og hét því að rússnesk stjórnvöld myndu svara í sömu mynt. Hann fékkst þó ekki til þess að segja hvers eðlis slíkt andsvar yrði annað en að hagsmunir Rússar yrðu hafðir að leiðarljósi. „Eins og þú hlýtur að skilja, þá verðum við að svara þessum glæpsamlegu efnahagsþvingunum.“ Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hefur orðið til þess að fjölmörg lönd hafa gripið til fordæmalausra efnahagsþvingana og þá hafa fyrirtæki í stórum stíl forðað sér frá Rússlandi. Þá hefur Rússum verið vikið úr alls konar íþróttakeppnum og listamenn tekið sér stöðu með Úkraínu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31
Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20