Leita til TikTok-áhrifavalda til að tækla upplýsingaóreiðu Árni Sæberg skrifar 11. mars 2022 22:45 Bandarískir TikTok-áhrifavaldar eiga nú að taka þátt í upplýsingastríðinu sem hófst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Pavlo Gonchar/Getty Til þess að stemma stigu við upplýsingaóreiðu um innrás Rússa í Úkraínu hafa bandarísk yfirvöld leitað til þrjátíu helstu TikTok-áhrifavaldanna í Bandaríkjunum. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins og Matt Miller, samskiptaráðgjafi Öryggisráðs Bandaríkjanna, fræddu áhrifavaldana um stöðuna á fjarfundi í gær, fimmtudag. Markmið fundarins var að gera TikTok-stjörnunum kleift að afsanna upplýsingaóreiðu og falsfréttir og aðstoða fylgjendur sína við að átta sig á stöðunni í Úkraínu. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur þar sem bandarískur almenningur les um nýjasta nýtt. Svo við viljum að þið fáið nýjustu upplýsingar frá traustri heimild,“ sagði Rob Flaherty, yfirmaður stafrænnar stefnumörkunar hjá Hvíta húsinu, á fundinum en The Washington Post hefur upptöku af honum undir höndum. Ríkisstjórn Joes Biden hefur áður fengið áhrifavalda til liðs við sig en í fyrra var hópur þeirra fenginn til að hvetja almenning til að þiggja bóluefni gegn Covid-19. Ekki fyrstir til að nýta TikTok Í frétt Vice segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fengið sömu hugmynd og fengið rússneska áhrifavalda til að ýta undir stuðning við innrás í Úkraínu. „Margar herferðir hafa verið skipulagðar á leynilegri Telegram-rás, sem segja áhrifavöldum hvað á að segja, hvar á að taka upp myndbönd, hvata myllumerki á að nota og hvenær á að birta myndbönd,“ segir í frétt Vice. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu TikTok Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins og Matt Miller, samskiptaráðgjafi Öryggisráðs Bandaríkjanna, fræddu áhrifavaldana um stöðuna á fjarfundi í gær, fimmtudag. Markmið fundarins var að gera TikTok-stjörnunum kleift að afsanna upplýsingaóreiðu og falsfréttir og aðstoða fylgjendur sína við að átta sig á stöðunni í Úkraínu. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur þar sem bandarískur almenningur les um nýjasta nýtt. Svo við viljum að þið fáið nýjustu upplýsingar frá traustri heimild,“ sagði Rob Flaherty, yfirmaður stafrænnar stefnumörkunar hjá Hvíta húsinu, á fundinum en The Washington Post hefur upptöku af honum undir höndum. Ríkisstjórn Joes Biden hefur áður fengið áhrifavalda til liðs við sig en í fyrra var hópur þeirra fenginn til að hvetja almenning til að þiggja bóluefni gegn Covid-19. Ekki fyrstir til að nýta TikTok Í frétt Vice segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fengið sömu hugmynd og fengið rússneska áhrifavalda til að ýta undir stuðning við innrás í Úkraínu. „Margar herferðir hafa verið skipulagðar á leynilegri Telegram-rás, sem segja áhrifavöldum hvað á að segja, hvar á að taka upp myndbönd, hvata myllumerki á að nota og hvenær á að birta myndbönd,“ segir í frétt Vice.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu TikTok Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira