Viðræður Rússa og Úkraínumanna halda áfram á mánudag Smári Jökull Jónsson skrifar 5. mars 2022 17:46 Hér má sjá rússneska hermenn, sem fangaðir voru af Úkraínumönnum, svara spurningum á blaðamannafundi Interfax. Friðarviðræður þjóðanna halda áfram á mánudag. Vísir/AP Þriðji fundur Rússa og Úkraínumanna um mögulegan frið á svæðinu verður haldinn á mánudaginn. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, biðlaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Selenskí bauð öllum hundrað öldungadeildaþingmönnum Bandaríkjanna á Zoom-fund í dag þar sem hann óskaði eftir frekari aðstoð við að verja land sitt gegn innrás Rússa. Meðal þess sem hann óskaði eftir voru fleiri flugvélar og drónar. Leiðtogar þingflokka Demókrata og Repúblikana eru að vinna í tíu milljarða dollara fjárhagsaðstoð til Úkraínu. Einnig er möguleiki á því að stríðsflugvélar verði sendar til átakanna í gegnum önnur lönd. Þingmaður Demókrata, Chris Van Hollen, skrifaði á Twitter að Nato ætti umsvifalaust að senda stríðsvélar frá Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu til Úkraínu. Vesturlönd hafa hingað til ekki tekið undir óskir Selenskí forseta um að koma á flugbanni yfir Úkraínu enda hafa Rússar sagt að slík ákvörðun væri stríðsyfirlýsing á hendur Rússa. „Ég ásamt öðrum staðfestum stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og ræddum möguleikann á frekari aðstoð til félaga okkar í baráttu sinni fyrir frelsi. Augu allra eru á Úkraínu á meðan þeir verja lýðræðið,“ skrifaði demókratinn Jeanne Shaheen. Þá tilkynnti David Arakhamiya, samningamaður Úkraínumanna, að frekari viðræður um frið myndu halda áfram á mánudag en þetta kemur fram í frétt Reuters. Á fimmtudag var samþykkt að opna útgönguleiðir úr borgum í Úkraínu svo almenningur gæti yfirgefið bardagasvæði. Fólksflutningarnir hafa þó ekki gengið eins vel og vonast hafði verið. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Rússland Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Selenskí bauð öllum hundrað öldungadeildaþingmönnum Bandaríkjanna á Zoom-fund í dag þar sem hann óskaði eftir frekari aðstoð við að verja land sitt gegn innrás Rússa. Meðal þess sem hann óskaði eftir voru fleiri flugvélar og drónar. Leiðtogar þingflokka Demókrata og Repúblikana eru að vinna í tíu milljarða dollara fjárhagsaðstoð til Úkraínu. Einnig er möguleiki á því að stríðsflugvélar verði sendar til átakanna í gegnum önnur lönd. Þingmaður Demókrata, Chris Van Hollen, skrifaði á Twitter að Nato ætti umsvifalaust að senda stríðsvélar frá Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu til Úkraínu. Vesturlönd hafa hingað til ekki tekið undir óskir Selenskí forseta um að koma á flugbanni yfir Úkraínu enda hafa Rússar sagt að slík ákvörðun væri stríðsyfirlýsing á hendur Rússa. „Ég ásamt öðrum staðfestum stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og ræddum möguleikann á frekari aðstoð til félaga okkar í baráttu sinni fyrir frelsi. Augu allra eru á Úkraínu á meðan þeir verja lýðræðið,“ skrifaði demókratinn Jeanne Shaheen. Þá tilkynnti David Arakhamiya, samningamaður Úkraínumanna, að frekari viðræður um frið myndu halda áfram á mánudag en þetta kemur fram í frétt Reuters. Á fimmtudag var samþykkt að opna útgönguleiðir úr borgum í Úkraínu svo almenningur gæti yfirgefið bardagasvæði. Fólksflutningarnir hafa þó ekki gengið eins vel og vonast hafði verið.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Rússland Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira