Þorir ekki á flótta með níræða ömmu sína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2022 08:00 Anastasiaa bendir á að þörf sé á alls konar nauðsynjavörum til handa þeim sem hafa flúið. Flestir hafi flúið heimili sín og að aleigan rúmist nú í einum bakpoka. Anastasiia Komlikova ákvað að halda kyrru fyrir í Úkraínu þegar sprengjuregnið hófst aðfararnótt fimmtudagsins 24. febrúar því hún taldi víst að amma hennar myndi ekki þola ferðalagið að landamærunum. Fjöldi frétta hefur á síðustu dögum borist af Úkraínumönnum sem flúðu stríðið. Leiðin að landamærunum ætti undir venjulegum kringumstæðum ekki að taka langan tíma en leiðin er torsótt þegar mörg hundruð þúsund manns reyna að flýja á sama tíma. Margir gáfust upp á bílaröðinni og héldu að landamærunum fótgangandi. Líf Anastasiiu hefur gerbreyst frá innrásinni. Hún, eiginmaður hennar og 8 ára dóttir þeirra vöknuðu skelfingu lostin við sprengjuhvelli þegar Rússar hófu árásir sínar. Þau þurftu að flýja heimilið í Brovary þegar í stað en Brovary tilheyrir umdæmi Kænugarðs. Anastasiia heldur til í litlu þorpi í Úkraínu ásamt stórfjölskyldu hennar en þar á meðal er níræð amma hennar. Anastasiia vildi síður segja hvar hún er niðurkomin af ótta við hugsanlegar afleiðingar síðar meir. Anastasiia segir að flótti úr landi verði þeirra síðasta úrræði. „Ég heyri ekki lengur í sprengjunum á staðnum sem við dveljum á núna en við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég er kvíðin. Ég hef ekki aðeins áhyggjur af öryggi fjölskyldunnar minnar heldur líka allra hinna,“ sagði Anastasiia í samtali við fréttastofu. Líf Anastasiiu hverfist að mörgu leyti um tónlist. Hún er tónskáld, með doktorspróf í tónlist og er framkvæmdastjóri listahóps sem kallast Kalyna. Innan hópsins eru kórsöngvarar, ballettdansarar og sinfóníuhljómsveit. Hún hefur miklar áhyggjur af samstarfsfólki sínu því hópurinn tvístraðist á fyrstu dögum stríðsins. „Um helmingur listahópsins Kalyna varð eftir í Kænugarði. Ég veit til þess að tveir úr hópnum hafa verið fastir í fimm daga á landsvæðum þar sem hvorki er rennandi vatn né rafmagn. Hjartað brestur þegar ég hugsa um þau.“ Anastasiia var spurð hvers konar aðstoð frá Íslendingum yrði þýðingarmest fyrir úkraínsku þjóðina. Það stóð ekki á svörum. Úkraínska þjóðin væri hjálpar þurfi á flestum sviðum. Hún sagði að það mikilvægasta sem væri hægt að gera fyrir Úkraínu væri að þrýsta á Atlantshafsbandalagið um að koma á flugbanni yfir Úkraínu en framkvæmdastjóri þess hefur þegar sagt að það komi ekki til greina því slíkt útspil myndi hafa í för með sér enn meiri hörmungar. Anastasiia sagði að það væri brýnt að tala sem oftast um stríðið og að halda íslenskum stjórnvöldum við efnið. Þá segir hún að rödd Íslands innan NATÓ sé mikilvæg og að Íslendingar eigi að nýta hana. Þá benti hún á að þörf sé á alls konar nauðsynjavörum til handa þeim sem hafa flúið. Flestir hafi flúið heimili sín og að aleigan rúmist nú í einum bakpoka. Anastasiia biðlaði að lokum til Evrópubúa um að láta sig málið varða. „Við þurfum á aðstoð Evrópu að halda. Geriði það, stöðvið þetta.“ Hún sagðist enn binda vonir við að „hinn heilbrigði hugur“ vinni á endanum og að komið verði í veg fyrir stríðið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Úkraínuher segir verulega hafa hægt á sókn Rússa en harðir bardagar standa enn yfir Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8. mars 2022 06:46 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Fjöldi frétta hefur á síðustu dögum borist af Úkraínumönnum sem flúðu stríðið. Leiðin að landamærunum ætti undir venjulegum kringumstæðum ekki að taka langan tíma en leiðin er torsótt þegar mörg hundruð þúsund manns reyna að flýja á sama tíma. Margir gáfust upp á bílaröðinni og héldu að landamærunum fótgangandi. Líf Anastasiiu hefur gerbreyst frá innrásinni. Hún, eiginmaður hennar og 8 ára dóttir þeirra vöknuðu skelfingu lostin við sprengjuhvelli þegar Rússar hófu árásir sínar. Þau þurftu að flýja heimilið í Brovary þegar í stað en Brovary tilheyrir umdæmi Kænugarðs. Anastasiia heldur til í litlu þorpi í Úkraínu ásamt stórfjölskyldu hennar en þar á meðal er níræð amma hennar. Anastasiia vildi síður segja hvar hún er niðurkomin af ótta við hugsanlegar afleiðingar síðar meir. Anastasiia segir að flótti úr landi verði þeirra síðasta úrræði. „Ég heyri ekki lengur í sprengjunum á staðnum sem við dveljum á núna en við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég er kvíðin. Ég hef ekki aðeins áhyggjur af öryggi fjölskyldunnar minnar heldur líka allra hinna,“ sagði Anastasiia í samtali við fréttastofu. Líf Anastasiiu hverfist að mörgu leyti um tónlist. Hún er tónskáld, með doktorspróf í tónlist og er framkvæmdastjóri listahóps sem kallast Kalyna. Innan hópsins eru kórsöngvarar, ballettdansarar og sinfóníuhljómsveit. Hún hefur miklar áhyggjur af samstarfsfólki sínu því hópurinn tvístraðist á fyrstu dögum stríðsins. „Um helmingur listahópsins Kalyna varð eftir í Kænugarði. Ég veit til þess að tveir úr hópnum hafa verið fastir í fimm daga á landsvæðum þar sem hvorki er rennandi vatn né rafmagn. Hjartað brestur þegar ég hugsa um þau.“ Anastasiia var spurð hvers konar aðstoð frá Íslendingum yrði þýðingarmest fyrir úkraínsku þjóðina. Það stóð ekki á svörum. Úkraínska þjóðin væri hjálpar þurfi á flestum sviðum. Hún sagði að það mikilvægasta sem væri hægt að gera fyrir Úkraínu væri að þrýsta á Atlantshafsbandalagið um að koma á flugbanni yfir Úkraínu en framkvæmdastjóri þess hefur þegar sagt að það komi ekki til greina því slíkt útspil myndi hafa í för með sér enn meiri hörmungar. Anastasiia sagði að það væri brýnt að tala sem oftast um stríðið og að halda íslenskum stjórnvöldum við efnið. Þá segir hún að rödd Íslands innan NATÓ sé mikilvæg og að Íslendingar eigi að nýta hana. Þá benti hún á að þörf sé á alls konar nauðsynjavörum til handa þeim sem hafa flúið. Flestir hafi flúið heimili sín og að aleigan rúmist nú í einum bakpoka. Anastasiia biðlaði að lokum til Evrópubúa um að láta sig málið varða. „Við þurfum á aðstoð Evrópu að halda. Geriði það, stöðvið þetta.“ Hún sagðist enn binda vonir við að „hinn heilbrigði hugur“ vinni á endanum og að komið verði í veg fyrir stríðið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Úkraínuher segir verulega hafa hægt á sókn Rússa en harðir bardagar standa enn yfir Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8. mars 2022 06:46 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Vaktin: Úkraínuher segir verulega hafa hægt á sókn Rússa en harðir bardagar standa enn yfir Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8. mars 2022 06:46