Bandaríkjamenn vara Rússa við því að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2022 06:20 McDonalds er meðal þeirra stórfyrirtækja sem hefur hætt starfsemi í Rússlandi en þar voru starfræktir 850 staðir. epa/Maxim Shipenkov Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði á Twitter í nótt að bandarísk stjórnvöld fögnuðu ákvörðunum fyrirtækja að hætta starfsemi í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hún sagði mögulegar tilraunir Rússa til að leggja hald á eignir fyrirtækjanna í Rússlandi myndu leiða til enn frekari „efnahagslegs sársauka“ og senda skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins að Rússland væri ekki öruggt ríki til að fjárfesta í og stunda viðskipti. Vladimir Pútín hafði í gær viðrað þann möguleika að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland og beindi því til embættismanna að grípa til aðgerða til að standa vörð um störf í landinu. Pútín sagði mögulegt að eignir sumra fyrirtækja yrðu teknar yfir og færðar undir utanaðkomandi framkvæmdastjórn og í kjölfarið gefnar þeim sem vildu vinna. We have seen reports that Russia may be considering seizing the assets of U.S. and international companies that have announced plans to suspend operations in Russia or to withdraw from the Russian market.— Jen Psaki (@PressSec) March 11, 2022 Fjöldi alþjóðlegra stórfyrirtækja hefur hætt starfsemi í landinu og verslunum og fyrirtækjum verið lokað. Þá hefur Pútín lýst formlegum viðskiptaþvingunum Vesturveldanna sem jafngildi stríðsyfirlýsingar. Ekkert lát er þó á þeim aðgerðum bandamanna Úkraínu en Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag kalla eftir því að Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir slíti formlega viðskiptasambandi við Rússland. Þetta þýðir auknar álögur á vörur sem eru innfluttar frá Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Hún sagði mögulegar tilraunir Rússa til að leggja hald á eignir fyrirtækjanna í Rússlandi myndu leiða til enn frekari „efnahagslegs sársauka“ og senda skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins að Rússland væri ekki öruggt ríki til að fjárfesta í og stunda viðskipti. Vladimir Pútín hafði í gær viðrað þann möguleika að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland og beindi því til embættismanna að grípa til aðgerða til að standa vörð um störf í landinu. Pútín sagði mögulegt að eignir sumra fyrirtækja yrðu teknar yfir og færðar undir utanaðkomandi framkvæmdastjórn og í kjölfarið gefnar þeim sem vildu vinna. We have seen reports that Russia may be considering seizing the assets of U.S. and international companies that have announced plans to suspend operations in Russia or to withdraw from the Russian market.— Jen Psaki (@PressSec) March 11, 2022 Fjöldi alþjóðlegra stórfyrirtækja hefur hætt starfsemi í landinu og verslunum og fyrirtækjum verið lokað. Þá hefur Pútín lýst formlegum viðskiptaþvingunum Vesturveldanna sem jafngildi stríðsyfirlýsingar. Ekkert lát er þó á þeim aðgerðum bandamanna Úkraínu en Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag kalla eftir því að Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir slíti formlega viðskiptasambandi við Rússland. Þetta þýðir auknar álögur á vörur sem eru innfluttar frá Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira