„Munum refsa öllum sem framið hafa voðaverk í þessu stríði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. mars 2022 22:53 Ávarp frá Selenskí birtist í kvöld og þar sagði hann þvinganir Vesturlanda gegn Rússum ekki ganga nógu langt. Vísir/AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann fordæmdi þögn Vesturlanda við þeim ummælum varnarmálaráðuneytis Rússa að varnarinnviðir Úkraínumanna yrðu sprengdir á morgun. Í ávarpi sínu kallaði Selenskí þessar árásir Rússa morð vegna þess fjölda fólks sem býr í nágrenni við skotmörkin. Hann fordæmdi þögn Vesturlanda vegna yfirlýsingar varnarmálaráðuneytis Rússa og sagði að það væri eins og leiðtogar Vesturlanda hefðu leysts upp. „Rússar hafa lýst yfir að þeir muni sprengja varnarinnviði okkar á morgun. Flest skotmarkanna eru í borgum með almenna borgara allt í kring. Þetta er morð, einfaldlega morð. Ég sé engan leiðtoga í veröldinni bregðast við þessu. Engan stjórnmálamann á Vesturlöndum.“ Hann ítrekaði enn og aftur ósk sína um frekari þvinganir gagnvart Rússum og sagði þvinganirnar hingað til ekki hafa haft nægilega mikil áhrif. Í ávarpinu talaði Selenskí einnig um árásarnir sem gerðar voru á almenna borgara sem voru að flýja Irpin í úthverfi Kænugarðs. Zelensky: "Today, a family of four, parents and two children, were killed in Irpin as they were trying to leave the city. We will not forgive. We will not forget."— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) March 6, 2022 „Í dag lést fjögurra manna fjölskylda í Irpin þegar þau voru að reyna að yfirgefa borgina. Við munum ekki fyrirgefa. Við munum ekki gleyma,“ sagði Selenskí en alls létust átta almennir borgarar þegar sprengjum var varpað á varðstöð í Irpin þar sem almenningur var á leið út úr borginni. „Dirfskan í þessum árásum er skýrt merki til Vesturlanda að þvinganirnar sem hefur verið beitt duga ekki til. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum raunveruleika. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum nýju morðum í Úkraínu.“ Selenskí segir að öllum verði refsað fyrir þessa atburði. „Við munum refsa öllum þeim sem framið hafa voðaverk í þessu stríði. Við munum finna alla þá sem eru að sprengja borgirnar okkar, fólkið okkar. Þá sem hafa skotið eldflaugum og þá sem hafa fyrirskipað árásir. Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu, nema í gröfinni.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Í ávarpi sínu kallaði Selenskí þessar árásir Rússa morð vegna þess fjölda fólks sem býr í nágrenni við skotmörkin. Hann fordæmdi þögn Vesturlanda vegna yfirlýsingar varnarmálaráðuneytis Rússa og sagði að það væri eins og leiðtogar Vesturlanda hefðu leysts upp. „Rússar hafa lýst yfir að þeir muni sprengja varnarinnviði okkar á morgun. Flest skotmarkanna eru í borgum með almenna borgara allt í kring. Þetta er morð, einfaldlega morð. Ég sé engan leiðtoga í veröldinni bregðast við þessu. Engan stjórnmálamann á Vesturlöndum.“ Hann ítrekaði enn og aftur ósk sína um frekari þvinganir gagnvart Rússum og sagði þvinganirnar hingað til ekki hafa haft nægilega mikil áhrif. Í ávarpinu talaði Selenskí einnig um árásarnir sem gerðar voru á almenna borgara sem voru að flýja Irpin í úthverfi Kænugarðs. Zelensky: "Today, a family of four, parents and two children, were killed in Irpin as they were trying to leave the city. We will not forgive. We will not forget."— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) March 6, 2022 „Í dag lést fjögurra manna fjölskylda í Irpin þegar þau voru að reyna að yfirgefa borgina. Við munum ekki fyrirgefa. Við munum ekki gleyma,“ sagði Selenskí en alls létust átta almennir borgarar þegar sprengjum var varpað á varðstöð í Irpin þar sem almenningur var á leið út úr borginni. „Dirfskan í þessum árásum er skýrt merki til Vesturlanda að þvinganirnar sem hefur verið beitt duga ekki til. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum raunveruleika. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum nýju morðum í Úkraínu.“ Selenskí segir að öllum verði refsað fyrir þessa atburði. „Við munum refsa öllum þeim sem framið hafa voðaverk í þessu stríði. Við munum finna alla þá sem eru að sprengja borgirnar okkar, fólkið okkar. Þá sem hafa skotið eldflaugum og þá sem hafa fyrirskipað árásir. Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu, nema í gröfinni.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira