Missti annað barnið sitt í sprengjuárás Rússa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 23:00 Anastasiya Erashova situr með barn sitt sem lifði sprenjuárásina af á spítala í Mariupol. ap/evgeniy maloletka Pútín Rússlandsforseti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfirvalda en Pútín átti símafund með Frakklandsforseta og kanslara Þýskalands í dag. Árásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við vörum við myndefni sem fylgir myndbandinu í fréttinni. Í því má sjá hvernig var umhorfs í úkraínsku borginni Mariupol í gær, sem er umsetin af Rússum. Eftir um tvær vikur af stanslausum árásum Rússa á borgina eru borgarbúar orðnir uppgefnir. Þeir hafa verið án vatns, hita og rafmagns í marga daga. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa nú fleiri en 1.500 almennir borgarar látið lífið í stríðinu og þar af 42 börn. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Anastasiya Erashova, ung móðir, missti annað barn sitt í sprengjuárásum á Mariupol í gær. „Við fórum heim til bróður míns öll saman. Konur og börn leituðu skjóls neðanjarðar og svo laust sprengjuvarpa húsið. Við vorum föst neðanjarðar og tvö börn létust. Enginn gat bjargað þeim,“ segir Anastasiya. „Ég veit ekki hvert ég á að flýja. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Hver?“ Enginn vill gefa eftir Á símafundi sem Emanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskannslari áttu með Pútín í dag báðu þeir hann að hætta umsátrinu um Mariupol. Að þeirra sögn sýndi Pútín engan vilja til að binda enda á stríðið í bráð. Forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í dag og sagði úkraínska herinn hafa náð sögulegum árangri gegn Rússum. „Afhroðið sem rússneski herinn hefur beðið er gríðarlegt. Tjónið sem innrásarliðið hefur orðið fyrir á sautján dögum er slíkt að það er óhætt að segja að þetta sé mesta áfall sem rússneski herinn hefur orðið fyrir í áratugi. Þeir hafa aldrei tapað svo miklu á svo stuttum tíma,“ sagði Volodymyr Zeleskyy. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Úkraínumenn mættu ekki láta deigan síga. AP/forsetaembætti Úkraínu Árásir Rússa á margar úkraínskar borgir færðust í aukana í dag og þá virðist Rússum orðið nokkuð ágengt á svæðum í kring um höfuðborgina Kænugarð. „Við höfum engan rétt á að draga úr vörnum okkar. Sama hversu erfitt það er. Við höfum engan rétt á að draga úr krafti mótspyrnunnar,“ sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Í því má sjá hvernig var umhorfs í úkraínsku borginni Mariupol í gær, sem er umsetin af Rússum. Eftir um tvær vikur af stanslausum árásum Rússa á borgina eru borgarbúar orðnir uppgefnir. Þeir hafa verið án vatns, hita og rafmagns í marga daga. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa nú fleiri en 1.500 almennir borgarar látið lífið í stríðinu og þar af 42 börn. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Anastasiya Erashova, ung móðir, missti annað barn sitt í sprengjuárásum á Mariupol í gær. „Við fórum heim til bróður míns öll saman. Konur og börn leituðu skjóls neðanjarðar og svo laust sprengjuvarpa húsið. Við vorum föst neðanjarðar og tvö börn létust. Enginn gat bjargað þeim,“ segir Anastasiya. „Ég veit ekki hvert ég á að flýja. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Hver?“ Enginn vill gefa eftir Á símafundi sem Emanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskannslari áttu með Pútín í dag báðu þeir hann að hætta umsátrinu um Mariupol. Að þeirra sögn sýndi Pútín engan vilja til að binda enda á stríðið í bráð. Forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í dag og sagði úkraínska herinn hafa náð sögulegum árangri gegn Rússum. „Afhroðið sem rússneski herinn hefur beðið er gríðarlegt. Tjónið sem innrásarliðið hefur orðið fyrir á sautján dögum er slíkt að það er óhætt að segja að þetta sé mesta áfall sem rússneski herinn hefur orðið fyrir í áratugi. Þeir hafa aldrei tapað svo miklu á svo stuttum tíma,“ sagði Volodymyr Zeleskyy. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Úkraínumenn mættu ekki láta deigan síga. AP/forsetaembætti Úkraínu Árásir Rússa á margar úkraínskar borgir færðust í aukana í dag og þá virðist Rússum orðið nokkuð ágengt á svæðum í kring um höfuðborgina Kænugarð. „Við höfum engan rétt á að draga úr vörnum okkar. Sama hversu erfitt það er. Við höfum engan rétt á að draga úr krafti mótspyrnunnar,“ sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira