Segir Vesturlönd haga sér eins og glæpamenn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2022 13:57 Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Dmitry Peskov, talsmaður hans. EPA/YURI KOCHETKOV Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, sagði við fjölmiðla í dag að Vesturlönd séu að haga sér eins og glæpamenn með því að beita Rússa efnahagslegum refsiaðgerðum vegna innrásarinnar en ráðamenn í Rússlandi hafa reyndar viljað kalla hana „sérstaka hernaðaraðgerð.“ Peskov hafnar því alfarið að Rússar séu einangraðir vegna stríðsins. Alheimurinn sé miklu stærri en Vesturlönd og Bandaríkin. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. „Þetta þýðir ekki að Rússland sé einangrað. Heimurinn er stærri en svo að Vesturlöndum og Bandaríkjunum geti tekist að einangra land, ég tala nú ekki um jafn stórt land og Rússland. Það eru fjölmörg önnur lönd í heiminum.“ Peskov gagnrýndi Vesturlönd harðlega fyrir efnahagslegar þvinganir og hét því að rússnesk stjórnvöld myndu svara í sömu mynt. Hann fékkst þó ekki til þess að segja hvers eðlis slíkt andsvar yrði annað en að hagsmunir Rússar yrðu hafðir að leiðarljósi. „Eins og þú hlýtur að skilja, þá verðum við að svara þessum glæpsamlegu efnahagsþvingunum.“ Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hefur orðið til þess að fjölmörg lönd hafa gripið til fordæmalausra efnahagsþvingana og þá hafa fyrirtæki í stórum stíl forðað sér frá Rússlandi. Þá hefur Rússum verið vikið úr alls konar íþróttakeppnum og listamenn tekið sér stöðu með Úkraínu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Peskov hafnar því alfarið að Rússar séu einangraðir vegna stríðsins. Alheimurinn sé miklu stærri en Vesturlönd og Bandaríkin. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. „Þetta þýðir ekki að Rússland sé einangrað. Heimurinn er stærri en svo að Vesturlöndum og Bandaríkjunum geti tekist að einangra land, ég tala nú ekki um jafn stórt land og Rússland. Það eru fjölmörg önnur lönd í heiminum.“ Peskov gagnrýndi Vesturlönd harðlega fyrir efnahagslegar þvinganir og hét því að rússnesk stjórnvöld myndu svara í sömu mynt. Hann fékkst þó ekki til þess að segja hvers eðlis slíkt andsvar yrði annað en að hagsmunir Rússar yrðu hafðir að leiðarljósi. „Eins og þú hlýtur að skilja, þá verðum við að svara þessum glæpsamlegu efnahagsþvingunum.“ Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hefur orðið til þess að fjölmörg lönd hafa gripið til fordæmalausra efnahagsþvingana og þá hafa fyrirtæki í stórum stíl forðað sér frá Rússlandi. Þá hefur Rússum verið vikið úr alls konar íþróttakeppnum og listamenn tekið sér stöðu með Úkraínu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31
Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20