Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2022 13:30 Átökin hafa nú þegar kostað þúsundir manns lífið. epa/Vasyl Zhlobsky Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. Heimildarmennirnir, sem Axios segir þekkja vel til viðræðanna, segja breytingu hafa átt sér stað á síðustu 24 klukkustundum; Rússar hafi sagst aðeins vilja afvopna Donbas-héruðin og að Úkraínumenn séu ef til vill reiðubúnir til að hverfa frá möguleikanum á inngöngu í Nató. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafði áður gert það að kröfu að Úkraína afvopnaðist algjörlega og ýjaði að því að koma þyrfti á nýrri stjórn í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Moskvu sagði hins vegar í morgun að Rússar gerðu ekki kröfu um að Úkraínustjórn færi frá. Ísraelarnir segja að það verði erfitt fyrir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að sætta sig við úrslitakosti Pútín en á hinn bóginn feli þeir ekki lengur í sér stjórnarskipti né neitt sem ógnar fullveldi landsins. Selenskí eigi tvo kosti í stöðunni; að kyngja ósigri varðandi Donbas-héruðin en binda enda á stríðsátökin eða hafna tilboði Rússa og taka áhættuna á þeim hörmulegu afleiðingum sem stríðið gæti haft í för með sér fyrir Úkraínumenn. Axios hefur eftir heimildarmönnum sínum að vesturveldin hyggist ekki þrýsta á Selenskí að velja annan kostinn fram yfir hinn en vara við því að ef sátt næst ekki nú, muni átökin taka nýja og grimmilegri stefnu. Ef marka má fregnir frá Úkraínu liggur nokkuð á að aðilar nái saman en rafmagn er farið af Tjernobyl-kjarnorkuverinu og hætta á mengun ef viðgerð fer ekki fram innan 48 klukkustunda. Umfjöllun Axios. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ísrael Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Heimildarmennirnir, sem Axios segir þekkja vel til viðræðanna, segja breytingu hafa átt sér stað á síðustu 24 klukkustundum; Rússar hafi sagst aðeins vilja afvopna Donbas-héruðin og að Úkraínumenn séu ef til vill reiðubúnir til að hverfa frá möguleikanum á inngöngu í Nató. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafði áður gert það að kröfu að Úkraína afvopnaðist algjörlega og ýjaði að því að koma þyrfti á nýrri stjórn í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Moskvu sagði hins vegar í morgun að Rússar gerðu ekki kröfu um að Úkraínustjórn færi frá. Ísraelarnir segja að það verði erfitt fyrir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að sætta sig við úrslitakosti Pútín en á hinn bóginn feli þeir ekki lengur í sér stjórnarskipti né neitt sem ógnar fullveldi landsins. Selenskí eigi tvo kosti í stöðunni; að kyngja ósigri varðandi Donbas-héruðin en binda enda á stríðsátökin eða hafna tilboði Rússa og taka áhættuna á þeim hörmulegu afleiðingum sem stríðið gæti haft í för með sér fyrir Úkraínumenn. Axios hefur eftir heimildarmönnum sínum að vesturveldin hyggist ekki þrýsta á Selenskí að velja annan kostinn fram yfir hinn en vara við því að ef sátt næst ekki nú, muni átökin taka nýja og grimmilegri stefnu. Ef marka má fregnir frá Úkraínu liggur nokkuð á að aðilar nái saman en rafmagn er farið af Tjernobyl-kjarnorkuverinu og hætta á mengun ef viðgerð fer ekki fram innan 48 klukkustunda. Umfjöllun Axios.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ísrael Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira