Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2022 21:48 Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Vísir/Sigurjón Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu til nágrannaríkja í vestri frá því stríðið hófst fyrir tæpum þremur vikum nálgast ófluga þriðju milljónina. Um 1,8 milljónir þeirra hafa komið til Póllands þar sem stjórnvöld og almenningur hafa tekið vel á móti þeim. „Úkraínsku hermennirnir eru afar hugrakkir en þeir berjast betur ef þeir vita að fjölskyldur þeirra eru öruggar,“ segir Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Viðtökurnar verið stórbrotnar Sendirherrann bætir við að það sé áríðandi að konur, börn og eldra fólk fái skjól á meðan Rússar sprengi upp sjúkrahús og skóla og hlífi ekki barnshafandi konum eins og dæmin sýni. Það sé mikið verkefni að finna skóla fyrir þá hálfu milljón barna sem flúið hafi frá Úkraínu til Póllands. Forsetafrúr Póllands og Íslands hafi meðal annars rætt möguleika á að koma veikum og særðum börnum til Íslands. Fleiri lönd verði að leggja sitt að mörkum í þessum harmleik. „Ég er ekki frá Úkraínu en nú erum við öll Úkraínumenn.“ Viðtökur almennings, hóteleigenda og safnaða hafi verið stórbrotin. „Hver Pólverji er nú reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt. Við höfum ekki byggt neinar flóttamannabúðir,“ segir Pokruszynski. Flestir Pólverjar eigi sögu af erfiðum samskiptum við Rússa Sendiherrann segir flesta Pólverja eiga sögu af hörmulegum samskiptum við Rússland og Sovétríkin sálugu, síðast í heimsstyrjöldinni síðari og á kaldastríðs árunum. Sjálfur hafi hann verið sendiherra í Kænugarði í Maidan uppreisninni árið 2014. „Ég varð vitni að því hversu hugrakkir Úkraínumenn eru. Þeir berjast. Við vitum ekki hversu lengi þessar hörmungar munu standa. Við vitum ekki hversu grimmur Putin er.“ Rússar hafi ekki náð markmiðum sínum á fyrstu þremur vikum stríðsins. Rússneski herinn sé stór en ómarkviss. Örvæntingin reki Rússa til árása á óbreytta borgara sem þeim reynist erfitt að breiða yfir með áróðri. „Áður fyrr voru þeir mjög góðir áróðursmenn en nú bregst þeim bogalistin í áróðrinum.“ Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Úkraína Flóttamenn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu til nágrannaríkja í vestri frá því stríðið hófst fyrir tæpum þremur vikum nálgast ófluga þriðju milljónina. Um 1,8 milljónir þeirra hafa komið til Póllands þar sem stjórnvöld og almenningur hafa tekið vel á móti þeim. „Úkraínsku hermennirnir eru afar hugrakkir en þeir berjast betur ef þeir vita að fjölskyldur þeirra eru öruggar,“ segir Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Viðtökurnar verið stórbrotnar Sendirherrann bætir við að það sé áríðandi að konur, börn og eldra fólk fái skjól á meðan Rússar sprengi upp sjúkrahús og skóla og hlífi ekki barnshafandi konum eins og dæmin sýni. Það sé mikið verkefni að finna skóla fyrir þá hálfu milljón barna sem flúið hafi frá Úkraínu til Póllands. Forsetafrúr Póllands og Íslands hafi meðal annars rætt möguleika á að koma veikum og særðum börnum til Íslands. Fleiri lönd verði að leggja sitt að mörkum í þessum harmleik. „Ég er ekki frá Úkraínu en nú erum við öll Úkraínumenn.“ Viðtökur almennings, hóteleigenda og safnaða hafi verið stórbrotin. „Hver Pólverji er nú reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt. Við höfum ekki byggt neinar flóttamannabúðir,“ segir Pokruszynski. Flestir Pólverjar eigi sögu af erfiðum samskiptum við Rússa Sendiherrann segir flesta Pólverja eiga sögu af hörmulegum samskiptum við Rússland og Sovétríkin sálugu, síðast í heimsstyrjöldinni síðari og á kaldastríðs árunum. Sjálfur hafi hann verið sendiherra í Kænugarði í Maidan uppreisninni árið 2014. „Ég varð vitni að því hversu hugrakkir Úkraínumenn eru. Þeir berjast. Við vitum ekki hversu lengi þessar hörmungar munu standa. Við vitum ekki hversu grimmur Putin er.“ Rússar hafi ekki náð markmiðum sínum á fyrstu þremur vikum stríðsins. Rússneski herinn sé stór en ómarkviss. Örvæntingin reki Rússa til árása á óbreytta borgara sem þeim reynist erfitt að breiða yfir með áróðri. „Áður fyrr voru þeir mjög góðir áróðursmenn en nú bregst þeim bogalistin í áróðrinum.“
Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Úkraína Flóttamenn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira