„Fólk drekkur úr pollunum á götunni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2022 09:14 Börn heilbrigðisstarfsmanna bíða foreldra sinna á spítala í Maríupól. AP/Evgeniy Maloletka „Það er ekkert rafmagn, enginn hiti, ekkert símasamband. Þetta er algjör hryllingur,“ hefur New York Times eftir ráðgjafa borgarstjórans í Maríupól um ástandið í borginni. „Fólk drekkur úr pollunum á götunni.“ Petro Andryushcenko segir stöðugar árásir Rússa hafa gert hluta borgarinnar óhæfan til að búa í. Ekki hafi tekist að telja látna né bjarga særðum. „Þetta bara stoppar ekki,“ segir hann. „Allir sem reyna að fara út hætta lífi sínu. Þess vegna getur borgarstjórinn ekki óskað þess af fólki; það væri eins og að senda það í opinn dauðann.“ „Árásirnar eru stöðugar og handahófskenndar,“ segir Diana Berg, einn íbúa Maríupól. „Þegar þú ert úti á götu getur þú hvenær sem er átt það á hættu að eldflaug lendi hjá þér.“ Berg sagði fólk engu að síður fara út til að kveikja elda til að halda á sér hita. Tilraunir til að koma á vopnahléi og koma íbúum úr borginni fóru út um þúfur í gær. Úkraínumenn sögðu Rússa ekki hafa virt vopnahléið en Rússar sökuðu Úkraínumenn um það sama. Til stendur að gera aðra tilraun í dag en Andryushchenko segir borgaryfirvöld bera takmarkað traust til Rússa. Hins vegar sé um að ræða hinstu von borgarbúa. Myndir af því þegar heilbrigðisstarfsmenn freistuðu þess að bjarga hinum 18 mánaða Kirill á spítala í Maríupól á föstudag hafa vakið hörð viðbrögð.Foreldrar Kirill, Fedor og Marina Yatsko, komu með drenginn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir árás Rússa. Tilraunir til að bjarga Kirill báru ekki árangur.AP/Evgeniy Maloletka Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
„Fólk drekkur úr pollunum á götunni.“ Petro Andryushcenko segir stöðugar árásir Rússa hafa gert hluta borgarinnar óhæfan til að búa í. Ekki hafi tekist að telja látna né bjarga særðum. „Þetta bara stoppar ekki,“ segir hann. „Allir sem reyna að fara út hætta lífi sínu. Þess vegna getur borgarstjórinn ekki óskað þess af fólki; það væri eins og að senda það í opinn dauðann.“ „Árásirnar eru stöðugar og handahófskenndar,“ segir Diana Berg, einn íbúa Maríupól. „Þegar þú ert úti á götu getur þú hvenær sem er átt það á hættu að eldflaug lendi hjá þér.“ Berg sagði fólk engu að síður fara út til að kveikja elda til að halda á sér hita. Tilraunir til að koma á vopnahléi og koma íbúum úr borginni fóru út um þúfur í gær. Úkraínumenn sögðu Rússa ekki hafa virt vopnahléið en Rússar sökuðu Úkraínumenn um það sama. Til stendur að gera aðra tilraun í dag en Andryushchenko segir borgaryfirvöld bera takmarkað traust til Rússa. Hins vegar sé um að ræða hinstu von borgarbúa. Myndir af því þegar heilbrigðisstarfsmenn freistuðu þess að bjarga hinum 18 mánaða Kirill á spítala í Maríupól á föstudag hafa vakið hörð viðbrögð.Foreldrar Kirill, Fedor og Marina Yatsko, komu með drenginn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir árás Rússa. Tilraunir til að bjarga Kirill báru ekki árangur.AP/Evgeniy Maloletka
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira