Hvurslags Green var þessi karfa? Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2022 07:32 Javonte Green stelur boltanum af Jerami Grant í sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons í nótt. AP/Carlos Osorio Phoenix Suns tryggði sig inn í úrslitakeppnina, Jayson Tatum og Giannis Antetokounmpo fóru á kostum en LeBron James varð að sætta sig við tap í framlengingu, í NBA-deildinni í nótt. Karfa Chicago Bulls gegn Detroit Pistons vakti þó mesta athygli. Hið fornfræga lið Chicago hefur átt góðu gengi að fagna í vetur en hafði hins vegar tapað fimm leikjum í röð þegar liðið mætti Detroit á útivelli í nótt. Chicago vann 114-108 sigur og þar hjálpaði til hálfgerð sirkuskarfa frá Javonte Green í hraðaupphlaupi, en eftir að tveir varnarmenn höfðu náð að slá í boltann fór hann einhvern veginn af fingurgómum Greens ofan í körfuna líkt og hann sogaðist þangað: HOW? pic.twitter.com/EvzJP9XnFh— SportsCenter (@SportsCenter) March 10, 2022 Chicago er þar með með 40 sigra en 26 töp í 4. sæti austurdeildarinnar og heldur áfram baráttu sinni um heimavallarrétt þegar úrslitakeppnin hefst. Phoenix ekki í vandræðum með hitt toppliðið Phoenix Suns varð hins vegar langfyrsta liðið til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með 111-90 sigri á Miami Heat, þar sem Devin Booker skoraði 23 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Miami er á toppi austurdeildarinnar en keppnin um deildarmeistaratitilinn þar er mun jafnari en í vestrinu þar sem Phoenix hefur haft yfirburði. Giannis Antetokounmpo skoraði 43 stig og tók 12 fráköst í 124-115 sigri Milwaukee Bucks á Atlanta Hawks. Meistarar Milwaukee hafa þar með unnið sex leiki í röð og Antetokounmpo skoraði 82 stig á einum sólarhring því hann var með 39 stig í sigri á Oklahoma City Thunder í fyrrinótt. Giannis has scored 82 points in his last 2 games.Last night: 39 PTS | 7 REB | 7 AST 68% FGMTonight: 43 PTS | 12 REB | 5 AST | 68% FGMM-V-P pic.twitter.com/gIXOu1ko6t— Milwaukee Bucks (@Bucks) March 10, 2022 Jayson Tatum hélt sömuleiðis uppteknum hætti og skoraði 44 stig fyrir Boston Celtics í 115-101 sigri á Charlotte Hornets. Boston hefur þar með unnið fjóra leiki í röð og 15 af síðustu 17 leikjum sínum en liðið er í 5. sæti austurdeildarinnar. Lakers töpuðu í framlengingu Mesta spennan í gær var hins vegar í Texas þar sem Houston Rockets mörðu sigur á Los Angeles Lakers, 139-130, eftir framlengdan leik. Rockets went on a 13-0 run vs. the Lakers in OT pic.twitter.com/dP40cDuq5c— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Houston er á botni vesturdeildarinnar en öll lið virðast geta unnið LeBron James og félaga þessa dagana. Nýliðinn Jalen Green átti sinn besta dag í vetur og skoraði 32 stig, þar af tíu í framlengingunni. James var með þrefalda tvennu og Russell Westbrook skoraði 30 stig en engu að síður fagnaði Houston sínum öðrum sigri í síðustu 15 leikjum. Úrslitin í nótt: Charlotte 101-115 Boston Detroit 108-114 Chicago Miami 90-111 Phoenix Milwaukee 124-115 Atlanta Houston 139-130 LA Lakers Minnesota 132-102 Oklahoma New Orleans 102-108 Orlando Dallas 77-107 New York San Antonio 104-119 Toronto Utah 123-85 Portland Sacramento 100-106 Denver LA Clippers 115-109 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
Hið fornfræga lið Chicago hefur átt góðu gengi að fagna í vetur en hafði hins vegar tapað fimm leikjum í röð þegar liðið mætti Detroit á útivelli í nótt. Chicago vann 114-108 sigur og þar hjálpaði til hálfgerð sirkuskarfa frá Javonte Green í hraðaupphlaupi, en eftir að tveir varnarmenn höfðu náð að slá í boltann fór hann einhvern veginn af fingurgómum Greens ofan í körfuna líkt og hann sogaðist þangað: HOW? pic.twitter.com/EvzJP9XnFh— SportsCenter (@SportsCenter) March 10, 2022 Chicago er þar með með 40 sigra en 26 töp í 4. sæti austurdeildarinnar og heldur áfram baráttu sinni um heimavallarrétt þegar úrslitakeppnin hefst. Phoenix ekki í vandræðum með hitt toppliðið Phoenix Suns varð hins vegar langfyrsta liðið til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með 111-90 sigri á Miami Heat, þar sem Devin Booker skoraði 23 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Miami er á toppi austurdeildarinnar en keppnin um deildarmeistaratitilinn þar er mun jafnari en í vestrinu þar sem Phoenix hefur haft yfirburði. Giannis Antetokounmpo skoraði 43 stig og tók 12 fráköst í 124-115 sigri Milwaukee Bucks á Atlanta Hawks. Meistarar Milwaukee hafa þar með unnið sex leiki í röð og Antetokounmpo skoraði 82 stig á einum sólarhring því hann var með 39 stig í sigri á Oklahoma City Thunder í fyrrinótt. Giannis has scored 82 points in his last 2 games.Last night: 39 PTS | 7 REB | 7 AST 68% FGMTonight: 43 PTS | 12 REB | 5 AST | 68% FGMM-V-P pic.twitter.com/gIXOu1ko6t— Milwaukee Bucks (@Bucks) March 10, 2022 Jayson Tatum hélt sömuleiðis uppteknum hætti og skoraði 44 stig fyrir Boston Celtics í 115-101 sigri á Charlotte Hornets. Boston hefur þar með unnið fjóra leiki í röð og 15 af síðustu 17 leikjum sínum en liðið er í 5. sæti austurdeildarinnar. Lakers töpuðu í framlengingu Mesta spennan í gær var hins vegar í Texas þar sem Houston Rockets mörðu sigur á Los Angeles Lakers, 139-130, eftir framlengdan leik. Rockets went on a 13-0 run vs. the Lakers in OT pic.twitter.com/dP40cDuq5c— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Houston er á botni vesturdeildarinnar en öll lið virðast geta unnið LeBron James og félaga þessa dagana. Nýliðinn Jalen Green átti sinn besta dag í vetur og skoraði 32 stig, þar af tíu í framlengingunni. James var með þrefalda tvennu og Russell Westbrook skoraði 30 stig en engu að síður fagnaði Houston sínum öðrum sigri í síðustu 15 leikjum. Úrslitin í nótt: Charlotte 101-115 Boston Detroit 108-114 Chicago Miami 90-111 Phoenix Milwaukee 124-115 Atlanta Houston 139-130 LA Lakers Minnesota 132-102 Oklahoma New Orleans 102-108 Orlando Dallas 77-107 New York San Antonio 104-119 Toronto Utah 123-85 Portland Sacramento 100-106 Denver LA Clippers 115-109 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 101-115 Boston Detroit 108-114 Chicago Miami 90-111 Phoenix Milwaukee 124-115 Atlanta Houston 139-130 LA Lakers Minnesota 132-102 Oklahoma New Orleans 102-108 Orlando Dallas 77-107 New York San Antonio 104-119 Toronto Utah 123-85 Portland Sacramento 100-106 Denver LA Clippers 115-109 Washington
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira