Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 09:52 Tugir særðust við árásina. Getty/Dan Kitwood Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. Maksym Kozytskyy, landstjóri Lviv svæðins, segir að varnarkerfi herstöðvarinnar hafi stöðvað nokkur flugskeyti áður en þau lentu en þrátt fyrir það hafi fleiri en 30 flugskeyti lent á stöðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters um málið. Um er að ræða alþjóðlega herstöð sem bæði úkraínski herinn og NATO hafa notað en fyrir innrásina fóru flestar hernaðaræfingar Úkraínumanna með NATO fram við þessa herstöð. Erlendir hernaðarleiðbeinendur voru á svæðinu um tíma að sögn úkraínskra yfirvalda en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi verið á staðnum þegar skotið var á stöðina. russia has attacked the International Center for Peacekeeping&Security near Lviv.Foreign instructors work here.Information about the victims is being clarified.This is new terrorist attack on peace&security near the EU-NATO border.Action must be taken to stop this.Close the sky!— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) March 13, 2022 Oleksii Reznikov, varnamálaráðherra Úkraínu, greindi frá árásinni í morgun en þar fullyrti hann að um hryðjuverkaárás væri að ræða af hálfu Rússa. Rússnesk yfirvöld hafa ekki viljað staðfesta málið en margir eru nú uggandi yfir því hversu nálægt landamærum NATO ríkis árásin var. Sprengingar voru víðar í Úkraínu í morgun og er rússneski herinn sagður ætla að umkringja úkraínskar hersveitir í austurhluta landsins. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í vaktinni. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu tölum um fjölda látinna. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Segir rússneska herinn hafa orðið fyrir sögulegu höggi Rússar halda áfram að sækja að í Kænugarði en átök áttu sér stað norðvestur af borginni í morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 12. mars 2022 07:52 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Maksym Kozytskyy, landstjóri Lviv svæðins, segir að varnarkerfi herstöðvarinnar hafi stöðvað nokkur flugskeyti áður en þau lentu en þrátt fyrir það hafi fleiri en 30 flugskeyti lent á stöðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters um málið. Um er að ræða alþjóðlega herstöð sem bæði úkraínski herinn og NATO hafa notað en fyrir innrásina fóru flestar hernaðaræfingar Úkraínumanna með NATO fram við þessa herstöð. Erlendir hernaðarleiðbeinendur voru á svæðinu um tíma að sögn úkraínskra yfirvalda en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi verið á staðnum þegar skotið var á stöðina. russia has attacked the International Center for Peacekeeping&Security near Lviv.Foreign instructors work here.Information about the victims is being clarified.This is new terrorist attack on peace&security near the EU-NATO border.Action must be taken to stop this.Close the sky!— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) March 13, 2022 Oleksii Reznikov, varnamálaráðherra Úkraínu, greindi frá árásinni í morgun en þar fullyrti hann að um hryðjuverkaárás væri að ræða af hálfu Rússa. Rússnesk yfirvöld hafa ekki viljað staðfesta málið en margir eru nú uggandi yfir því hversu nálægt landamærum NATO ríkis árásin var. Sprengingar voru víðar í Úkraínu í morgun og er rússneski herinn sagður ætla að umkringja úkraínskar hersveitir í austurhluta landsins. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í vaktinni. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu tölum um fjölda látinna.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Segir rússneska herinn hafa orðið fyrir sögulegu höggi Rússar halda áfram að sækja að í Kænugarði en átök áttu sér stað norðvestur af borginni í morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 12. mars 2022 07:52 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Vaktin: Segir rússneska herinn hafa orðið fyrir sögulegu höggi Rússar halda áfram að sækja að í Kænugarði en átök áttu sér stað norðvestur af borginni í morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 12. mars 2022 07:52