Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2022 08:00 Nikola Jokic átti stórbrotinn leik í gær. AP/David Zalubowski Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. Denver vann leikinn að lokum 138-130 eftir framlengingu. „Jókerinn“ skoraði 30 af 46 stigum sínum í síðasta leikhluta venjulegs leiktíma og framlengingunni, eftir að útlitið var orðið svart í þriðja leikhluta þegar þjálfarinn Michael Malone var rekinn úr salnum. Jokic skoraði ekki bara 46 stig heldur tók 12 fráköst, gaf 11 stoðsendingar, stal boltanum þrisvar og varði fjögur skot. Frá því að farið var að telja stolna bolta og varin skot, tímabilið 1973-74, hefur enginn skilað svona tölum. Nikola Jokic in tonight's @nuggets W:46 points12 boards11 assists3 steals4 blocksNo one has recorded that stat line since steals and blocks started being tracked pic.twitter.com/F46QO1J736— NBA (@NBA) March 7, 2022 Tatum með 54 stig gegn Durant og Irving Jayson Tatum jók á raunir Brooklyn Nets með magnaðri frammistöðu fyrir Boston Celtics en hann skoraði 54 stig í 126-120 sigri Boston. Kevin Durant lék sinn annan leik síðan um miðjan janúar og skoraði 37 stig fyrir Brooklyn, og er þar með einn af 23 leikmönnum NBA sem náð hafa 25.000 stigum. Þeir Durant og Kyrie Irving léku saman í aðeins fjórða sinn á tímabilinu og skoraði Irving 19 stig en það var Tatum sem stal senunni. Jayson Tatum is on fire pic.twitter.com/vywHkynHrD— NBACentral (@TheNBACentral) March 6, 2022 Boston hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum, og 21 leik af síðustu 27, og er í 5. sæti austurdeildarinnar. Hörmungar Brooklyn halda hins vegar áfram en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og er í 9. sæti austurdeildarinnar. Milwaukee vann stórleikinn Í stórleik gærdagsins sendu meistarar Milwaukee Bucks hins vegar skýr skilaboð með sigri gegn Phoenix Suns, 132-122, þar sem Khris Middleton skoraði 44 stig fyrir heimamenn, í leik liðanna sem léku til úrslita í fyrra. Khris Middleton TAKES OVER in the @Bucks win, going for a season-high 44 including 16 in the 4th quarter pic.twitter.com/3AzN64VIXh— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þetta var fjórði sigur Milwaukee í röð og villuvandræði Giannis Antetokounmpo komu ekki að sök með Middleton í miklu stuði auk þess sem Jrue Holiday skoraði 24 stig. Phoenix er enn með langbesta sigurhlutfallið af öllum liðum NBA-deildarinnar og á sigurinn vísan í vesturdeildinni en Milwaukee er í 3. sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Miami Heat sem er efst. Úrslitin í gær: Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York NBA Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Denver vann leikinn að lokum 138-130 eftir framlengingu. „Jókerinn“ skoraði 30 af 46 stigum sínum í síðasta leikhluta venjulegs leiktíma og framlengingunni, eftir að útlitið var orðið svart í þriðja leikhluta þegar þjálfarinn Michael Malone var rekinn úr salnum. Jokic skoraði ekki bara 46 stig heldur tók 12 fráköst, gaf 11 stoðsendingar, stal boltanum þrisvar og varði fjögur skot. Frá því að farið var að telja stolna bolta og varin skot, tímabilið 1973-74, hefur enginn skilað svona tölum. Nikola Jokic in tonight's @nuggets W:46 points12 boards11 assists3 steals4 blocksNo one has recorded that stat line since steals and blocks started being tracked pic.twitter.com/F46QO1J736— NBA (@NBA) March 7, 2022 Tatum með 54 stig gegn Durant og Irving Jayson Tatum jók á raunir Brooklyn Nets með magnaðri frammistöðu fyrir Boston Celtics en hann skoraði 54 stig í 126-120 sigri Boston. Kevin Durant lék sinn annan leik síðan um miðjan janúar og skoraði 37 stig fyrir Brooklyn, og er þar með einn af 23 leikmönnum NBA sem náð hafa 25.000 stigum. Þeir Durant og Kyrie Irving léku saman í aðeins fjórða sinn á tímabilinu og skoraði Irving 19 stig en það var Tatum sem stal senunni. Jayson Tatum is on fire pic.twitter.com/vywHkynHrD— NBACentral (@TheNBACentral) March 6, 2022 Boston hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum, og 21 leik af síðustu 27, og er í 5. sæti austurdeildarinnar. Hörmungar Brooklyn halda hins vegar áfram en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og er í 9. sæti austurdeildarinnar. Milwaukee vann stórleikinn Í stórleik gærdagsins sendu meistarar Milwaukee Bucks hins vegar skýr skilaboð með sigri gegn Phoenix Suns, 132-122, þar sem Khris Middleton skoraði 44 stig fyrir heimamenn, í leik liðanna sem léku til úrslita í fyrra. Khris Middleton TAKES OVER in the @Bucks win, going for a season-high 44 including 16 in the 4th quarter pic.twitter.com/3AzN64VIXh— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þetta var fjórði sigur Milwaukee í röð og villuvandræði Giannis Antetokounmpo komu ekki að sök með Middleton í miklu stuði auk þess sem Jrue Holiday skoraði 24 stig. Phoenix er enn með langbesta sigurhlutfallið af öllum liðum NBA-deildarinnar og á sigurinn vísan í vesturdeildinni en Milwaukee er í 3. sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Miami Heat sem er efst. Úrslitin í gær: Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York
Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York
NBA Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira