Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2022 12:56 Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur óskað eftir aðstoð Bandaríkjamanna með inngöngu ríkis hennar í NATO. Getty/Ali Balikci Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. Í bréfi sem hún sendi Biden 10. mars síðastliðinn, og Reuters hefur undir höndum, segir Osmani að það sé hennar helsta forgangsmál að tryggja þjóðaröryggi Kósovó með inngöngu í NATO. „Við trúum því og treystum að Bandaríkin muni nota leiðtogavald sitt til að styðja við bakið á Kósovó og hjálpa því við inngöngu í NATO,“ skrifar Osmani í bréfinu. Yfirvöld í Washington hafa verið þau sem mest hafa stutt við bakið á Kósovó, bæði pólitískt og efnahagslega, síðan ríkið lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Osmani skrifar í bréfinu að hún hræðist að Rússar muni reyna, í nafni þess hve nýtt ríki Kósovó sé, að innlima það og allan Vestur-Balkanskagann. Innganga í NATO ólíkleg vegna aðildarríkja sem viðurkenna ekki sjálfstæðið Serbar hafa í gegn um tíðina verið mikil vinþjóð Rússa og stutt við þá í flestum alþjóðlegum deilumálum. Hvorki Serbía né Rússland viðurkenna sjálfstæði eða fullveldi Kósovó og yfirvöld í Moskvu komu í veg fyrir það á sínum tíma að Kósovó fengi inngengt í Sameinuðu þjóðirnar. Stjórnvöld í Serbíu líta á Kósovó sem hluta síns yfirráðasvæðis þó svo að engar opinberar stofnanir á vegum Serbíu séu starfandi í Kósovó. Um fimmtíu þúsund Serbar sem búa í norðurhluta Kósovó, við landamærin að Serbíu, vilja vera hluti af Serbíu og að landamæri ríkjanna liggi þar sem þjóðirnar skiptist upp. Hersveitir NATO hafa haft stöðuga viðveru í Kósovó síðan árið 1999, þegar NATO greip til aðgerða gegn Serbum vegna drápa þeirra á Albönum í borgarastyrjöldinni 1998-99. Tilraunir Kósovó til að ganga til liðs við NATO gætu þá reynst nokkuð flóknar þar sem fjögur bandalagsríki NATO, Rúmenía, Grikkland, Spánn og Slóvakía,viðurkenna ekki sjálfstæði landsis. Kósovó Bandaríkin NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Í bréfi sem hún sendi Biden 10. mars síðastliðinn, og Reuters hefur undir höndum, segir Osmani að það sé hennar helsta forgangsmál að tryggja þjóðaröryggi Kósovó með inngöngu í NATO. „Við trúum því og treystum að Bandaríkin muni nota leiðtogavald sitt til að styðja við bakið á Kósovó og hjálpa því við inngöngu í NATO,“ skrifar Osmani í bréfinu. Yfirvöld í Washington hafa verið þau sem mest hafa stutt við bakið á Kósovó, bæði pólitískt og efnahagslega, síðan ríkið lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Osmani skrifar í bréfinu að hún hræðist að Rússar muni reyna, í nafni þess hve nýtt ríki Kósovó sé, að innlima það og allan Vestur-Balkanskagann. Innganga í NATO ólíkleg vegna aðildarríkja sem viðurkenna ekki sjálfstæðið Serbar hafa í gegn um tíðina verið mikil vinþjóð Rússa og stutt við þá í flestum alþjóðlegum deilumálum. Hvorki Serbía né Rússland viðurkenna sjálfstæði eða fullveldi Kósovó og yfirvöld í Moskvu komu í veg fyrir það á sínum tíma að Kósovó fengi inngengt í Sameinuðu þjóðirnar. Stjórnvöld í Serbíu líta á Kósovó sem hluta síns yfirráðasvæðis þó svo að engar opinberar stofnanir á vegum Serbíu séu starfandi í Kósovó. Um fimmtíu þúsund Serbar sem búa í norðurhluta Kósovó, við landamærin að Serbíu, vilja vera hluti af Serbíu og að landamæri ríkjanna liggi þar sem þjóðirnar skiptist upp. Hersveitir NATO hafa haft stöðuga viðveru í Kósovó síðan árið 1999, þegar NATO greip til aðgerða gegn Serbum vegna drápa þeirra á Albönum í borgarastyrjöldinni 1998-99. Tilraunir Kósovó til að ganga til liðs við NATO gætu þá reynst nokkuð flóknar þar sem fjögur bandalagsríki NATO, Rúmenía, Grikkland, Spánn og Slóvakía,viðurkenna ekki sjálfstæði landsis.
Kósovó Bandaríkin NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira