Má enn ekki spila á heimavelli en skoraði fimmtíu í dýrmætum sigri Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 07:31 Kyrie Irving var magnaður gegn Charlotte Hornets í gær. AP/Chris Carlson „Þetta var meistaralega gert,“ sagði Kevin Durant og byrjaði að klappa þegar hann var spurður út í ævintýralega frammistöðu félaga síns, Kyrie Irving, í bráðnauðsynlegum 132-121 sigri á Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Irving var sjóðheitur í leiknum og endaði með 50 stig. Hann setti meðal annars niður níu þriggja stiga skot og sá til þess að fjögurra leikja taphrinu Brooklyn lyki. Staðan er enn þannig að vegna Covid-19 reglna í New York má Irving ekki spila heimaleiki, þar sem hann er óbólusettur, en í staðinn nýtir hann tækifærin á útivelli. Hann skoraði úr 15 af 19 skotum sínum í opnum leik, þar af úr 9 af 12 þriggja stiga skotum, og svo úr 11 af 13 vítaskotum. "THIS GAME IS ABOUT BUCKETS!"Kyrie Irving WENT OFF for a season-high 50 PTS on just 19 total attempts, while shooting 9-of-12 from three-point range! #NetsWorld 50 PTS (15-19 FGM) | 6 AST | 9 3PM pic.twitter.com/mDn9fnTk8V— NBA (@NBA) March 9, 2022 „Yngri leikmenn ættu að skoða þennan leik og sjá hvað til þarf til að skora á þessu getustigi,“ sagði Durant. Héldu sér fyrir ofan Charlotte Þetta er í fimmta sinn á ferlinum sem að Irving nær 50 stiga leik og hann er einn af 22 leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar sem geta státað sig af því. Irving sagði sjálfur að sér hefði liðið eins og að Brooklyn yrði hreinlega að vinna leikinn og það er kannski ekki ofsögum sagt. Með sigrinum er Brooklyn í 8. sæti austurdeildarinnar, einum sigri fyrir ofan Charlotte og því í aðeins betri stöðu varðandi umspilið fyrir úrslitakeppnina sem útlit er fyrir að Brooklyn-stjörnurnar neyðist til að fara í. Úrslitin í nótt: Charlotte 121-132 Brooklyn Indiana 124-127 Cleveland Orlando 99-102 Phoenix Memphis 132-111 New Orleans Oklahoma 115-142 Milwaukee Golden State 112-97 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Irving var sjóðheitur í leiknum og endaði með 50 stig. Hann setti meðal annars niður níu þriggja stiga skot og sá til þess að fjögurra leikja taphrinu Brooklyn lyki. Staðan er enn þannig að vegna Covid-19 reglna í New York má Irving ekki spila heimaleiki, þar sem hann er óbólusettur, en í staðinn nýtir hann tækifærin á útivelli. Hann skoraði úr 15 af 19 skotum sínum í opnum leik, þar af úr 9 af 12 þriggja stiga skotum, og svo úr 11 af 13 vítaskotum. "THIS GAME IS ABOUT BUCKETS!"Kyrie Irving WENT OFF for a season-high 50 PTS on just 19 total attempts, while shooting 9-of-12 from three-point range! #NetsWorld 50 PTS (15-19 FGM) | 6 AST | 9 3PM pic.twitter.com/mDn9fnTk8V— NBA (@NBA) March 9, 2022 „Yngri leikmenn ættu að skoða þennan leik og sjá hvað til þarf til að skora á þessu getustigi,“ sagði Durant. Héldu sér fyrir ofan Charlotte Þetta er í fimmta sinn á ferlinum sem að Irving nær 50 stiga leik og hann er einn af 22 leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar sem geta státað sig af því. Irving sagði sjálfur að sér hefði liðið eins og að Brooklyn yrði hreinlega að vinna leikinn og það er kannski ekki ofsögum sagt. Með sigrinum er Brooklyn í 8. sæti austurdeildarinnar, einum sigri fyrir ofan Charlotte og því í aðeins betri stöðu varðandi umspilið fyrir úrslitakeppnina sem útlit er fyrir að Brooklyn-stjörnurnar neyðist til að fara í. Úrslitin í nótt: Charlotte 121-132 Brooklyn Indiana 124-127 Cleveland Orlando 99-102 Phoenix Memphis 132-111 New Orleans Oklahoma 115-142 Milwaukee Golden State 112-97 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 121-132 Brooklyn Indiana 124-127 Cleveland Orlando 99-102 Phoenix Memphis 132-111 New Orleans Oklahoma 115-142 Milwaukee Golden State 112-97 LA Clippers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira