Kyrie fékk að spila og hann bauð upp á 60 stiga kvöld: „NBA á stórkostlegum stað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 07:31 Kyrie Irving sést hér eftir stórkostlegan leik sinn á Flórída í nótt. AP/Phelan M. Ebenhack Brooklyn Nets er líklega eina liðið í NBA-deildinni sem er miklu betra að mæta á útivelli en á heimavelli þessa dagana. Ástæðan er auðvitað að hinn frábæri Kyrie Irving má bara spila útileikina vegna bólusetningareglna. Irving bauð NBA-deildinni upp á sextíu stiga mann annað kvöldið í röð þegar hann var á kostum í Orlando í nótt. Kyrie Irving skoraði 60 stig í 150-108 útisigri Brooklyn Nets á Orlando Magic en kvöldið áður hafði Karl-Anthony Towns skoraði 60 stig fyrir Minnesota Timberwolves í San Antonio. 60 points. Franchise record.Career high.Kyrie's scoring package is as complete as they come. pic.twitter.com/FfWIokV6xN— NBA (@NBA) March 16, 2022 „Þetta sýnir bara að við erum á sögulegri vegferð,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Hann hitti úr 20 af 31 skoti sínu þar af 8 af 12 þriggja stiga skotum. Hann skoraði þessi 60 stig bara á 35 mínútum. Kyrie setti bæði persónulegt stigamet sem og að bæta félagsmet Deron Williams sem skoraði á sínum tíma 57 stig í leik með Nets. Kyrie Irving on scoring in the flow of the @BrooklynNets offense, his friendly scoring rivalry with KD and getting love from the Orlando crowd during his career-high 60-point night. pic.twitter.com/R8ZLxRbpZV— NBA (@NBA) March 16, 2022 „Kvöldið eftir að Karl Towns átti ótrúlega frammistöðu þá kemur Kyrie og gerir það kvöldið eftir. Þetta sýnir að NBA er á stórkostlegum stað. Við erum að sjá fullt af hæfileikum á hverju kvöldi og þetta var ein af þeim bestu,“ sagði Kevin Durant. Hann skoraði 19 stig sjálfur í þessum fjórða sigurleik Nets-liðsins í röð. The first pair of teammates to score 50+ in back-to-back games... KD and Kyrie! This @BrooklynNets duo is special. pic.twitter.com/EHSxFhyD1S— NBA (@NBA) March 16, 2022 Kyrie var meðal áhorfenda þegar Kevin Durant skoraði 53 stig á sunnudaginn en nú urðu þeir fyrstu liðsfélagarnir í sögu NBA til að skora að fimmtíu stig eða meira í tveimur leikjum í röð. Kyrie skoraði 41 stig í fyrri hálfleiknum og var sá fyrsti í NBA til að ná því í næstum því tvo áratugi eða síðan Kobe Bryant skoraði 42 stig á móti Washington 28. mars 2003. „Það voru þarna nokkur skot sem ég hefði ekki átt að taka. Erfið skot þegar ég var tvídekkaður og sá þriðji að kom í mig líka. En svo framarlega sem ég get gert þetta með bros á vör og liðsfélagarnir voru ekki of ósáttir með mig þá var það þess virði,“ sagði Kyrie. There have been SEVEN 50+ point games in March... and we're less than halfway through Last month with 7: March 2019Last month with more than 7: Dec. 1962 pic.twitter.com/mnh5GUyPlm— NBA (@NBA) March 16, 2022 Þetta var sjötti fimmtíu stiga leikur Kyrie á ferlinum og sá sextándi í NBA-deildinni í vetur. Kyrie og Durant eru með tvo alveg eins og þeir LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Jayson Tatum hjá Boston Celtics. Úrslitin í NBA í nótt: Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 102-135 Orlando Magic - Brooklyn Nets 108-150 Miami Heat - Detroit Pistons 105-98 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 115-131 The NBA Standings after Tuesday night! Teams ranked 7-10 will compete in the Play-In Tournament to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.https://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/3dandfd3ws— NBA (@NBA) March 16, 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Kyrie Irving skoraði 60 stig í 150-108 útisigri Brooklyn Nets á Orlando Magic en kvöldið áður hafði Karl-Anthony Towns skoraði 60 stig fyrir Minnesota Timberwolves í San Antonio. 60 points. Franchise record.Career high.Kyrie's scoring package is as complete as they come. pic.twitter.com/FfWIokV6xN— NBA (@NBA) March 16, 2022 „Þetta sýnir bara að við erum á sögulegri vegferð,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Hann hitti úr 20 af 31 skoti sínu þar af 8 af 12 þriggja stiga skotum. Hann skoraði þessi 60 stig bara á 35 mínútum. Kyrie setti bæði persónulegt stigamet sem og að bæta félagsmet Deron Williams sem skoraði á sínum tíma 57 stig í leik með Nets. Kyrie Irving on scoring in the flow of the @BrooklynNets offense, his friendly scoring rivalry with KD and getting love from the Orlando crowd during his career-high 60-point night. pic.twitter.com/R8ZLxRbpZV— NBA (@NBA) March 16, 2022 „Kvöldið eftir að Karl Towns átti ótrúlega frammistöðu þá kemur Kyrie og gerir það kvöldið eftir. Þetta sýnir að NBA er á stórkostlegum stað. Við erum að sjá fullt af hæfileikum á hverju kvöldi og þetta var ein af þeim bestu,“ sagði Kevin Durant. Hann skoraði 19 stig sjálfur í þessum fjórða sigurleik Nets-liðsins í röð. The first pair of teammates to score 50+ in back-to-back games... KD and Kyrie! This @BrooklynNets duo is special. pic.twitter.com/EHSxFhyD1S— NBA (@NBA) March 16, 2022 Kyrie var meðal áhorfenda þegar Kevin Durant skoraði 53 stig á sunnudaginn en nú urðu þeir fyrstu liðsfélagarnir í sögu NBA til að skora að fimmtíu stig eða meira í tveimur leikjum í röð. Kyrie skoraði 41 stig í fyrri hálfleiknum og var sá fyrsti í NBA til að ná því í næstum því tvo áratugi eða síðan Kobe Bryant skoraði 42 stig á móti Washington 28. mars 2003. „Það voru þarna nokkur skot sem ég hefði ekki átt að taka. Erfið skot þegar ég var tvídekkaður og sá þriðji að kom í mig líka. En svo framarlega sem ég get gert þetta með bros á vör og liðsfélagarnir voru ekki of ósáttir með mig þá var það þess virði,“ sagði Kyrie. There have been SEVEN 50+ point games in March... and we're less than halfway through Last month with 7: March 2019Last month with more than 7: Dec. 1962 pic.twitter.com/mnh5GUyPlm— NBA (@NBA) March 16, 2022 Þetta var sjötti fimmtíu stiga leikur Kyrie á ferlinum og sá sextándi í NBA-deildinni í vetur. Kyrie og Durant eru með tvo alveg eins og þeir LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Jayson Tatum hjá Boston Celtics. Úrslitin í NBA í nótt: Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 102-135 Orlando Magic - Brooklyn Nets 108-150 Miami Heat - Detroit Pistons 105-98 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 115-131 The NBA Standings after Tuesday night! Teams ranked 7-10 will compete in the Play-In Tournament to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.https://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/3dandfd3ws— NBA (@NBA) March 16, 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Úrslitin í NBA í nótt: Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 102-135 Orlando Magic - Brooklyn Nets 108-150 Miami Heat - Detroit Pistons 105-98 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 115-131
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira