Besta lið NBA-deildarinnar mætir laskað til leiks gegn meisturum Milwaukee Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 11:15 Chris Paul verður ekki með Suns í kvöld. AP Photo/Matt York Klukkan 20.30 mætast NBA-meistarar Milwaukee Bucks og það lið sem er með bestan árangur til þessa í deildinni, Phoenix Suns. Hér gæti verið um að ræða liðin sem munu leika til úrslita í vor en Suns mætir hins vegar laskað til leiks í kvöld. Milwaukee Bucks er sem stendur í 3. sæti Austurdeildar með 39 sigra eftir 64 leiki, líkt og Chicago Bulls. Það virðast flestir sérfræðingar vera á því að Miami Heat endi í efsta sæti Austursins en það væri glapræði að vanmeta meistara Milwaukee Bucks. Liðið vann góðan sigur á Bulls í síðasta leik og lagði áðurnefnt Miami í leiknum þar á undan. Í kvöld er svo leikur gegn besta liði NBA-deildarinnar á dagskrá. Sigur hér gæti komið liðinu heldur betur af stað en stærstu lið deildarinnar eru nú að skipta um gír og farin að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina. Leikmenn Bucks eru að slípast betur saman og það er ljóst að lið með Giannis Antetokounmpo er til alls líklegt. Þá er Jrue Holiday með vanmetnari leikmönnum deildarinnar, Khris Middleton er betri en flestir og gamla brýnið Brook Lopez er svo þarna til að miðla reynslu. Giannis í leik gegn Suns í febrúar.Chris Coduto/Getty Images Suns eru á sama tíma í efsta sæti Vesturdeildar með besta árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið er hins vegar án tveggja sinna sterkustu manna, þeirra Chris Paul og Devin Booker. Það breytir þó ekki því að mögulega erum við að fá sjá þau tvö lið sem munu spila til úrslita í NBA-deildinni í vor. „Það er alveg möguleiki að við séum að sjá liðin sem eru að leika til úrslita í NBA-deildinni í vor en þau verða ekki þannig skipuð. Chris Paul er meiddur á hendi og kemur aftur eftir svona mánuð. Þá er Devin Booker með veiruna skæðu. Booker verður ekki heldur með í kvöld.Christian Petersen/Getty Images Það er ekkert ólíklegt að við fáum Suns og Bucks í úrslitum en þetta er ekki Suns-liðið sem mun spila í úrslitakeppninni,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérlegur körfubolta sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um leik kvöldsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.30. Það verður spennandi að sjá hvað Sólirnar gera án sinna heitustu manna. Hirtirnir frá Milwaukee virðast í fantaformi eftir tvo magnaða sigra í röð. Að leggja besta lið deildarinnar myndi sýna og sanna að liðið er meira en tilbúið í að verja titil sinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Milwaukee Bucks er sem stendur í 3. sæti Austurdeildar með 39 sigra eftir 64 leiki, líkt og Chicago Bulls. Það virðast flestir sérfræðingar vera á því að Miami Heat endi í efsta sæti Austursins en það væri glapræði að vanmeta meistara Milwaukee Bucks. Liðið vann góðan sigur á Bulls í síðasta leik og lagði áðurnefnt Miami í leiknum þar á undan. Í kvöld er svo leikur gegn besta liði NBA-deildarinnar á dagskrá. Sigur hér gæti komið liðinu heldur betur af stað en stærstu lið deildarinnar eru nú að skipta um gír og farin að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina. Leikmenn Bucks eru að slípast betur saman og það er ljóst að lið með Giannis Antetokounmpo er til alls líklegt. Þá er Jrue Holiday með vanmetnari leikmönnum deildarinnar, Khris Middleton er betri en flestir og gamla brýnið Brook Lopez er svo þarna til að miðla reynslu. Giannis í leik gegn Suns í febrúar.Chris Coduto/Getty Images Suns eru á sama tíma í efsta sæti Vesturdeildar með besta árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið er hins vegar án tveggja sinna sterkustu manna, þeirra Chris Paul og Devin Booker. Það breytir þó ekki því að mögulega erum við að fá sjá þau tvö lið sem munu spila til úrslita í NBA-deildinni í vor. „Það er alveg möguleiki að við séum að sjá liðin sem eru að leika til úrslita í NBA-deildinni í vor en þau verða ekki þannig skipuð. Chris Paul er meiddur á hendi og kemur aftur eftir svona mánuð. Þá er Devin Booker með veiruna skæðu. Booker verður ekki heldur með í kvöld.Christian Petersen/Getty Images Það er ekkert ólíklegt að við fáum Suns og Bucks í úrslitum en þetta er ekki Suns-liðið sem mun spila í úrslitakeppninni,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérlegur körfubolta sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um leik kvöldsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.30. Það verður spennandi að sjá hvað Sólirnar gera án sinna heitustu manna. Hirtirnir frá Milwaukee virðast í fantaformi eftir tvo magnaða sigra í röð. Að leggja besta lið deildarinnar myndi sýna og sanna að liðið er meira en tilbúið í að verja titil sinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum