Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. mars 2022 16:49 Ekki liggur fyrir hversu margir létust en forsetinn segir börn meðal þeirra sem liggja í rústunum. AP Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. Í færslu á Twitter birtir forsetinn myndskeið af spítalanum og umhverfi hans. Hann segir að um voðaverk sé að ræða og fullyrðir að börn liggi ásamt fullorðnum undir rústunum. Ekki hefur verið staðfest hversu margir létust í árásinni en yfirvöld í Mariupol segja þetta ekki í fyrsta sinn sem sprengjum hefur verið varpað á spítalann. Af myndskeiðum sem nú ganga á samfélagsmiðlum að dæma er eyðileggingin gríðarleg í borginni. Dmytru Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir árásina á barnaspítalann í Mariupol hafa verið skelfilegan stríðsglæp og ítrekar kröfu yfirvalda um að lofthelgin yfir Úkraínu verði lokað. Kuleba sakaði Rússa fyrr í dag um að halda rúmlega 400 þúsund manns gíslingu í borginni þar sem sprengingar voru víða. Erfitt hefur reynst að grafa þá sem hafa látist undanfarna daga í Mariupol og hafa yfirvöld því þurft að koma líkum fyrir í stórri fjöldagröf. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem var meðal annars komið á við Mariupol. Mariupol. Direct strike of Russian troops at the maternity hospital. People, children are under the wreckage. Atrocity! How much longer will the world be an accomplice ignoring terror? Close the sky right now! Stop the killings! You have power but you seem to be losing humanity. pic.twitter.com/FoaNdbKH5k— (@ZelenskyyUa) March 9, 2022 Samið var um tólf tíma vopnahlé, sem hófst klukkan sjö að íslenskum tíma, í sex borgum í Úkraínu til að auðvelda mannúðarstarf og greiða fyrir brottflutningi fólks. Rússar hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að brjóta gegn vopnahléinu. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur brottflutningur almennra borgara tafist víðar en í Mariupol, til að mynda í austurhluta Karkív þar sem sprengingar hafa heyrst. Þá greinir Reuters frá því að um 50 rútum hafi verið meinað að fara frá bænum Bucha rétt utan við Kænugarð. Í öðrum borgum hefur gengið betur, til að mynda í Sumy og Enerhodar. Alls hafa fleiri en tvær milljónir manna flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst fyrir tæplega tveimur vikum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. 9. mars 2022 13:30 Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 Óvíst hvort Úkraínumenn fá MiG-þoturnar en Bandaríkjamenn senda Patriot-kerfi til Póllands Algjör óvissa ríkir um það hvort Úkraínumenn fái MiG-29 herþotur frá Póllandi eftir nokkurn vandræðagang bandarískra og pólskra stjórnvalda. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Pólland í dag þar sem málið verður líklega á dagskrá. 9. mars 2022 07:41 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Í færslu á Twitter birtir forsetinn myndskeið af spítalanum og umhverfi hans. Hann segir að um voðaverk sé að ræða og fullyrðir að börn liggi ásamt fullorðnum undir rústunum. Ekki hefur verið staðfest hversu margir létust í árásinni en yfirvöld í Mariupol segja þetta ekki í fyrsta sinn sem sprengjum hefur verið varpað á spítalann. Af myndskeiðum sem nú ganga á samfélagsmiðlum að dæma er eyðileggingin gríðarleg í borginni. Dmytru Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir árásina á barnaspítalann í Mariupol hafa verið skelfilegan stríðsglæp og ítrekar kröfu yfirvalda um að lofthelgin yfir Úkraínu verði lokað. Kuleba sakaði Rússa fyrr í dag um að halda rúmlega 400 þúsund manns gíslingu í borginni þar sem sprengingar voru víða. Erfitt hefur reynst að grafa þá sem hafa látist undanfarna daga í Mariupol og hafa yfirvöld því þurft að koma líkum fyrir í stórri fjöldagröf. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem var meðal annars komið á við Mariupol. Mariupol. Direct strike of Russian troops at the maternity hospital. People, children are under the wreckage. Atrocity! How much longer will the world be an accomplice ignoring terror? Close the sky right now! Stop the killings! You have power but you seem to be losing humanity. pic.twitter.com/FoaNdbKH5k— (@ZelenskyyUa) March 9, 2022 Samið var um tólf tíma vopnahlé, sem hófst klukkan sjö að íslenskum tíma, í sex borgum í Úkraínu til að auðvelda mannúðarstarf og greiða fyrir brottflutningi fólks. Rússar hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að brjóta gegn vopnahléinu. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur brottflutningur almennra borgara tafist víðar en í Mariupol, til að mynda í austurhluta Karkív þar sem sprengingar hafa heyrst. Þá greinir Reuters frá því að um 50 rútum hafi verið meinað að fara frá bænum Bucha rétt utan við Kænugarð. Í öðrum borgum hefur gengið betur, til að mynda í Sumy og Enerhodar. Alls hafa fleiri en tvær milljónir manna flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst fyrir tæplega tveimur vikum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. 9. mars 2022 13:30 Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 Óvíst hvort Úkraínumenn fá MiG-þoturnar en Bandaríkjamenn senda Patriot-kerfi til Póllands Algjör óvissa ríkir um það hvort Úkraínumenn fái MiG-29 herþotur frá Póllandi eftir nokkurn vandræðagang bandarískra og pólskra stjórnvalda. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Pólland í dag þar sem málið verður líklega á dagskrá. 9. mars 2022 07:41 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. 9. mars 2022 13:30
Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58
Óvíst hvort Úkraínumenn fá MiG-þoturnar en Bandaríkjamenn senda Patriot-kerfi til Póllands Algjör óvissa ríkir um það hvort Úkraínumenn fái MiG-29 herþotur frá Póllandi eftir nokkurn vandræðagang bandarískra og pólskra stjórnvalda. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Pólland í dag þar sem málið verður líklega á dagskrá. 9. mars 2022 07:41