Visa og Mastercard loka á Rússa Smári Jökull Jónsson skrifar 6. mars 2022 00:01 Visa og Mastercard taka þátt í viðskiptaþvingunum vegna stríðsins. Vísir/AP Visa og Mastercard hafa tilkynnt að þau muni loka á viðskipti Rússa erlendis sem og notkun erlendra aðila í Rússlandi. Tilkynning Visa barst fyrr í kvöld og þar kemur fram að fyrirtækið ætli að vinna með viðskiptavinum sínum í Rússlandi að því að loka á allar færslur á næstu dögum. Þá verður hvorki hægt að nota kort erlendis sem gefin eru út í Rússlandi né verður hægt að nota kort í Rússlandi sem gefin eru út í öðrum löndum. „Við neyðumst til að bregðast við þessari tilefnislausu árás Rússa og þeirra óafsakanlegu atburða sem við höfum orðið vitni að,“ sagði Al Kelly forstjóri Visa. „Við hörmum þau áhrif sem þetta mun hafa á góða samstarfsaðila og þeirra viðskiptavini og korthafa í Rússlandi. Við bregðumst við þessu stríði og ógn þess á heimsfrið samkvæmt okkar gildum.“ BREAKING: Both Visa and Mastercard suspend network services in Russia in the aftermath of President Zelenskyy's appeal this morning.— Brian Tyler Cohen (@briantylercohen) March 5, 2022 Mastercard fylgdi í kjölfarið og tilkynnti að þeir myndu loka á öll sín kerfi í Rússlandi. Þeir sögðu ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda enda hafi fyrirtækið starfað í Rússlandi í meira en tuttugu og fimm ár. Ákvörðun fyrirtækjanna kemur í kjölfar þess að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, óskaði eftir því á fundi með þingmönnum Öldungadeildar Bandaríkjanna að fyrirtækin myndu grípa til aðgerða í Rússlandi. Mastercard announces they are suspending network services in Russia after President Zelensky called on them to do so during his meeting with US lawmakers this morning.— Kaitlan Collins (@kaitlancollins) March 5, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Greiðslumiðlun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Tilkynning Visa barst fyrr í kvöld og þar kemur fram að fyrirtækið ætli að vinna með viðskiptavinum sínum í Rússlandi að því að loka á allar færslur á næstu dögum. Þá verður hvorki hægt að nota kort erlendis sem gefin eru út í Rússlandi né verður hægt að nota kort í Rússlandi sem gefin eru út í öðrum löndum. „Við neyðumst til að bregðast við þessari tilefnislausu árás Rússa og þeirra óafsakanlegu atburða sem við höfum orðið vitni að,“ sagði Al Kelly forstjóri Visa. „Við hörmum þau áhrif sem þetta mun hafa á góða samstarfsaðila og þeirra viðskiptavini og korthafa í Rússlandi. Við bregðumst við þessu stríði og ógn þess á heimsfrið samkvæmt okkar gildum.“ BREAKING: Both Visa and Mastercard suspend network services in Russia in the aftermath of President Zelenskyy's appeal this morning.— Brian Tyler Cohen (@briantylercohen) March 5, 2022 Mastercard fylgdi í kjölfarið og tilkynnti að þeir myndu loka á öll sín kerfi í Rússlandi. Þeir sögðu ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda enda hafi fyrirtækið starfað í Rússlandi í meira en tuttugu og fimm ár. Ákvörðun fyrirtækjanna kemur í kjölfar þess að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, óskaði eftir því á fundi með þingmönnum Öldungadeildar Bandaríkjanna að fyrirtækin myndu grípa til aðgerða í Rússlandi. Mastercard announces they are suspending network services in Russia after President Zelensky called on them to do so during his meeting with US lawmakers this morning.— Kaitlan Collins (@kaitlancollins) March 5, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Greiðslumiðlun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira