Vaktin: Segir rússneska herinn hafa orðið fyrir sögulegu höggi Fanndís Birna Logadóttir, Árni Sæberg og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. mars 2022 07:52 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist viss um að Rússum muni ekki takast ætlunarverk sitt. AP Rússar halda áfram að sækja að í Kænugarði en átök áttu sér stað norðvestur af borginni í morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Varnamálaráðuneyti Úkraínu segir að meirihluti rússneska herliðsins sé nú 25 kílómetrum frá miðborg Kænugarðs. Rússar höfðu herjað á fjölda borga í Úkraínu í gær og virðast nú búa sig undir stórsókn inn í höfuðborgina. Úkraínskir miðlar greindu frá því í morgun að kviknað hefði í tveimur olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa. Loftvarnaflautur hljómuðu í flestum borgum Úkraínu í morgun og var fólk hvatt til að leita skjóls. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn hafa orðið fyrir gríðarlegu höggi og fullyrðir að Úkraína muni bera sigur úr býtum. Hann sagði um þrettán hundruð úkraínska hermenn hafa fallið frá upphafi innrásarinnar. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag úr borgum á borð við Mariupol en sprengjum var varpað á mosku í borginni í morgun. Yfirvöld í Kænugarði og Donetsk segja Rússa halda árásum sínum áfram þrátt fyrir fólk á flótta. Vesturlöndin tilkynntu í gær frekari refsiaðgerðir til handa Rússum vegna innrásarinnar. Evrópusambandið mun í dag kynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn. Selenskí kallaði eftir því í ávarpi sínu að leiðtogar heimsins gerðu meira. Hér má finna vakt gærdagsins.
Helstu vendingar: Varnamálaráðuneyti Úkraínu segir að meirihluti rússneska herliðsins sé nú 25 kílómetrum frá miðborg Kænugarðs. Rússar höfðu herjað á fjölda borga í Úkraínu í gær og virðast nú búa sig undir stórsókn inn í höfuðborgina. Úkraínskir miðlar greindu frá því í morgun að kviknað hefði í tveimur olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa. Loftvarnaflautur hljómuðu í flestum borgum Úkraínu í morgun og var fólk hvatt til að leita skjóls. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn hafa orðið fyrir gríðarlegu höggi og fullyrðir að Úkraína muni bera sigur úr býtum. Hann sagði um þrettán hundruð úkraínska hermenn hafa fallið frá upphafi innrásarinnar. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag úr borgum á borð við Mariupol en sprengjum var varpað á mosku í borginni í morgun. Yfirvöld í Kænugarði og Donetsk segja Rússa halda árásum sínum áfram þrátt fyrir fólk á flótta. Vesturlöndin tilkynntu í gær frekari refsiaðgerðir til handa Rússum vegna innrásarinnar. Evrópusambandið mun í dag kynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn. Selenskí kallaði eftir því í ávarpi sínu að leiðtogar heimsins gerðu meira. Hér má finna vakt gærdagsins.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira